400 l ameríku/monster búr Vargs

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta gæti svo sem hafa fylgt honum, mér hefur alltaf fundist tálknin á honum vera frekar opin en þetta hefur þó aukist á síðustu vikum. Það er ekkert ólíklegt að stöðugleikinn sé ekki góður í búrinu hjá þessum stóru sóðum, ég skipti þó yfirleitt vikulega um vatn en hef reyndar dregið það í 2 vikur að undanförnu en hef líka minkað fóðurgjöfina. Búrið er auðvitað löngu sprungið... :moping:
Fóðrið er sennilega nokkuð fjölbreytt, ég gef ýmsar týpur af fóðri en þó vantar sjálfsagt helling af drasli í það í það.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Einhversstaðar las ég að gaur klippti beygluna af og tálknlokið hafi vaxið beint til baka... Sel það ekki dýrar en ég stal því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image

Losaði mig við slatta af fiskum og Rtc hjálpaði til.
Nú eru 2 Óskarar, nicaragunse, Geopagus og Shovelnose í búrinu ásamt nokkrum botnfiskum.

Image
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Blessaður láttu mig vita ef þú ert að losa þig við eitthvað sem passar með mínum fiskum :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ertu reiðubúinn að fórna öllu úr búrinu fyrir rtc?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er nú eitthvað í það að hann komi restinni í kjaftinn, en það stefnir í að hann verði einn í búrinu nema ég fari með hann í búðina.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er svosem alltaf hægt að fá nýja fiska ef þú tekur aðra úr með tímanum, svona þegar rtc verður orðinn of stór til að vera þarna.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

eru svörtu upsidedown enn í búrinu ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir eru enn í búrinu og tvær ekkert svo stórar bótíur, þessir fiskar virðast alveg fá frið eða hafa vita á að passa sig á Rtc.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Myndir af félögunum sem heita eftir sitt hvoru landinu.
Þeir eru í stöðugri valdabaráttu í búrinu og passa vel landamærin og gæta þess að hinn komi ekki of langt yfir línuna.

Image
Nicaragense.

Image
Brasiliense.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Annar óskarinn er frekar skondinn í vextinum, hann er extra stuttur og með hærri búk en aðrir.
Image

Image
Hinn er bara venjulega vaxinn.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Datt í hug að gleðja ykkur með nýjum myndum. Reyndar engar breytingar í búrinu en alltaf gaman af myndum.

Image

Image

Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Tsssssssssss, snilldarmyndir :góður:
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

glæsilegar myndir!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Takk fyrir hrósið stelpur.
Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessar myndir, nú vantar mig eiginlega fleiri fiska til að mynda, það fer að verða hálfþreytt að sýna alltaf sömu fiskana. :)

Image
Náði þessari af Geopagus og nicaraguense þegar þeir voru að ögra hvor öðrum.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

setja hnulla firemouth með þeim.getur hnoðast eithvað í Geopagus og
nicaraguenseninum
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta eru svo fínar myndir hjá þér að það er allt í lagi þó þær séu alltaf af sömu fiskunum.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

fiskamyndirnar þínar er alveg 1st class!!!

Væri svo til í að geta náð svona geggjuðum myndum af mínum fiskum!... ég var að bera saman myndirnar þínar og svo mínar af sömu fiskum sem ég tók eftir fundinn um daginn.

mínar eru ónýtar meðan við þínar...
http://fiskar.barnaland.is/album/608535

hvað ætli sé málið.. stillingar.. linsan... myndavélin eða ég bara mega klaufi?
Held að ég þurfi að æfa mig betur heima.. hanga minna í tölvunni :lol:

hér er ein t.d. af Nigaraguensis..

http://s3.frontur.com/img/13810/20080201015356_15.jpg
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég náði í nokkra fiska í dag fyrir félaga hér á spjallinu og þar sem þeir verða ekki sóttir fyrr en á morgun þá þurfti ég að finna fyrir þá gistingu á meðan. :-)

Image

Image

Image

Overstocked eða hvað ?! :D
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Þvílíkir hnullungar :shock:

Hvaða tegundir eru þetta sem þú ert að passa svona fyrir þá sem þekkja ekki mikið til?

Hehehe, ertu viss um að þú tímir að láta þá frá þér aftur eftir þessa pössun ? :P
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er allt annað, haltu þessu bara :-)
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tími sko alveg að láta þá frá mér enda er ekkert pláss fyrir þessar skepnur í búrinu, ég á alveg nóg með mína tvo óskara og hin monsterin.
Það væri samt gaman að hafa nokkra svona stóra óskara saman ef maður væri með sírennsli. :)

Þetta eru fjórir tröllvaxnir óskarar, risa gurami, bala hákarl, stór gibbi og einn enn sem ég man ekki nafnið á í auknablikinu.
Allt fiskar 20-30cm. :?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Já ég er sammála Andra þetta er flott svona,átt þú ekki tvo af þeim ef ég man rétt ? Held meira að segja að ég þekki þá úr hópnum :D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Blessaður vertu haltu fiskunum en settu þá í annað búr.
Gera pláss fyrir aðal monsterið svo að hann njóti sín sem lengst :D

Mér finnst þessir fiskar geðveikir 8)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir eiga eftir að njóta sín í 1000 lítrunum hjá nýja eigandanum.
Nokkrar myndir sem ég tók af ganni, reyndar fljótheita myndir, var ekkert að vanda mig.

Image
Bláhakarlinn fékk óblíðar móttökur eins og sést, Rtc reyndi að éta hann þó að sá blái sé 25 cm. :)

Image
Man ekki nafnið í augnablikinu en þessi gæti fengið að búa áfram í búrinu í einhvern tíma.

Image
Skóflunebbi fékk að fara aftur í búrið vegna ðlássleysis í kompunni.

Image
Þessi óskar er með gallaðan kjaft, alltaf opinn. :?

Image
Smá hlussa þessi.

Image
Nokkuð laglegur þessi durgur.

Image
Risa gurami.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Óskarinn á 4 myndinni er það hrygna :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi röndótti heitir Leopardus blablabla eitthvað... hann Unnar var með svona og veit hvað hann heitir nákvæmlega.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

fara þessir í búrið hjá Hr. Plexý?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eyjó wrote:fara þessir í búrið hjá Hr. Plexý?
Já.
Ég held það styttist í að það búr fyllist.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

pípó wrote:Óskarinn á 4 myndinni er það hrygna :shock:
Það hlýtur að vera, annað er ílíklegt. :D

Óskararnir fara í búrið hjá Plexanum og jafnvel eitthvað fleira ef hann vill.
Kappan hlítur að vera farið að klæja í puttana að koma þessu í tankinn.
Post Reply