Page 2 of 3

Posted: 09 Apr 2009, 22:25
by Jakob
Ég hef tekið þá ákvörðun að selja 63L búrið og smíða 40x40x40 búr=64L búr, eða 1L stærra en hitt. Ég er að hugsa um að hafa 2x 8W 6000 kelvin perur í búrinu. Hvernig er það?
Ætti ég frekar að hafa búrið í öðrum málum sem að henta kannski kóröllum og fiskum betur, búrið má ekki vera minna en 60L og ekki stærra en 70L.

Posted: 09 Apr 2009, 22:45
by ulli
6000k er allt of gult
10000k lámark

Posted: 12 Apr 2009, 00:36
by Jakob
Komin endanleg mál á búrinu. 60x50x40 (LengdxBreiddxHæð).
Þá spyr ég aftur. Hvað þarf peran að vera mörg Kelvin lágmark, er ekki betra að hafa meira kelvin? Hvað má vera maximum kelvin fyrir kóralla?
Hvað þarf powerhead að vera öflugur?
Hvað þarf filterdælan að vera öflug?
Öflug: lítrar per hour.
Hvað á að vera lágmark af LR?

Posted: 12 Apr 2009, 01:50
by EiríkurArnar
þarft ekki að hafa filterdælu...skimmer kemur í staðin en þú þarft hann ekkert endilega heldur.
enginn saltvatns snillingur þannig að ég ætla ekki að tjá mig meira en þetta :)

Posted: 12 Apr 2009, 02:04
by Österby
Fínt að hafa um 10% live rock ...

Posted: 12 Apr 2009, 02:28
by ulli
Síkliðan wrote: Hvað þarf peran að vera mörg Kelvin lágmark, er ekki betra að hafa meira kelvin? Hvað má vera maximum kelvin fyrir kóralla?
ulli wrote:6000k er allt of gult
10000k lámark helst ekki yfir 22000k
70w 20000k Mh 2 led moonlight
2 500lt per hr powerhead

skimmer mun verða nauðsinlegur þegar þú er kominn með eithvað magn af lífi í það.

http://cgi.ebay.com/Aquarium-Turbo-Plus ... 1|294%3A50
þessi er sniðugur.sendir líka til íslands.ég ætla að kaupa mér svona fyrir Nanóið mitt á mánudag.5,70 dollarar+19 dollarar shipping 3013kr max 1000 tollur=4013kr komið í búrið þitt

Posted: 12 Apr 2009, 02:55
by EiríkurArnar
5,70+20,4=26,1$
26,1x127=3314,7 kr.
3314,7x1,245=4126,8 kr.
4126,8+450=4576,8 kr. komið heim

Þetta mjög gott verð held ég bara.
En hvað er þetta fyrir stórt búr ?
Qmax.: 120 L/H þetta stendur.

Posted: 12 Apr 2009, 08:47
by keli
Þessi er tæpur fyrir 100l búr, þetta er pínulítið kríli.

Posted: 12 Apr 2009, 12:08
by Jakob
Nú kann ég ekkert á ebay eða svona sendingar, maður bara pantar, sækir þetta bara svo á keflavíkurflugvöll?

Posted: 12 Apr 2009, 12:19
by keli
Síkliðan wrote:Nú kann ég ekkert á ebay eða svona sendingar, maður bara pantar, sækir þetta bara svo á keflavíkurflugvöll?
Neibb, sent á næsta pósthús eftir að tollurinn hefur verið afgreiddur. Tollafgreiðsla felst venjulega bara í því að senda reikning í email/fax á tollinn þegar þú færð tilkynningu um sendinguna. Svo daginn eftir er hún annaðhvort keyrð heim til þín eða þú getur sótt hana á pósthús og þú þarft að borga toll/vsk af henni til að fá hana afhenta.

Posted: 12 Apr 2009, 17:39
by Jakob
Flott, ég skoða þetta.

Posted: 13 Apr 2009, 01:21
by Jakob
Ég er að hugsa um að hafa búrið meira nano, 50x40x35 eða 50x35x40, hvort er hentugra í svona sjávarbúr, að hafa þau breiðari eða hærri?
Með lýsingu í þetta búr (70L með þessi mál) er ekki bara mjög passlegt að hafa 2 svona perur:
Aquastar T8 15w 10000Kelvin.

Hlynur á þetta víst til.

Posted: 13 Apr 2009, 01:45
by ulli
birtan er í lagi til að byrja með.en það er gott að vera með sirka 1w á hvern líter.

held að það sé betra að vera bara með ljósinn í lagi heldur en að byrja með
eithvað sem þú átt eftir að þurfa að losa þig við.
70w mh er ekki það dýrt.eða pc ljós.

Posted: 13 Apr 2009, 02:06
by Jakob
Ég afsaka hvað ég er helvíti vitlaus í þessu, hvað eru mh ljós og hvar fæ ég þau.

Posted: 13 Apr 2009, 02:11
by EiríkurArnar
ulli wrote:birtan er í lagi til að byrja með.en það er gott að vera með sirka 1w á hvern líter.

held að það sé betra að vera bara með ljósinn í lagi heldur en að byrja með
eithvað sem þú átt eftir að þurfa að losa þig við.
70w mh er ekki það dýrt.eða pc ljós.
Er það ekki bara nauðsynlegt ef að maður ætlar að vera með harða kóralla ? Það er soldið erfitt að vera með svona kastara í plast loki t.d.

Posted: 13 Apr 2009, 02:19
by Jakob
Hver sagði að lokið mitt væri úr plasti?
Og ég ætla að vera með slatta af harðkóröllum. :roll:

Posted: 13 Apr 2009, 02:27
by Squinchy
Þá er 70+ MH málið, finnur þannig perur á ebay og örugglega ballest líka, annars er örugglega líka sniðugt að byrja rólega í þessu og fara út í erfiðari hluti eftir smá reynslu

Því í saltvatninu er frasi sem hjómar svona, "Only bad things happen fast" = Þeir sem fara beint í djúpulaugina drukkna frekar

Grunnt búr er málið fyrir þig því þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af lýsingunni

Posted: 13 Apr 2009, 02:38
by ulli
1w á líter er als ekki mikið fyrir kórala.

Ebay is your freynd.
google.
http://www.petstore.com/ps_viewitem.asp ... eftank.com

Posted: 13 Apr 2009, 02:43
by Jakob
Friend my ass, 30þús kall :shock:

Posted: 13 Apr 2009, 02:49
by Squinchy
Síkliðan wrote:Friend my ass, 30þús kall :shock:
Hehe lýsingin í mitt búr kostaði meira en búrið :) og það er ekkert óeðlilegt, lýsingin er það sem gerir búrið flott, ef þú sparar í lýsingunni í saltvatns búrum eins og of margir gera þá verður búrið oftast ljótt

En þú getur alveg byrjað á PC ljósum eða venjulegum flúr og svo bara uppfært þegar þú ferð yfir í kröfuharðari kóralla

Posted: 13 Apr 2009, 02:51
by EiríkurArnar
Sorry að ég tróð mér inná þráðin þinn en þessi spurning var ekkert tengd búrinu þínu :)
Ég er nebbilega með 54l búr og langar að gera nano reef í því og er svona að afla mér upplýsinga. Svona hvað er best að gera og hvað er nauðsynlegt að gera :)

Posted: 13 Apr 2009, 02:53
by Jakob
Já ok. En hvað er LED ljós? er það næturljós?

Posted: 13 Apr 2009, 03:04
by EiríkurArnar
LED er díóðu lýsing

Posted: 13 Apr 2009, 03:18
by ibbman
Og díóðu ljós er undantekningarlaust held ég notað fyrir næturljós ;)

Posted: 13 Apr 2009, 03:18
by Jakob
Já ok. En þetta búr verður LENGI að starta sér með þessi verð.

Það sem er á To Buy List
Búr
Ljós
Powerhead
Filterdæla
Live Sand
Live Rock

Er eitthvað fleira sem að þarf, fyrir utan þá kóralla, fiska o.s.frv?

Posted: 13 Apr 2009, 03:23
by EiríkurArnar
Filterdæla, þarft hana ekki.
Skimmer ef þú villt vera flottur á því en er ekki nauðsynlegur.

Posted: 13 Apr 2009, 03:25
by Squinchy
Þarft ekkert að byrja dýrt, getur skoðað t.d. þráðinn um mitt 45 lítra búr

mæli frekar með því að prófa þetta og sjá hvort þú sért að fíla þetta áður en þú ferð að fjárfesta í dýrum ljósabúnaði og kröfuhörðum kóröllum

gott byrjunar sett er:
straumdæla 2x300L/h eða 600L/h
5 - 8kg liverock
1 - 3mm möl 3 - 4 cm þykk
seltumælir
2 - 3 hargerða fiska

Posted: 13 Apr 2009, 03:29
by Jakob
Í sambandi við ljós, eru þessi ekki málið?
Lengdin er sú sama og á búrinu, hér er info-ið á ljósinu og linkurinn fyrir neðan:

* Model: 1060
* Length: 20"
* 14000K PowerPaq: 1 x 150W
* Lunar Light Blue/White: 6/6
* Hanging Kit: Yes
* Automatic Timer: No
* Dimensions: 20" x 8.25" x 4.5"
* Total Watts: 150
* Total Amps: 1.3
* Fixture Configuration: B
Dimensions: 8.25"W x 4.5"H


http://www.petstore.com/ps_ViewItem-cat ... IFUMH.html

Posted: 13 Apr 2009, 03:30
by Jakob
Squinchy, þegar ég prófa, þá prófa ég alvöru.

Ég er að fíla saltið, þó að ég sé ekki einusinni byrjaður.

Posted: 13 Apr 2009, 03:33
by Squinchy
Sunpod er næstum því toppurinn fyrir nano búr