Page 2 of 2
Posted: 09 Apr 2009, 19:10
by Guðjón B
vonandi er það ekki alvarlegt
Posted: 12 Apr 2009, 16:43
by RosaH
anemón er officially látin. Framdi sjálfsmorð i nótt. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á fiskabúrs sjóðinn minn
En já. Hún hefur fikrað sig yfir hálft búrið hjá mér í nótt og farið í powerheadinn.
Posted: 12 Apr 2009, 16:49
by Österby
Sorglegt, hún var svo falleg
Posted: 12 Apr 2009, 16:55
by keli
Lexía dagsins: Setja svampa á powerhead í búrum þar sem leynast anemónur! Það þurfa alltof margir að læra þetta á þennan (dýra) máta.
Posted: 12 Apr 2009, 16:55
by ulli
finn til með veskinnu þínu
Posted: 12 Apr 2009, 17:27
by RosaH
ég get svo svarið það... ég er alltaf svo bjartsýn á svona lagað og í morgun þegar ég tók hana úr búrinu, þá ákvað mín að setja hana í fötu með vatni úr búrinu og sjá hvað gerðist... og viti menn, hún er ENNÞÁ að hreyfa sig... hún fór sko ekkert öll inn, bara litlir hlutar af henni, sem ég náði svo út (armar og kanski smá af búknum). Geta þær almennt lifað slíkt af? Hún er ekkert visnuð upp eins og um daginn er alveg upp blásin (búkurinn) og bara armarnir sem fór inn í dæluna eru visnaðir að sjá.
Posted: 12 Apr 2009, 17:46
by keli
RosaH wrote:ég get svo svarið það... ég er alltaf svo bjartsýn á svona lagað og í morgun þegar ég tók hana úr búrinu, þá ákvað mín að setja hana í fötu með vatni úr búrinu og sjá hvað gerðist... og viti menn, hún er ENNÞÁ að hreyfa sig... hún fór sko ekkert öll inn, bara litlir hlutar af henni, sem ég náði svo út (armar og kanski smá af búknum). Geta þær almennt lifað slíkt af? Hún er ekkert visnuð upp eins og um daginn er alveg upp blásin (búkurinn) og bara armarnir sem fór inn í dæluna eru visnaðir að sjá.
Iss já, fyrst þetta var bara partur af henni þá spjarar hún sig líklega fínt! Þegar þú póstaðir þá talaðirðu um þetta eins og hún hefði farið lengst inn í dæluna og í spað.
Posted: 12 Apr 2009, 17:59
by RosaH
:p my bad
Posted: 12 Apr 2009, 18:18
by RosaH
Skelli inn mynd af henni. Setti hana í búrið aftur, og ætla að sjá hvað gerist.
Og aftur heildarmynd af búrinu... Endurraðaði öllu grjótinu (á eftir að fá mér meira seinna).
Posted: 12 Apr 2009, 18:39
by Jaguarinn
Posted: 12 Apr 2009, 19:13
by ulli
voðalega finst mér þessar anemoniur mikið á ferðinni hjá ykkur.
þegar ég var með 500lt búrið mitt þá var ég með 1 bleika atlantic og eina green carped anomoniu. og svo var ég með 2 náhvæmlega eins powerhead og þú ert með.þegar ég setti þær í búrið þá heldu þær sig bara á þeim stað sem ég setti þær á.
hvað haldiði að sé að orsaka þessar tilfærslur á þeim?
Posted: 12 Apr 2009, 19:22
by keli
ulli wrote:voðalega finst mér þessar anemoniur mikið á ferðinni hjá ykkur.
þegar ég var með 500lt búrið mitt þá var ég með 1 bleika atlantic og eina green carped anomoniu. og svo var ég með 2 náhvæmlega eins powerhead og þú ert með.þegar ég setti þær í búrið þá heldu þær sig bara á þeim stað sem ég setti þær á.
hvað haldiði að sé að orsaka þessar tilfærslur á þeim?
Þær gera þetta venjulega fyrst, og eftir breytingar í búrinu. Getur tekið allnokkrar vikur eða jafnvel mánuði að finna stað sem þær eru sáttar við.
RosaH: Ég er nokkuð viss um að anemónan þín eigi eftir að spjara sig fínt eftir þetta ævintýri. Ég hef séð verr farnar anemónur spjara sig fínt.