Búrin mín, 720L á bls.11

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

OK, ég vissi ekki að þeir gætu lifað svona lengi.
Mun bara seint gleyma pestinni og drullustöppunni sem mínir ormar urðu að þegar ég var með froskana.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Allt að gerast :lol:
Hann er að borða maðkinn, sem btw er svipað langur og hann sjálfur þannig hann er að japla á honum hægt og rólega.

Myndir:

Image
Image
Image

Skallinn hefur líka mikinn áhuga á maðkinum og stelst stundum til að narta í hann, sama á við með hakkið sem ég gaf honum, skallinn borðaði af því meðan það var að sökkva.

Ég verð að redda helli eða einhverjum felustað fyrir Senegalusinn, hann vill fá að vera í friði þegar hann borðar.
-Andri
695-4495

Image
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

shii!!!.. Hlynur!.. hvað kosta senegalusarnir núna hjá ykkur?..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Gafstu fiskunum hakk?

Ef það hefur verið bara venjulegt nautahakk, þá borgar sig að gefa það ekki aftur, það er alltof fituríkt.

Ástæðan fyrir að fólk gefur fiskunum sínum aðallega nautahjarta er að það er svo lítið af fitu í vöðvanum - Fiskar þola ekki dýrafitu vel.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

keli wrote:Gafstu fiskunum hakk?

Ef það hefur verið bara venjulegt nautahakk, þá borgar sig að gefa það ekki aftur, það er alltof fituríkt.

Ástæðan fyrir að fólk gefur fiskunum sínum aðallega nautahjarta er að það er svo lítið af fitu í vöðvanum - Fiskar þola ekki dýrafitu vel.
ok takk fyrir það, ég ath með nautahjarta. Eitthvað fleira sem honum gæti þótt gott?
Ég las að blóðormar (frosnir/þurrkaðir??) væru vinsælir, er hægt að versla þannig hérna ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha hakk, skamm skamm.
Ormar eru hins vegar fín fæða en ég mundi gefa smærri bita. :P
Frostþurkaðir blóðormar eru fín fæða, ég gef mínum mest bara fiskamat og rækjubita.

Skúli, Senegalus kostar 2.900.- í Fiskabur.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn: Black Ghost :D
Ótrúlega flottur fiskur sem ég bjóst ekki við að myndi enda í mínu búri.
Hægt að sitja endalaust við búrið og horfa á hann, en hálf vorkenni honum að vera svona blindur :oops:

Tók nokkrar myndir í flýti áðan, ekki góðar.
Image

Image
Eitthvað að villast, var að fela sig inní plöntunni.

Image
Keypti pott handa honum, hann notar hann mikið.
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

flottur, ég var með einn svona, skemtilegur fiskur
þetta er að verða hálfgert monsterbúr hjá þér
Er það framtíðin hjá þér?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já vonandi :-)


endilega komið með hugmyndir að skemmtilegum fiskum sem passa með black ghost og senegalus.

Þeir eru reyndar mjög rólegir báðir og þeim semur vel við aðra íbúa búrsins.

En núna er 14 fiskar hjá mér:

Black Ghost
Senegalus
Skali
Bláhákarl
Dverggúramar x2
Tetrur x8

(og einn eplasnigill :wink: )
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Polypterus ornatipinnis eru mjög rólegir og skemmtilegir fiskar (er með 3)
Ég er líka svakalega hrifinn af ropefish, frábærir fiskar (er með 2)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

og eru þeir góðir saman? Hvað gefuru þeim að borða?
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ornatipinnis eru hrifnastir af rækjum hjá mér en borða einnig flögufóður o.fl.
ropefish borðar allt hjá mér
Þeir eru ekki saman í búri hjá mér en ég mundi veðja á að þeir væru fínir saman, tæknilega séð kemst ropefish samt uppí ornatipinnis en ég held að það sé tæft að það gerist
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok :-)

mér finnst alltaf svo skrítið að talað sé um black ghost sem "monster", mér finnst hann svo mikið krútt eitthvað hehe, hann borðaði samt maðkinn sem senegalus átti að fá áðan og hann borðar ekki mjög kurteisislega
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

endilega komið með hugmyndir að skemmtilegum fiskum sem passa með black ghost og senegalus.
Skemmtilegt með þessa fiska að þeir bjóða upp á nokkra breidd í búrfélögum, þú getur verið með friðsama fiska með þeim eða farið aðeins út í monster fílinginn. Ég mundi bara halda áfram á svipaðri braut og vera opinn fyrir einhverju sem dettur inn og passar með þessu.

Eitt sem mér dettur í hug eru Keyhole cichlid, fallegir og friðsamir fiskar sem þó verða það stórir að þeir eru save með þessum hálfskrímslum.

Image
Keyhole par með seyði.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ef þú ætlar útí síkliðurnar mundi ég fara útí spilurum(Blue-Eyed cichlid)
Þær vera einhverjir 12 cm, kvk eitthvað minni
Ég er með 6-7 stykki af þeim, stefni á að fækka niður í 2-4 í framtíðinni

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er orðið ávanabindandi :?
fór í dag og bætti við 2 bláhákörlum, muniði hvað þeir heita Pengasius ****?

Þessi eini var farinn að liggja útí horni voða leiður en núna eru þeir 3 farnir að synda saman :D
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Kannast við þetta 8)

Ætlarðu að stækka eitthvað við þig í Lítrum í framtíðinni?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jájá það er ekki ólíklegt, en ég ætla að vera með þetta búr á meðan það er nógu stórt undir íbúana :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Vargur wrote:
endilega komið með hugmyndir að skemmtilegum fiskum sem passa með black ghost og senegalus.
Skemmtilegt með þessa fiska að þeir bjóða upp á nokkra breidd í búrfélögum, þú getur verið með friðsama fiska með þeim eða farið aðeins út í monster fílinginn. Ég mundi bara halda áfram á svipaðri braut og vera opinn fyrir einhverju sem dettur inn og passar með þessu.

Eitt sem mér dettur í hug eru Keyhole cichlid, fallegir og friðsamir fiskar sem þó verða það stórir að þeir eru save með þessum hálfskrímslum.

Image
Keyhole par með seyði.
ég verð bara duglegur að heimsækja fiskabúr.is og fylgist með hvað er í boði :góður:
-Andri
695-4495

Image
Valdi
Posts: 6
Joined: 06 Jan 2007, 16:06

Post by Valdi »

Ég er með tvo Bláhákarla sem eru sennilega um 30cm, einnig með Black ghost, gæti vel hugsað mér að fá mér Keyhole Cichlid. Eru þær til í einhverri af búðunum í dag ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Keyhole er til í fiskabur.is og kostar 700 kr. Reyndar eru það bara um 4 cm. fiskar þannig þeir fara sennilega ekki í búr með 30 cm drellum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Valdi wrote:Ég er með tvo Bláhákarla sem eru sennilega um 30cm, einnig með Black ghost, gæti vel hugsað mér að fá mér Keyhole Cichlid. Eru þær til í einhverri af búðunum í dag ?
áttu myndir af fiskunum þínum ?

edit: ég fann síðuna sem þú gast upp í öðrum þræði, mjög flottir bláhákarlarnir 8) er þetta sama tegund og þessir litlu? Mér finnst þeir svo líkir long fin risunum
-Andri
695-4495

Image
hendrix
Posts: 23
Joined: 03 Feb 2007, 12:26

Post by hendrix »

nettur 8)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Takk fyrir :D

Hérna er smá viðbót


Hákarlaklíkan mín, eru ca 6-7cm núna:
Image

Prófaði að gefa þeim rækjur í gærkvöldi við góðar undirtektir, Black Ghost að hakka í sig:
Image

Svo eru Black Ghost og Senegalus ágætis vinir, þeir lágu saman bakvið stein, verst að Ghost-inn byrjaði að synda burt þegar ég smellti af mynd og er því ekki í fókus (mætti kannski misskilja myndina :lol: ):
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hvernig sofa black ghost annars? hann er stuindum liggjandi á hliðinni á botninum, hélt hann væri eitthvað veikur en svo fór hann bara að synda eftir smá stund.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiskar hvílast eða spara orku en sofa ekki beint. Þeir nota yfirleitt nóttina í þetta en margir botnfiskar og fiskar sem sjá illa nota þó daginn.
Black ghost leggst á hliðina eða styður sig við eitthvað í hvíldinni. Sumar bótíur leggjast einnig á hliðina og er frekar kostulegt að sjá hóp af bótíum liggjndi á hliðinni á hvíldartíma.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

alltaf lærir maður eitthvað nýtt :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nýjasti íbúi búrsins er Clown Knife, ætli hann sé ekki um 7cm. Virkilega flottur fiskur.
Betri myndir seinna :-)
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Var að telja tetrurnar og það vantar eina litla rauðugga tetru.
Hver ætli sökudólgurinn sé? Black Ghost eða Senegalus?
Þetta hefur líklegast gerst í nótt því Clown Knife er ekki að tyggja neitt.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply