Page 2 of 2
Posted: 28 Jan 2010, 10:35
by malawi feðgar
bannað að fara í frí
Posted: 28 Jan 2010, 12:37
by Squinchy
Þá annað hvort fær maður eitthvern til að hugsa um búrið meðan maður er í fríi eða fær sér sjálfvirkan búnað sem sér um þetta fyrir mann
Ég nota 30L fötu sem endist í svona 10 - 11 daga, í henni er dæla sem fer í gang þegar flot rofi sem er í búrinu segir til hvort það vanti vatn í búrið
Segulliði og biðrofi
Flotrofinn
Posted: 28 Jan 2010, 21:10
by linx
Þessi græja sparar manni mikinn höfuðverk...
Ég átti alltaf eftir að setja upp svona græju og vatnsuppgufunin var alltaf soldið vesen hjá mér.
Varðandi próteinskimmer þá myndi ég segja að það væri möst sérstaklega til langs tíma litið. Ég veit ekki um neitt búr sem hefur verið keirt án skimmer sem hefur náð tveggja ára aldri.
Posted: 28 Jan 2010, 21:15
by Squinchy
Já þetta veitir manni mikil þægindi, annars er ég svona á báðum áttum með skimmerinn, jú auðvitað er hann að fjarlægja helling af óþarfa efnum en hann er líka að taka góð efni sem gagnast kóröllum og smá lífverum sem gerir það að verkum að maður þarf að mæla fleiri hluti og nota fleiri bætiefni
Annars nota ég skimmer á bæði mín búr og geri 10% vikuleg vatnskipti og það virðist koma út í góðu jafnvægi
Posted: 28 Jan 2010, 21:32
by linx
Ég notaði líka skimmer og hefði ekki viljað vera án hanns,
og fyrir einhvern sem er að byrja þá hugsa ég að hann geti ekki metið það næginlega vel hvenær hann er kominn í vesen út af neikvæðum efnum í búrinu.
En veit einhver hérna hversu mikil auka sjóskifti þarf að gera til þess að vega upp á móti prótein skimmer?
Posted: 28 Jan 2010, 21:36
by Squinchy
Munurinn er frekar í því hversu ör vatnskiptin eru heldur en magnið sem er skipt út, búr með góðum skimmer ætti frekar að skipta út 10% vikulega frekar en 30-40% mánaðalega
Allt þetta skimmer tal minnir mig á að ég þarf að fara þrífa mína
Posted: 28 Jan 2010, 22:02
by linx
Góður punktur.