Hrygningar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

stebbi wrote:Öll corydoras eggin ónýt og engin seiði :x en ég er nú ekki búinn að gefast upp ennþá.
Kellingarnar komnar í sérbúr aftur og fá vel að borða í nokkra daga
Seiðin eru lítil og litlaus og fela sig í sandinum ég hef tínt ryksuguseiðum í langan tíma bara til að sjá þau allt í einu talsvert stærri
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Jæja ég held svei mér þá að corydorasarnir mínir séu getulausir, það bara gerist ekkert.
Eina sem þeir gera er að éta og éta og hlæja svo að mér.

Ég fékk í dag 1 búr í viðbót 85L og með því slatta af sverðdrögum frá 5mm uppí 5cm sem fá að dúlla sér með.

Gúramarnir eru komnir í pásu í stóra búrinu, þeir voru ekki á því að gera neitt gagn.

Cherrybarbaseiðin og tígrisbarbaseiðin dafna vel og þau stærstu eru jafnvel komin í sölustærð (hver sem hún nú annars er?)
magnað samt að þau minnstu eru á stærð við nokkra daga gúbbíseiði.

Ancistrupar er í einu búrinu, fór í það í dag svo það gerist kannski ekkert alveg strax.

Nágrannakona mín kom færandi hendi og gaf mér slæðusporð :? sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við.
Ég kann ekki við að losa mig við hann, allavegana ekki strax þar sem ég átti nú aldeilis að vera gott heimili fyrir hann :shock:



P.S. dóttir mín stakk uppí sig "floater" sem hún missti í baðið, hélt ég myndi æla
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Obbobbobb eitthvað að gerast hérna :shock:

Image

En það mun svosem ekkert koma úr þessu nema gullfiskurinn sé tvítóla

Image

Ég varð mjög hissa þegar ég rak augun í pínulítið sverðdragaseiði í búrinu með gullfisknum, það hefur verið í felum í mölinni þegar ég flutti búrið heim.
Ég varð svo enn meira hissa þegar ég tók eftir því að botninn var þakinn hrognum, og ekkert í búrinu nema 1 slæðusporður og jú 1 sverðdragaseiði.

Við þetta fór ég að pæla hvort það sé einhver möguleiki á að fjölga gullfiskum án þess að hafa of mikið fyrir því? Veit það einhver?
Er einhver leið að þekkja kynin í sundur?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Það er ekkert mál að fjölga gullfiskum :)
þeir eru alltaf að hrygna í búrum, en yfirleitt er allt étið strax.
Það þarf að taka sem sagt fiskana frá eftir hrygningu.
þú ert greinilega með kvk þarna, víst að það eru hrogn,
það er frekar auðvelt að þekkja kynin í sundur.
Karlinn fær hvítar "bólur" á tálknlokurnar, en ekki kerlingin.
Ég og Hlynur vorum með gullfiska "par" sem hryngdu fyrir okkur og við náðum að koma upp seiðum,
en því miður þá voru þau öll étin af platy kerlingu sem stökk yfir til þeirra :?
En til að gullfiskaseiðin fái lit í skrokkinn, þá þurfa þau að komast í sólskin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Lindared wrote: En til að gullfiskaseiðin fái lit í skrokkinn, þá þurfa þau að komast í sólskin.
Asskoti er það magnað.

En eftir frekar littla skoðun á kynjunum þá skilst mér að hvítu bólurnar komi bara þegar þeir eru í hrygningarhugleiðingum, er það rétt til getið hjá mér?

Annars er þá bara spurning um að fara í karlaleit :)
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég var að rækta gullfiska í den og þeir fengu lit inn í herbergi hjá mér og seinna ræktaði ég þá í lokuðu húsnæði þar sem aldrei komst inn sól
en hvort þeir hefðu verið litmeiri í sól veit ég ekki

Eina sem ég vil biðja þig um er að nota eingöngu mjög góð eintök
þar sem allir uggar eru heilir og fallegir og búklagið gott
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Veit einhver hvernig er með ancistrurnar þegar kallinn situr yfir eggjum hvar hann hefur þau?
Kallinn minn er inní helli sem ég get séð aðeins inní, hann er allur á yði en ég sé ekkert undir honum.
Hefur hann eggin fyrir framan sig kannski?

Svo tóku corydorarnir sig til og byrjuðu að hrygna í gær og núna eru ansi víða í búrinu eggjaklasar.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

tókstu svo ekki coryana úr búrinu? :) því að þeir éta hrogin eftir á.
Það er voðalega gaman að fylgjast með cory seiðunum stækka.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Arg sum eru byrjuð að fá á sig fungus.

Hvað segiði um að setja salt í búrið núna? það eru hellingur af hrognum "lifandi" ennþá og ég tími ekki að missa öll í fungus
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Salt gerir ekki mikið í því. Frekar hækka hitann og smella fungus lyfi í.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég hef alltaf notað salt í seiðabúr , þar sem hefur komið upp vandamál. fungus og blettaveiki og virkað vel, annars minnir mig að ég hafi lesið aðcorys þola salt mjög illa.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

meistari Vargur reddaði mér funguslyfi svo núna er vatnið fagurgrænt :)
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Image
Þetta blasti við mér þegar ég kom heim í dag :D
Ég lofaði að það kæmu egg strax eftir helgi og stóð við það :)

Image
Þetta eru foreldrarnir Anomalochromis thomasi

Ancistran hlítur að vera með egg í hellinum sínum, hann er búin að hanga inní honum í nokkra daga blakandi uggunum á fullu.
Tók smá lélegt vídjó http://www.youtube.com/watch?v=YYQd0P9EHQ4

En með corydoras hrognin held ég svei mér þá að þau séu öll dauð. Gef þeim samt nokkra daga þessum örfáu sem eru ekki orðin loðin
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

tekur ekki nema tvo daga frá því að fiskarnir koma til þín þar til komin eru egg
svona á að gera þetta
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

plús að ég setti búrið í rauninni bara upp í gær, voru fyrstu nóttina í nánast beru búri
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

meirihluti hrognanna var horfinn í dag svo það verður kannski ekki mikið ef það kemst eitthvað upp
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Öll hrogn farin hjá Thomasi, en þau hrygna aftur.

Corydoras hrognin öll ónýt. Ein pæling, þegar ég hef rýnt í búrið þá er það krökt af lífi. Bæði 5mm hvítir ormar og einhverjar hvítar pöddur sem skríða á öllu í búrinu. Gæti verið að þessi kvikindi séu að skemma eggin?
Ekki er vatnið lélegt þar sem ég skipti um vatn í því á hverjum degi allavegana í viku áður en þau komu og fyrir það var ég líka duglegur að skipta um vatn.

Annars fann ég loks seiði í einu búrinu, bunki af ancistruseiðum var í hellinum hjá kallinum :)
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kvikindin eru bara til bóta, auka fóður fyrir seiðin.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég veit, var bara að pæla hvort það væri möguleiki á að þau skemdu eggin.
Þessi kvikindi þurfa náttúrulega sjálf að éta eitthvað
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Nú 11 dögum síðar hrygndi Thomasi parið aftur á sama stað og síðast.
Núna er ekkert annað í búrinu svo ég ætla að gefa þeim séns á að sjá um þetta sjálf.
Ef það tekst ekki þá geri ég ráðstafanir með næstu hrygningu
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Síðasta hrygning hjá Thomasi klikkaði, þau átu undan sér. Núna fer væntanlega að koma tími á þau aftur og þá ætla ég að taka steininn úr búrinu og setja í netabúr.

Ég fékk kribbapar frá frænda mínum sem ég hugsa að sé búið að hrygna í hellinn sinn, það kemur í ljós á næstu dögum.

Þannig að staðan núna er
1 búr inniheldur 20+ ancistruseiði sem éta brokkólí og gúrkur til skiptis ásamt einstaka botntöflum.
1 búr inniheldur 40+ gúbbí, sverðdraga og örfá ancistruseiði sem og bardagafisk sem er að berjast fyrir lífi sínu í netabúri
1 búr inniheldur kribbapar sem passar vel uppá hellinn sinn
1 búr inniheldur Thomasi par sem betlar mat við hvert tækifæri
1 búr inniheldur 20+ cherry og tígrisbarba ungfiska, 3 ancistrur kallinn hugsanlega kominn með hrogn í hellinn sinn, nokkra sverðdraga, 1 bardagakall og nokkrir eplasniglar
1 búr inniheldur 20+ cherry og tígrisbarba ungfiska sem eru minni en í hinu búrinu, 4 getulausir corydorasar, 1 gullfiskur, 1 bardagakall, 1 gúbbíkella, 2 sverðdragaungfiskar og nokkrir eplasniglar
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Skala hrygning í stóra búrinu í dag, bjóst nú ekki við því þar sem kerlingin kom í búrið í fyrradag en hrygndi með kallinum sem ég var með í búrinu fyrir, sem er btw helmingi stærri.
Ég eyðilagði stemninguna hjá þeim, hyrti hrognin og skellti þeim í sérbúr með loftstein og hitara.
Smelli af þeim myndum á morgun ef þau lifa þetta af.

Thomasi hafa annaðhvort ákveðið að taka sér smápásu eða þá að þau éta undan sér áður en ég kem höndum yfir hrognin.
Ég er samt búinn að sjá þau hrista sig og dansa fyrir hvort annað.
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

hrogn

Post by Bruni »

Glæsilegt stebbi. Settu methylene blue hjá hrognunum, annars kemur fungus í þau. :wink:
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

ég setti annað lyf útí sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir, það á að gera sama gagn :wink:
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Skalahrognin lifðu ekki af.
Ég sá Thomasi vera að hrygna í gærkvöldi og ég ætlaði aldeilis að hyrða af þeim hrognin, en þegar ég ætlaði að fara í það verk í dag var allt horfið.
Góðu fréttirnar eru samt að kribbaparið tók sig til og hrygndi í kvöld

Image

Image
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég held að það sé eitthvað að vatninu hjá mér, í gær voru kribbarnir búnir að éta undan sér.
Þannig að ég tók mig til og sameinaði kribbana og thomasiana í 1 búr ásamt nokkrum neon tetrum.
Hugmyndin er að þeir passi betur uppá hrognin ef það eru fiskar í búrinu með þeim.
Hvað halda menn um það?
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það gæti virkað. Ég hef tekið eftir því að pör eru oft samrýmdari ef þau hafa einhvern til að böggast í og lenda síður í áflogum við hvort annað.
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Í gær hrygndu thomasi og mér til mikillar ánægju voru komnar lirfur hjá þeim í kvöld.
Þannig að það er að virka ennþá allavegana að hafa aðra fiska í búrinu, krossa puttana að seiðin verði lifandi á morgun, þá hugsa ég að ég taki alla fiska úr búrinu.

Annars er staðan núna sú að ég er með 2 búr full af litlum ancistrum, gúbbí, sverðdrögum og black molly seiðum
1 búr með fullt af ancistrum og nokkrum ungum gúbbíkellingum
1 búr með slatta af ungum gúbbíkörlum og nokkrum cherrybörbum
1 búr með fullorðnum gotfiskum
1 búr með convict pari
1 búr með klófroskapari
1 stórt búr með gullfiskum
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
Post Reply