Mission complete!
Samkvæmt mínum mælikvarða byrjar hádegi ekki fyrr en 12 svo ég gat a.m.k byrjað fyrir hádegi.
Byrjaði á að dæla vatni úr búrinu og á meðan skóf ég glerið að innan, bæði með rakvélablaði og svampi.
Brikkarnir voru fljótir að láta sig hverfa og ég tel mig vera búna aðafsanna þá kenningu að þeir verji sín afkvæmi af hörku, aðra eins aumingja hef ég ekki séð. Convict notaði tækifærið og át að ég tel seinasta seyðið, það gæti þó hafa verið í felum þegar ég leitaði.
Fyllti svo búrið á ný og tók þá eftir að Convict er með hrogn í horninu sínu. Ég tók ekkert eftir því þegar ég var að skafa og nudda en slapp þó við að fara í hrúguna.
Svo skipti ég um perur en lenti í þvílíkum vandræðum með aðra peruna og ætlaði aldrei að ná henni úr og það tók mig klukkutíma að brasa í þessu. Það getur komið sér vel fyrir "dömur" að eiga verkfærakassa og borvél
Lýsingin í búrinu hefur tekið þvílíkum breytingum og vonast ég nú til að losna við þörungavesinið. Annars eru brikkarnir duglegir við að spæna í sig þörunginn.