Litla gotfiskabúrið mitt

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

kominn tími á update hér, margt búið að gerast og ekkert af því gott.
Einn gúbbýkall hvarf meðan við vorum á spáni, bardagakallinn og móðir seiðanna dóu líka á sama tíma.
Svo gaf ég nálafiskinum hinn gúbbýkallinn um daginn.

Það eru s.s. eftir sverðdragarnir þrír og tvær gúbbýkellur. Önnur þeirra var með góða bumbu um daginn en hún er horfin núna og ekkert hefur bólað á seiðum.

Rétt í þessu sleppti ég restinni af seiðunum útí búrið, ætla að sjá hvernig þeim gengur. Það er smá flotgróður og javamosi sem þau geta falið sig í.
Eitt seiði dó hjá mér og ég gaf Arowönunni eitt. 13 seiði fóru s.s. í búrið.

Svo var ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að skella sverðdrögunum í 110l búrið, gefa nálafiskinum gúbbýkellurnar og fá mér eitthvað annað sniðugt í búrið. Spurning hvort hægt er að hafa eitthvað skemmtilegt í 50cm löngu búri. Mældi það og er það aðeins 33lítrar en ekki 40 eins og ég hélt.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply