Page 13 of 32

Posted: 13 Jun 2008, 12:09
by skarim
Ertu með sama sand í öllu búrunum þínum?

Posted: 13 Jun 2008, 12:14
by Andri Pogo
nei bara þessu, það hefur alveg hvarflað af mér að eitthvað sé að sandinum, en fannst það frekar ólíklegt (spilaði smá inní að ég nenni hreinlega ekki að standa í því að skipta honum út)

Posted: 13 Jun 2008, 17:48
by ulli
þetta fer að vera ansi dyrt firir þig.og bara leiðinleg eftir að hafa verið búinn að koma þessu í sæmilega stærð.

ég myndi nota helginna í að skyfta út sandinnum ;P

Posted: 16 Jun 2008, 00:04
by Andri Pogo
keypti 40L dollu undir hnífinn í gær, skellti honum í fyrir sólahring síðan og lyfið með. Hann er orðinn miklu hressari, loftið er farið úr honum og hann syndir um í venjulegri stöðu öðru hvoru.

tók þessa mynd í gærkvöldi þegar hann fór ofaní
Image

Posted: 16 Jun 2008, 00:40
by ulli
hvað er þetta rauða á maganum á honum?

Posted: 16 Jun 2008, 10:34
by Andri Pogo
bakteríusýking. þetta er að minna núna.

hann var orðinn svona hress í gærkvöldi:
Image

Posted: 16 Jun 2008, 11:36
by skarim
Búinn að skipta um sand?

Posted: 16 Jun 2008, 15:10
by Andri Pogo
nei ég hef ekki enn fundið réttu mölina til að setja í staðinn, ætla ekki að standa í því fyrr en ný möl hefur verið keypt.

Það sem ég hef í huga er svört möl sem er ávöl, það sem eg hef fundið er svo beitt.

Posted: 16 Jun 2008, 19:07
by stebbi
prófaðu BM vallá í hafnarfirðinum

Posted: 30 Jun 2008, 01:23
by Andri Pogo
Bara smá fréttir.
Clown hnífurinn jafnaði sig og var hinn sprækasti en það gekk ekki þrautalaust að koma honum aftur í búrið.
Þessir fiskar eru nefnilega grimmir á aðra af sömu tegund (nema í sumum tilfellum þar sem þeir fá að alast upp saman eins og var með mína þrjá).
Þegar hann var svo færður aftur í búrið fór sá stóri strax í hann og réðst ítrekað á hann, hann vildi greinilega enga "nýja" hnífa í búrið sitt.
Ég ákvað því að selja þann óheppna og hinn minni sem var í búrinu fyrir og einbeita mér að þeim stóra fyrst hitt var ekki að ganga.
Það gekk þó ekki alveg svo vel hjá nýjum eiganda þeirra því annar þeirra (ekki sá sem var veikur) var drepinn. Vona bara að hinum vegni betur.

Nú er þannig komið að áhuginn á búrinu hjá mér fer minnkandi, lítið að gerast í því og enginn sérstakur fiskur meira áberandi en aðrir og er ég að velta því fyrir mér að stokka aðeins upp í því og bæta við amerískum síkliðum til að fá meiri líf í búrið.
Vildi þó reyna að halda sem flestum fiskum hjá mér en svo er bara spurning hverju ég ætti að bæta við.
Ég vildi fá einhverja í stærri kantinum, áberandi og fallega en ekki það grimma að aðrir fiskar væri í hættu.
Ég hef enga reynslu af amerískum en þar sem maður er svo heillaður af litla Jaguar parinu væri gaman að vera með einn Jaguar karl og svo höfum við Inga verið veik fyrir einum fisk sem stoppaði hérna heima um daginn í smástund:
Image
fullvaxinn JD, um 20cm

Posted: 30 Jun 2008, 09:02
by Jakob
Flott, Jaguar geta verið einir af aggressívustu síkliðunum... sum eintök eru samt ekki eins aggrassív.
Sníst mikið um það hvort að Jaguar sé vanur búrfélögum eða óvanur... segir sig sjálft. Annars líst mér vel á þetta með ameríkanana.
Vil sjá... Fyrir þá sem að ekki skilja
JD Jack Dempsey
Jaguar
GT Green Terror
FH Flowerhorn
Midas/RD Red Devil

Posted: 30 Jun 2008, 11:48
by keli
Skemmtilegt hvernig þú heimtar hina og þessa í búr hjá öðrum þessa dagana Jakob...


Annars líst mér vel á jack dempsey í þetta búr - Ég átti einusinni svona par sem var alveg fullvaxið, algjörir hlunkar. Hinsvegar voru þau ekki alveg skemmtileg þegar þau urðu eldri, eins og þau róuðust öll og héldu sig miklu meira til baka þá..

Posted: 30 Jun 2008, 12:43
by Andri Pogo
já þessi sem ég sýndi virtist halda sig mikið bakvið skraut í búrinu sem hann var í.
En annars var ég aðallega að hugsa þetta til að hafa einhverja "aðal" fiska í búrinu. Arowanan átti að verða sá fiskur og Clown knife er ekki nógu áberandi og aktívur þótt hann verði stór.
Kæmi líka alveg til greina að geyma síkliðurnar ef mér dytti í hug eitthvað áberandi monster :)

Inga er mest að pressa á mig að bæta við síkliðum :)

Posted: 30 Jun 2008, 13:02
by Jakob
Var nú ekkert að heimta neitt. Var bara að segja hvað ég mundi velja ef að hann vildi eitthvað stórt og flott :)
Óþarfi að taka þessu svona illa Keli :P

Posted: 30 Jun 2008, 13:15
by Inga Þóran
Andri Pogo wrote: Kæmi líka alveg til greina að geyma síkliðurnar ef mér dytti í hug eitthvað áberandi monster :)
neinei kemur ekki til greina :wink: erum búin að ákveða þetta hehehe

Posted: 30 Jun 2008, 15:58
by Hrappur
nú fer mér að lítast á ykkur skötuhjúin.. :)

í þetta búr myndi ég velja síkliður sem eru ekki aggresívar en verja samt sitt svæði af hörku..

td. jack dempsey (geðveikir litir og þekkir eigandan sinn) - oscar (hver vill ekki hafa lítinn hvolp í búrinu hjá sér?) - temporalis (gentle giant) - convict (lítill en hörkutól með risastórt hjarta) - vieja (flottir litir og miklir karakterar) - green terror (flottur hnúður en getur verið grimmur) ,

það eru að sjálfsögðu fleiri síkliður sem hægt er að setja í búrið svo vel fari ..

þar sem þetta er community búr myndi ég fara varlega í grimmari fiska en þessa sem ég nefni fyrir ofan einsog td. flowerhorn , dovi , midas , red devil .. geta verið ferlega erfiðir og leiðinlegir með aldrinum ..

Posted: 30 Jun 2008, 17:09
by ulli
eithvað hugsað út í að skélla jaguar parinnu í búrið?.
á eftir að vera smá vesen með plöntur ef þú breitir.eins og þú kanski hefur tekið eftir með búrið sem þú ert með jaguar parið í :lol:

Posted: 30 Jun 2008, 17:29
by Inga Þóran
Hrappur wrote:nú fer mér að lítast á ykkur skötuhjúin.. :)

í þetta búr myndi ég velja síkliður sem eru ekki aggresívar en verja samt sitt svæði af hörku..

td. jack dempsey (geðveikir litir og þekkir eigandan sinn) - oscar (hver vill ekki hafa lítinn hvolp í búrinu hjá sér?) - temporalis (gentle giant) - convict (lítill en hörkutól með risastórt hjarta) - vieja (flottir litir og miklir karakterar) - green terror (flottur hnúður en getur verið grimmur) ,

það eru að sjálfsögðu fleiri síkliður sem hægt er að setja í búrið svo vel fari ..

þar sem þetta er community búr myndi ég fara varlega í grimmari fiska en þessa sem ég nefni fyrir ofan einsog td. flowerhorn , dovi , midas , red devil .. geta verið ferlega erfiðir og leiðinlegir með aldrinum ..
það væri gaman að fá að sjá búrið þitt live óli! :)

Posted: 30 Jun 2008, 18:03
by Andri Pogo
ulli wrote:eithvað hugsað út í að skélla jaguar parinnu í búrið?.
á eftir að vera smá vesen með plöntur ef þú breitir.eins og þú kanski hefur tekið eftir með búrið sem þú ert með jaguar parið í :lol:
planið var að halda sem flestum af mínum fiskum áfram og fá hitt í bland við... held að hrygnandi jaguar par, eða nokkuð annað hrygnandi par væri varla heppilegt til þess.

Posted: 30 Jun 2008, 18:16
by ulli
bara hafa þá staka kalla?

Posted: 30 Jun 2008, 18:26
by Andri Pogo
jebb það var pælingin einsog ég sagði fyrst :)
Andri Pogo wrote: ...væri gaman að vera með einn Jaguar karl og svo höfum við Inga verið veik fyrir einum fisk sem stoppaði hérna heima um daginn í smástund...fullvaxinn JD...

Posted: 30 Jun 2008, 19:01
by Jakob
Inga Þóran wrote:
Hrappur wrote:nú fer mér að lítast á ykkur skötuhjúin.. :)

í þetta búr myndi ég velja síkliður sem eru ekki aggresívar en verja samt sitt svæði af hörku..

td. jack dempsey (geðveikir litir og þekkir eigandan sinn) - oscar (hver vill ekki hafa lítinn hvolp í búrinu hjá sér?) - temporalis (gentle giant) - convict (lítill en hörkutól með risastórt hjarta) - vieja (flottir litir og miklir karakterar) - green terror (flottur hnúður en getur verið grimmur) ,

það eru að sjálfsögðu fleiri síkliður sem hægt er að setja í búrið svo vel fari ..

þar sem þetta er community búr myndi ég fara varlega í grimmari fiska en þessa sem ég nefni fyrir ofan einsog td. flowerhorn , dovi , midas , red devil .. geta verið ferlega erfiðir og leiðinlegir með aldrinum ..
það væri gaman að fá að sjá búrið þitt live óli! :)
Búrið hans Óla er náttúrulega bara geggjað live. Allir þessir Geophagusar og Viejur og súkkurnar. Verður að fara að herða þig í myndatökum Óli minn :D

Posted: 01 Jul 2008, 00:13
by Andri Pogo
Bættist við einn fiskur í kvöld, annar Lima Shovelnose.
Þessi kom held ég á sama tíma og minn til landsins, þá komu tveir en hinn hafði verið seldur þegar ég mætti á staðinn.
Síðan þá hefur fiskurinn gengið á milli nokkura aðila.
Þessir eiga nefnilega að vera góðir með öðrum af sömu tegund og vona ég að það gangi eftir, þessi sem ég átti fyrir er eitthvað að skoða þann nýja og elta hann.
Þessi mældist um 25cm eða mjög sambærilegur mínum fyrri en sá er held ég örlítið stærri.

Verst er að þessi er hálf fatlaður greyið, eineygður og kjafturinn á honum er hálf misheppnaður, eins og það vanti stykki úr neðri kjálkanum.
Image

svo á skóflan á ekki að bogna svona inn fyrir framan augað eins og sést á þessari mynd:
Image

Image


en núna skil ég betur þetta komment sem kom fyrir nokkru:
Síkliðan wrote:Rosalega er shovel með litla skóflu, minn er með svona tvöfalt lengri skóflu :)
Kjafturinn sjálfur á þessum er ekki lengri, neðri gómurinn er eitthvað gallaður og virðist vanta í hann þannig sá efri virðist lengri.

Posted: 01 Jul 2008, 00:22
by Jakob
Ok, flott að hann hafi Skóflu vin :lol:
Er búinn að vera að pikka upp gallaða fiska :?
Eineigðan Lima Shovelnose
P. Delhezi sem að vantar stykki í vörina.
Jack Dempsey sem að vantar í 2 hryggjaliði og er því of stuttur, en engu síður mjög fallegur :)

Posted: 02 Jul 2008, 00:16
by Andri Pogo
Jæja ég tók þá ákvörðun að skella AfricanTiger fiskinum yfir í 720L búrið :o
Ætla að sjá hvernig það gengur, hann ætti að láta fiskana vera, sérstaklega því þeir eru stærri og ólíkir honum, honum á þó að vera illa við mjög hraðsynda fiska.
Þetta er þó smá happa glappa og kemur bara í ljós.
Flutningurinn gekk vonum framar og hann er stressaður en rólegur í nýja búrinu.
Ljósið var komið á næturstillingu þannig myndirnar eru með flassi og ekki sem bestar:

Image

Image

Image

Posted: 02 Jul 2008, 00:21
by Ásta
Þig hlýtur að hlakka til að vakna í fyrramálið og sjá hvort allt verði í sómanum.

Posted: 02 Jul 2008, 00:21
by keli
spennandi! Bíð spenntur eftir að sjá hvað hann verður feitur á morgun :D

Posted: 02 Jul 2008, 00:32
by pasi
sammála kela :D hvað ætli hann verði feitur á morgun??

Posted: 02 Jul 2008, 00:33
by Andri Pogo
Kiddi sagði fyrst í gríni (held ég) að ég mætti eiga hann ef ég myndi setja hann beint í 720L búrið :)
Hann hefur þá amk fengið þá ósk rætta en ég er vongóður :góður:

Posted: 02 Jul 2008, 10:25
by Andri Pogo
Tigerinn er hinn ánægðasti í búrinu enda nóg plássið handa honum.
Hann dólar bara um og lætur aðra í friði.

Image