Page 16 of 32
Posted: 09 Aug 2008, 22:28
by Andri Pogo
jæja við fjölskyldan flytjum um mánaðarmótin í stærri íbúð sem er svosem ekki frásögum færandi fyrir utan þá staðreynd að þar er þvottahús og ætla ég að smíða eitthvað sniðugt þar
En aðal hausverkurinn er að sjálfsögðu að flytja 720lítrana.
Þarf að tæma allt og geyma fiskana í dollum á meðan en ég ætla að láta verða af því að setja nýja möl í búrið á nýja staðnum.
Ég ætla að fara í það fljótlega að ná sandinum burt og sjá hvort vatnið tærist ekki eitthvað ef ég hef það 1-2 vikur með beran botninn.
Annars þigg ég öll góð ráð varðandi flutning á búrinu, t.d. hvernig best er að búa að því í flutningabílnum svo það verði ekki fyrir neinu hnjaski.
Datt í hug að fá frauðplastplötur undir það og meðfram.
Líka spurning fyrst ég ætla að skipta um mölina hvort næg bakteríuflóra haldist í tunnudælunum ef slökkt yrði á þeim í nokkra klst eða hvort betra væri að geyma eitthvað vatn.
Posted: 09 Aug 2008, 22:55
by Jakob
Ég verð nú bara að segja að búrið er mjög flott svona og mér finnst þetta flottar Ameríkusíkliður sem að þú hefur valið.
Severum=Flottur, Jagúar parið og Green Terror gætu samt farið illa með hann.
Green Terror=Flott val, stórglæsilegur kall sem að þú hefur fengið þarna.
Pacu= Gott val með ameríkönum.
Regnbogarnir=Finnst þeir æðislegar litlar síkliður með stór hjörtu.
Held að búrið verði flottara svona en andsk.... ég er akkúrat að taka mér "pásu" í fiskum í bili og ég væri búinn að kaupa alla Polyana af þér

Posted: 09 Aug 2008, 23:41
by Inga Þóran
Andri Pogo wrote: þar er þvottahús og
ætla ég að smíða eitthvað sniðugt þar 

Posted: 09 Aug 2008, 23:43
by Jakob
Smíðaðu bara rekka fyrir Ingu, þá færð þú að smíða og Inga fær búr.

Posted: 11 Aug 2008, 23:25
by Andri Pogo
Posted: 11 Aug 2008, 23:42
by Jakob
Hvað er hann orðinn stór?
Mjög glæsilegur

Posted: 12 Aug 2008, 00:05
by Andri Pogo
ekki alveg viss, mér sýnist hann vera að skríða yfir 30cm.
Hélt hann væri orðinn lengri en hann er bara orðinn svo svakalega breiður og hár en farinn að lengjast hægar á móti.
Svo komst ég að því að Pacu átvaglið étur allan matinn frá honum og öðrum fiskum búrsins, sést hvað hann er með innsoginn maga á myndinni.
Maginn er rétt fyrir aftan hausinn á þessum fiskum, sést skuggi þar sem hann fer inn, það svæði er svona álíka stórt og sultukrukkulok.
Posted: 12 Aug 2008, 00:25
by Andri Pogo
Ásta wrote:Er þetta 400mm?
sorry sá þetta ekki fyrr en nú en jú hún heitir svo mikið sem 70-200mm f/2,8 L USM og kostar lítinn 180.000kall
Frábær linsa finnst mér, en maður þarf að vera í 1.5m+ fjarlægð til að ná að fókusa. Svo er hún svo þung að best var að skella henni á þrífót uppá borð og smella af meðan fiskarnir synda um grunlausir

Posted: 13 Aug 2008, 00:04
by Andri Pogo
fann þessa mynd í gömlu myndavélinni okkar, hefur eitthvað farið framhjá mér en mér fannst hún fyndin
ég var að festa upp gardínur fyrr í sumar og náði ekki að teygja mig yfir búrið þannig ég þurfti að skríða uppí gluggakistuna og liggja þar, alveg við það að detta ofaná búrið.
Inga kom að mér í stressinu og hefur tekið myndina

Posted: 13 Aug 2008, 17:41
by Sirius Black
hehe

en úff það hefði ekki verið gaman að hlunkast ofan á búrið

Posted: 18 Aug 2008, 10:30
by Andri Pogo
Búinn að fjarlægja allan sand úr búrinu:

Posted: 31 Aug 2008, 17:55
by Jakob
Stækkar Pacuinn ekki dálítið hratt miðað við suma fiskana þarna
............. they are 26-28 inches and growing..............last october ( 2007) they were about 6 inches
Þessu var póstað á mfk núna 28 ágúst síðastliðinn

Posted: 08 Sep 2008, 17:04
by Andri Pogo
jú pacuinn stækkar vægast sagt hratt, ég var í fyrstu hræddur um að hann yrði étinn en hann er núna einn mesti hlunkurinn í búrinu.
Ég hef átt hann í 7 vikur, stærðinni bjóst ég ekki við fyrr en eftir jafnmarga mánuði
Annars gengu flutningarnir vel fyrir sig, allir fiskar í góðu lagi, Jaguar parið byrjaði meira að segja að hrygna nokkrum dögum eftir flutninginn en það varð ekkert úr því hjá þeim í þetta skiptið.
Þau hafa þá hrygnt 3 sinnum eftir að ég færði þau í stóra búrið og alltaf hafa hrognin verið ófrjó.
Posted: 08 Sep 2008, 17:51
by jeg
Til hamingju með flutninginn.
Og frábært að allt gékk vel og öllum heilsast vel.
Posted: 08 Sep 2008, 18:01
by Jakob
Hvað er Pacu þá orðinn stór?
Kannski er Managuese kallinn bara eitthvað óeinbeittur

Posted: 09 Sep 2008, 00:07
by Andri Pogo
pacu er svona 20cm á lengd og 15cm á hæð ef ég á að giska.
annars sést stærðin ágætlega hér:
Til viðmiðunar er mældist Clown Knife 35cm í flutningum.
og Jaguar kerlan að passa ófrjó hrogn:

Posted: 10 Sep 2008, 10:43
by Andri Pogo
möl fór loksins í búrið í gær, byrjaði á að skella 45kg í en mun bæta meira í fljótlega.
Ég þreif mölina mjög vel en vatnið varð samt frekar gruggugt þannig að ég gerði vatnsskipti eftir.
Tigerinn hefur stækkað örlítið, úr 17 í 20cm en er líka orðinn feitari.
Aukning um 3cm er nákvæmlega eftir væntingum en þetta er hægvaxta tegund og er miðað við 1cm á mánuði.
Þegar ég mældi hann í gær hafði ég átt hann í nákvæmlega 3 mánuði.

Posted: 10 Sep 2008, 16:35
by mixer
en hvð er pacuin þá búinn að stækka síðan þú fékkst hann??
Posted: 10 Sep 2008, 19:50
by ulli
Andri Pogo wrote:
og Jaguar kerlan að passa ófrjó hrogn:

Fail!
Eru Green terrorin og Managuence ekki alltaf að grafa allt í tætlur?.
búrið hjá mér er allt í litlum lautum eftir nóttina með Dovii

Posted: 10 Sep 2008, 23:00
by Andri Pogo
mixer wrote:en hvð er pacuin þá búinn að stækka síðan þú fékkst hann??
úr 8 í 20cm á 6 vikum!
svo minni ég á þennan ágæta þráð, ég uppfæri reglulega stærðir og myndir af fiskunum mínum
Monsterþráður Andra
Posted: 10 Sep 2008, 23:02
by Andri Pogo
ulli wrote:
Eru Green terrorin og Managuence ekki alltaf að grafa allt í tætlur?.
búrið hjá mér er allt í litlum lautum eftir nóttina með Dovii

Jaguar grafa vinstri helming búrsins vel, eru strax búin að hreinsa botninn.
Green Terror snertir ekki neitt.
Posted: 12 Sep 2008, 22:34
by Andri Pogo
Posted: 13 Sep 2008, 00:00
by Arnarl
Flotta búr og sæt Kisa

Posted: 13 Sep 2008, 00:24
by animal
Athyglivert val saman í búr, fiskar í keppnishæfu formi, afar ánægjulegt að sjá svona vel alda og "solid" fiska, og ekki síður Twiggi litla
Posted: 13 Sep 2008, 12:04
by Elma
jagúarnir eru rosalega flottir!!
ég er líka alltaf að verða hrifnari af Klown Knife fiskunum.
Posted: 13 Sep 2008, 13:25
by Brynja
Glæsileg kvikindi, hlakka mikið til að koma á fund til ykkar að sjá breitingarnar live.
Twiggy er líka hrikalega sæt...

Posted: 25 Sep 2008, 21:30
by Andri Pogo
Fékk gefins einn töffara áðan, ætla að sjá hvernig hann passar inn í hjá mér.
Jaguar parið var ekki svo hrifið af honum og þegar þau voru búin að reka hann burt tók Green Terror við, en þessir stælar virðast fara minnkandi.
orðið alltof troðið hjá mér, sígruggugt og eintóm leiðindi

Posted: 25 Sep 2008, 21:53
by Elma
butti alltaf flottur

Posted: 26 Sep 2008, 07:44
by Jakob
Buttif*ckeri alltaf skemmtilegur, ég segja að þegar að hann stækkar þá gæti það orðið þannig að GT á ekki roð í hann.

Posted: 26 Sep 2008, 20:14
by ulli
ég seiji að þú eigir að forna búrinnu firir Jaguarin eftir nokkur ár....
http://www.youtube.com/watch?v=CNVvX0GR_Sg
Sick
Bara fá sér fiskabúra tryggingu.....