Nú fer maður að huga að þvi að búa til mat handa ungunum og nákvæmlega skal farið eftir leiðbeiningum framleiðanda svo til að viðhalda hitastigi sem farið er fram á þá varð ég mér úti um annað búr og til að rækta artemiuna i en þar stendur skrifað að hitastigið skuli vera 28 gráður við ræktun.
Búrið sem varð fyrir valinu.
Siðan var tekin tveggja litra flaska og botnin skorin úr.
Búrið var fyllt af vatni,dælu til að viðgalda hringrás og hitara sem stilltur er á 28 gráður komið fyrir og siðan er flöskuni komið fyrir á hvolf ofani búrið þannig að brúnin stendur uppúr vatninu.

Þannig helst hitastigið rétt á meðan ræktunin fer fram.
Þá er bara að demba ofani þetta loftslöngu og artemiu þegar þar að kemur.
Hér er maturin sem ég keypti hjá þeim félögum i Dýragarðinum en það er alltaf þess virði að koma við þar og spjalla.
