hæ hæ
ótrúlega gaman að lesa og skoða alla flottu myndirnar þínar, hvernig líður rækjunum þínum? ég er svo hrifin af rækjum og er búin að fjárfesta slatta af glæsilegum rækjum sem ég fæ eftir um svona mánuð, er betra að hafa þær í sér búri? ég er með 2 búr eitt 100l og 90l, í 100l er ég með 2 skala elstu fiskarnir mínir keypti þá fyrir næstum ári síðan svo er ég með 3 ryksugufiska, molly og sverðdraga, í 90l er ég með 1 svartan skala molly, tetrur, 3 eplasnigla (hafa aldrei fjölgað ser

) og 2 guppy kvk og kk. ég var með rækjur í 90l búrinu en þær eru því miður bara horfnar, ég er að byrja með gróður finnst það þvílíkt gaman, vá hvað gróðurinn er flottur hjá þér og ræturnar

mig langar svo að fá fleiri rækjur frá rækjunum sem ég er að kaupa, var að pæla að fjárfesta í ca 30 l. sexkanta búri, finnst það svo flott eða er venjulegt 30l búr betra? ég er búin að vera að lesa og skoða alla færslurnar í næstum 2 tíma og lesa upp fyrir kallinn hvað þinn kall færir þér flottar gjafir

endilega vertu dugleg að setja inn fleiri myndir, þetta er ótrúlega flott
ein spurning í viðbót, hvað eru ryksugufiskar lengi að verða fullþroska og hvernig get ég séð þá hvor er kk og kvk, langar svo að vita þetta en hef ekki fundið neitt svar
takk fyrir og hlakka til að fylgjast með flotta búrinu þínu, nú langar mig í 200l eða stærra búr, þetta er ávanabindandi áhugamál
takk fyrir skemmtilegan og fræðandi þráð
