Andri Pogo - hin búrin mín

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er naumast veldið á þér að fara leigja herbergi undir hoddy-ið :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
BIG RED2
Posts: 88
Joined: 04 Mar 2009, 18:51

Post by BIG RED2 »

ég öfunda þig bara með bakið upp að vegg gerir maður þetta bara betur
skrifaði áður sem big red
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

gudrungd wrote:Andri verður orðinn hvílíkt massaður af því að bera vatn! :ojee:
Þá er nú ekki verra ef hann endurspeglast í glerinu við myndatökur :lol:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Agnes Helga wrote:
gudrungd wrote:Andri verður orðinn hvílíkt massaður af því að bera vatn! :ojee:
Þá er nú ekki verra ef hann endurspeglast í glerinu við myndatökur :lol:
:sterkur:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

hóst hóst... það er nú einjn gaur hér á spjallinu sem leigir herbergi undir fiskana og er að auki talinn massaður... :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ég skellti 100L búrinu upp í dag með Texas parinu, á svo eftir að klæða það og smíða lok:
Image

Fékk svo ansi gott 300L búr+skáp+dælu í kvöld, það var búið að vera í geymslu í nokkur ár hjá fyrri eiganda og var frekar skítugt:
Image

Eftir smá skrúbb var það orðið fínt, stefnan er að setja upp flott gróðurbúr með smáfiskum:
Image
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Spennandi.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

:góður: Rosalega væri maður til í að hafa svipaða aðstöðu eins og þú (Andri) og Hlynur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

vá munur maður, hvernig þreifstu glerið ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það tókst furðu vel og tók bara um 5mín að þrífa glerið.
ég úðaði bara vel á það vatni og skrúbbaði létt yfir með blautri stálull.
Setti svo um 100L af vatni í og tæmdi það aftur til að ná burt gömlum sandi og ryki.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvernig gekk með Texas hrygninguna.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þau átu þessa fyrstu tilraun en ég bíð bara rólegur, kerlan er að springa, hún er svo hrognafull.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Síkliðan wrote::góður: Rosalega væri maður til í að hafa svipaða aðstöðu eins og þú (Andri) og Hlynur.
Ég skil bara ekki af hverju allir eru ekki með fiskaherbergi. :roll:
BIG RED2
Posts: 88
Joined: 04 Mar 2009, 18:51

Post by BIG RED2 »

hver er staðan hér þú og vargur verðið nú að vera duglegir að posta myndum.flestir eru með 1,2 búr hér er mynd efnið meyra
skrifaði áður sem big red
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er allt að koma hægt og rólega, mikið að gera í skólanum og æfingakennslu og fyrir utan það á maður engan pening til að eyða í fleiri fiskabúr :)

ég er annars búinn að fylla 300L búrið, skellti hvítum sandi ofan í og tók aðra tunnudæluna af 720L búrinu og tengdi við til að koma flórunni af stað.
Er með tvær Eheim 2028 tunnudælur á 720L búrinu og fékk aðra eins með 300L búrinu en hún er búin að standa óhreyfð svo lengi að það lekur meðfram þéttingunni, þarf að kíkja á það..
Búinn að kaupa ljós fyrir 300L, rakahelt 2x36W perustæði sem ég ætla að hengja fyrir ofan búrið sem verðu loklaust.

Færði 85L gróðurbúrið úr geymslunni inní herbergi í gær og Texas var að hrygna í annað sinn í dag í 100L búrinu.

Svo er bara næst á dagskrá henda inn 60L búri sem ég á og að smíða grind fyrir 6x200L búr þó ég eigi líklega ekki eftir að splæsa í búrin sjálf á næstu dögum.

Stefnan í dag er s.s. að vera með í herberginu (fyrir utan skrifborð og sófa):
6x200L - aðallega fyrir gróðurræktun
300L
100L
85L
60L
+einhver smábúr undir seiði og annað
-Andri
695-4495

Image
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Post by Toni »

lýst mjög vel á þetta hjá þér :)

Væri gaman að kíkja í heimsókn við tækifæri.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

alltaf velkominn :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
BIG RED2
Posts: 88
Joined: 04 Mar 2009, 18:51

Post by BIG RED2 »

ja hugurin ber mann bara halfa leið og penigurin ser um rest. þetta er mjog flott hja þer.
skrifaði áður sem big red
Alli&Krissi
Posts: 331
Joined: 28 Oct 2008, 16:21
Location: rvk

Post by Alli&Krissi »

eg er með fiskaherbergi :twisted: hehehe
500L,60L,30L,25L.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Búinn að vera síðustu klst að tengja og hengja upp ljósið yfir 300L búrinu, kemur bara þokkalega vel út fyrir ódýra lausn, svo er bara næst að fylla það af gróðri og fiskum :)
Trimac er þarna í skammarkrók ef vel er að gáð:
Image

Texas eru þarna við rótina að hugsa um hrognin sín:
Image

og 85L búrið sem er orðið yfirfullt af allskonar gróðri:
Image
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

er eithvað vandamál með gólf halla í þessu fiska herbergi hjá þer? :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehe það er reyndar frekar ójafnt gólfið, en framglerið á 300L búrinu er límt örlítið skakkt eða þá glerið sjálft skorið ójafnt og það virðist því vera hallandi meira en það er, það er samt bara 1cm munur á vatnshæðinni hægra og vinstra megin.
Ég þurfti samt að hafa 300L búrið á öðrum stað en ég ætlaði því gólfið var alveg ómögulegt á hinum staðnum :?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Þetta er líka svona á 85L búrinu. :-)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já 85l búrið er einmitt á staðnum sem 300L búrið gat ekki verið á
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

tók vel til í 720L búrinu í dag og kom einhverju fyrir í 300L búrinu, maður var hættur að sjá fiskana fyrir gróðri í stóra búrinu og sundplássið var farið að vera takmarkað..
Trimacinn þokkalega sáttur að búa þarna einn og er farinn að fá litina aftur..
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég færði trimacinn í minna búr og skellti 5 litlum polypterusum úti 300L búrið í staðinn.

er með 2 svona:
Image

og 2 svona:
Image

Báðir Delhezi eru með skemmtilegt mynstur á hausnum, hef einu sinni séð svona á mynd áður:
Image

Image

vissi ekki að kristniboð í Afríku væri svona víðtækt :P
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þeir taka þetta allvarlega þarna suðurfrá! :lol:
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Ekkert lítið flott hjá þér Andri !!

Ég væri nú þokkalega til í að hafa svo græna fingur að ég yrði að grisja í búrinu hjá mér. Ég get ekki einusinni haldið Javamosa lifandi í mínum búrum :oops: :oops:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja ég fékk mér ansi flotta fiska áðan :mrgreen:
Fór í Dýraríkið Garðabæ og fékk tvo bláa skala, en ég ætla að gera 300L búrið í herberginu að flottu gróðurbúri með skala í aðalhlutverki.
Annar þeirra er mjög stór og flottur og hinn mun minni. Svakalega fallegur liturinn í þeim stóra þótt þessar myndir hafi verið teknar þótt fiskurinn var nýkominn í búrið:

Sá stóri:
Image

Báðir saman:
Image

Image

Image

og sá litli ásamt albino senegalus:
Image

ég er amk mjööög ánægður með þá :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

til hamingju með bláu skallana :D Mjög fallegir :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply