Page 3 of 5

Re: nokkrar spurningar

Posted: 24 Feb 2012, 22:02
by Kubbur
http://raflampar.is/mos/247/ hvernig lýst ykkur á þessi ?

Re: nokkrar spurningar

Posted: 24 Feb 2012, 22:32
by Squinchy
fínasti lampi, bara skipta matta glerinu út fyrir glært, að hafa 4 perur gefur þér mjög gott svigrúm til að leika þér með litina á perunum, væri líka auðvelt að koma moon light fyrir í þetta

Re: nokkrar spurningar

Posted: 25 Feb 2012, 00:30
by Kubbur
Það er greinilega hellings lif i tanknum hjá mér, sá i mölinni nokkrar rauðar margfætlur og svo taldi eg um 10 pods, hvað gera margfætlurnar?

Re: nokkrar spurningar

Posted: 25 Feb 2012, 00:42
by kristjan
Þessar "margfætlur" eru líklega bristleworm sem er meðlimur i cuc og mjög duglegir við að éta fóðurleifar

Re: nokkrar spurningar

Posted: 25 Feb 2012, 01:11
by linx
Tau virkar ekki eins vel og plastið. Þú færð það í handverksbúðum, sama plastið og er notað í einhversskonar útsaum. þarft svo að ýfa yfirborðið á því upp með t.d. hulsubor. Halda á honum í lófanum og renna honum yfir plast motturnar þangað til að það er komin áferð sem minnir á kaktus áferð.

Re: nokkrar spurningar

Posted: 25 Feb 2012, 01:26
by Squinchy
Ódýrasta pvc að mínu mati má finna í vatnsvirkjanum

Re: nokkrar spurningar

Posted: 25 Feb 2012, 11:46
by keli
Úff það er langt síðan vatnsvirkinn hætti að vera ódýrastur í PVCinu - gesala.is voru töluvert ódýrari seinast þegar ég athugaði það. Einnig mikið betra úrval, það vantar alltaf endalaust inn á milli í vatnsvirkjanum (nema þeir séu búnir að taka sig á síðan ég fór þangað síðast)

Re: nokkrar spurningar

Posted: 27 Feb 2012, 23:34
by Kubbur
af hverju að nota pvc, af hverju ekki bara plastslöngur ?

Re: nokkrar spurningar

Posted: 28 Feb 2012, 05:48
by ulli
Ætlarðu að búa til yfirfall með plast slaungu? :mrgreen:
Það er hægt að setja krana og stækka kerfið með PVC

Re: nokkrar spurningar

Posted: 28 Feb 2012, 09:46
by Squinchy
PVC 4TW!

Re: nokkrar spurningar

Posted: 28 Feb 2012, 10:25
by Kubbur
haha ait

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 15:34
by Kubbur
ég fór og keypti perur fyrir búrið, hingað til hef ég bara verið með eina næturperu en fannst það ekki skipta máli því það var ekkert í búrinu(rangt?)
keypti 3x 20w 1160lm 2700k til að setja efst í búrið, er þetta ekki bara fínt fyrir 180l búr ?

fór að spá í hvort ég gæti ekki notað samskonar perur fyrir scrubberinn ?

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 16:23
by Squinchy
Er þetta ekki alveg hland gult á litinn ? :o

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 16:53
by Kubbur
nei eiginlega bara alls ekki, bláa peran jafnar það rosalega vel út

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 17:42
by Squinchy
Okei, persónulega hefði ég tekið 10.000K frekar en er þetta þá T8 pera ?, kannast ekki við neina 20W flúrperu?

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 18:46
by Kubbur
Þetta eru bara sparperur sem fara i e27 stæði, (ljosaperustæði)

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 20:27
by ulli
Kubbur wrote:Þetta eru bara sparperur sem fara i e27 stæði, (ljosaperustæði)
Image

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 20:57
by linx
http://www.amazon.com/Earthmate-EP4052A ... B001WAL1P0
þetta er meira það sem þú ert að leita að fyrir scrubber, hinar virka held ég ekki nógu vel.
T5 perur og plexí scrubberar hafa verið að koma best út en hinir virka vel engu að síður.
Image
þessi scrubber var að koma vel út t.d.

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 22:19
by Squinchy
:l úff ég veit ekki alveg með sparperurnar, ekki besta nýtni af þannig perum

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 22:44
by Kubbur
Þetta eru nákvæmlega eins og perurnar a scrubbernum a myndinni hjá linx

Re: nokkrar spurningar

Posted: 29 Feb 2012, 23:48
by Squinchy
Þetta setup sem er á þessari mynd öskrar danger, allavegana fyrir einhvern í saltinu, vatn mun skvettast á perurnar og fatningar, salt mun storkna og mun bara enda illa, rafmagn og vatn eiga ekki vel saman :P

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 02:08
by linx
Já þetta er ekki öruggasta setupið sem maður hefur séð (South Africa), en hann virkar eingu að síður. Sjórinn sprautast að vísu frá perunum á fyltermotturnar en það eru margar leiðir til þess að gera þetta öruggara.

Þessar perur hafa verið að koma vel út í scrubberum, hélt að þú værir að tala um aðrar perur.
En það þarf að einangra þær frá rakanum og þessvegna er svo gott að gera þetta bara úr plexy, það væri líka hægt að smíða sér kassa úr plexí sem bara perurnar eru inní.

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 11:33
by ulli
En ert þú ekki að nota þetta sem main ljós yfir búrinu?..
Get ekki ímyndað mér að þú sért að fá gott par rating vs Watt.

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 13:26
by Kubbur
Hmm, gætirðu útskýrt þetta betur ulli

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 15:56
by ulli
Þú sýnir mynd af þessu í Scrubber þar sem það er væntanlega verið að sækjast meira eftir rauða litrófinu í perunum og það er ekki hálfur metri af vatni á milli perunar og gróðursins.
En þú ætlar að nota þetta sem main ljós yfir búrinu sjálfu?+ er búrið ekki mjög hátt í þokkabót?
Ég er mjög efins að þú eigir eftir að halda neinu lífi í kórullum með þessum ljósum..

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 16:13
by Kubbur
hmm okay, það er pláss fyrir 2 perur í viðbót í búrinu, búrið 75 cm á hæð
er með annað búr sem ég fékk gefins sem ég er að spá í að nota fyrir kóralla og snigla
ætlaði að fara í það að smíða sump í þessum mánuði en fjárráð einfaldlega leyfa ekki meira í bili

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 16:47
by ulli
Gætir sett 20 svona perur í viðbót það myndi ekki breita miklu.
Þetta búr er í Dýpri kantinum þannig að ég myndi seija einu möguleikarnir fyrir þig væru LED eða Metal Halide það er að seija ef þú vilt hafa eitthvað af Kórullum sem þurfa á ljósi að halda.
Annars er þetta eflaust fínt fyrir FOWLR búr.

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 16:57
by Kubbur
hitt búrið sem ég er með er bara 46 cm djúptsvo það myndi henta miklu betur í kóralla dót

Re: nokkrar spurningar

Posted: 01 Mar 2012, 17:02
by linx
Þetta er rétt hjá Ulla þessar perur henta einganveginn í neitt annað en að rækta upp þörung, kannski soft koralla í 30cm djúpu búri en það væri samt ekki góð skilirði. fyrir 75 cm búr færi ég í 250-400 MH og það er varla að það taki því að setja T5 perur með því. Nema að þú byggir LR hátt upp. CFL perur eru góðar í þörungaræktun vegna rauða litrófsinns en hann vex vel í um 660nm. Og ef ég fer ekki með fleipur þá villtu hafa búrið í blárri kantinum.

Re: nokkrar spurningar

Posted: 10 Mar 2012, 21:31
by Kubbur
ég var að ná í sjó, og var að spá í hvernig væri best að geyma hann, mætti td geyma hann úti á svölum í tunnu ?