bæði já og nei, þær eru flestar að stækka á fullu en ég set gróðurnæringutöflur hjá sumum þeirra á svona 2 vikna fresti.
Risavalisneran aftast og Cyperus helferi stráin sem eru hægra megin við hana eru svolítið slapplegar því þær eru í svo miklum skugga, ljósin ná ekki nógu vel út í hliðarnar.
Risavalisneran er ekki mjög græn og falleg en vex vel og stráin eru öll í hárþörung.
En stóra Aponogeton boibinianus sem er við rótina vinstra megin stækka eins og brjáluð. Svo undanfarna daga eru byrjaðir að vaxa einhverskonar beinir stönglar uppúr plöntunni miðri og eru farnir að vaxa upp úr vatninu.
Í gærkvöldi var einn stöngullinn nokkra cm frá yfirborðinu en núna er hann farinn að beyglast í lokinu.
Plönturnar í miðju búrinu fá hinsvegar gott ljós og vaxa mjög vel.
Þetta breytist kannski aðeins þegar ég skipti lokinu yfir í T5, sæki það kannski bara á eftir
