Page 3 of 32

Posted: 26 Nov 2007, 14:59
by Andri Pogo

Posted: 26 Nov 2007, 15:04
by thunderwolf
er hákarlinn að æfa sig fyrir Olympiuleikarnir í Kína næsta ár? :lol: sprækur fiskur og ekkert smá falleg búr...

Posted: 27 Nov 2007, 10:14
by Piranhinn
haha, hann er ekkert smá aktívur hákarlinn! :D

Posted: 27 Nov 2007, 10:23
by Andri Pogo
já hann er hress kallinn, maður verður bara soldið að passa að bregða honum ekki, þá fyrst fer hann af stað :shock:

Posted: 27 Nov 2007, 20:56
by Andri Pogo
Skemmtileg mynd af Clown'unum þremur í röð, já og af gróðrinum, sem er allur að koma til finnst mér.

Sverðplantan er kölluð Little Mistery, spíralplantan er Valisnera og RisaValisnera aftast.

Image

Posted: 30 Nov 2007, 13:02
by Andri Pogo
ég fékk gesti í gær sem höfðu ekki séð búrið í einhvern tíma og þau sögðu mér að búrið væri bara orðið mjög tært miðað við hvernig það var....
Svo við nánari athugun kom í ljós að það sést vel í gegnum búrið endilangt, og Channan sem hangir alltaf innst uppí horni sést líka vel, en hún sást varla fyrir gruggi.

Ætli ég hafi bara nokkuð tekið eftir því að gruggið var að fara minnkandi.

Posted: 30 Nov 2007, 13:06
by Ásta
Það er oft að maður tekur ekki eftir því þegar það skeður svona smátt og smátt.

Posted: 04 Dec 2007, 23:52
by Andri Pogo
Jæja tók nýja heildarmynd af búrinu, verst að við vorum að skella bókahillu á vegginn á móti búrinu og því get ég ekki bakkað nógu langt til að ná beinni heildarmynd.

15.okt:
Image

29.okt:
Image

4.des:
Image

Posted: 04 Dec 2007, 23:56
by Gunnsa
Rosalegur munur! Orðið svakalega flott :-)

Posted: 05 Dec 2007, 00:19
by Andri Pogo
takk fyrir það :)

stóri steinninn minn er farinn að hverfa bakvið plönturnar :o
Image

Posted: 05 Dec 2007, 00:23
by jeg
Svaka munur og tala nú ekki um muninn á gróðrinum.
Mun flottara svona.

Posted: 05 Dec 2007, 00:35
by Andri Pogo
Image

Posted: 05 Dec 2007, 09:19
by Ásta
Dafna allar plönturnar vel hjá þér?

Posted: 05 Dec 2007, 12:53
by Andri Pogo
bæði já og nei, þær eru flestar að stækka á fullu en ég set gróðurnæringutöflur hjá sumum þeirra á svona 2 vikna fresti.

Risavalisneran aftast og Cyperus helferi stráin sem eru hægra megin við hana eru svolítið slapplegar því þær eru í svo miklum skugga, ljósin ná ekki nógu vel út í hliðarnar.
Risavalisneran er ekki mjög græn og falleg en vex vel og stráin eru öll í hárþörung.

En stóra Aponogeton boibinianus sem er við rótina vinstra megin stækka eins og brjáluð. Svo undanfarna daga eru byrjaðir að vaxa einhverskonar beinir stönglar uppúr plöntunni miðri og eru farnir að vaxa upp úr vatninu.
Í gærkvöldi var einn stöngullinn nokkra cm frá yfirborðinu en núna er hann farinn að beyglast í lokinu.

Plönturnar í miðju búrinu fá hinsvegar gott ljós og vaxa mjög vel.
Þetta breytist kannski aðeins þegar ég skipti lokinu yfir í T5, sæki það kannski bara á eftir :P

Posted: 05 Dec 2007, 13:16
by Ásta
Svo undanfarna daga eru byrjaðir að vaxa einhverskonar beinir stönglar uppúr plöntunni miðri og eru farnir að vaxa upp úr vatninu.
hún er að blómstra hjá þér :D

Posted: 05 Dec 2007, 13:24
by Andri Pogo
hmmm og hvað þá? :oops: á ég bara að leyfa stönglunum að vaxa upp í lok og beyglast eða klippa þá af..

ég gæti kannski borað gat í lokið og leyft því að blómstra uppúr búrinu :P

Posted: 05 Dec 2007, 13:26
by Ásta
Ég hef bara látið stönglana vera þegar þetta hefur komið fyrir hjá mér, væntanlega kemur svona hvítur kólfur líkt og hjá friðarlilju.

Posted: 09 Dec 2007, 23:24
by Andri Pogo
Jæja þá eru T5 ljósin komin á sinn stað, þau eru 'dimmable' og með smá aukahlut er ég kominn með næturljós.

Mér finnst þetta allt annað, miklu flottara að hafa bara dauft ljósið á búrinu á kvöldin og næturfiskarnir aðeins meira á ferðinni...

Image

Posted: 10 Dec 2007, 12:35
by jeg
Þetta er virkilega smekklegt :wink:
Þokkalega....

Posted: 10 Dec 2007, 12:53
by Piranhinn
Töff svona "moonlight effect" :)

Posted: 11 Dec 2007, 00:59
by Andri Pogo
Skakki Clown knife-inn hefur verið að taka smá vaxtakipp svona til að reyna að halda í við hina örugglega :P
Hann er duglegur að éta og er margfalt meira á ferðinni en hinir tveir, þessi er ekkert feiminn við ljósið eða mig. Hann kemur bara að glerinu og skoðar mig meðan hinir þjóta í felur þegar ég kem nálægt.
Leiðinlegt því þessir stóru eru mjög fallegir en ég á nánast engar myndir af þeim.

En ég hef líka tekið eftir því að hryggskekkjan fer minnkandi eftir því sem hann stækkar og er alls ekki svo áberandi núna.

Image

Image

Image

Image
Renndi mér á rúllustól meðfram búrinu eftir honum og tók mynd, það tókst ekki betur en þetta :lol:

Posted: 11 Dec 2007, 09:15
by Ásta
Helvíti flottar myndir og sérlega sú seinasta.

Posted: 11 Dec 2007, 09:32
by keli
Já, þessi seinasta er góð... Þarf ekkert að vera í perfect fókus, þetta kemur hraðanum skemmtilega í myndina.

Posted: 17 Dec 2007, 22:17
by Andri Pogo
jæja eftir að hafa átt stærri clown knife fiskana í yfir 5 mánuði náði ég loksins einhverjum myndum af þeim stærsta og að mínu mati fallegasta.
Hann er með eindæmum feiminn, það fer vonandi að breytast en ég hef lesið að þeir verða ófeimnari eftir því sem þeir stækka.
Hann er jafn langur og hinn næststærsti, 25cm, en hærri og breiðari.

Image

og hin hliðin:
Image

smá nærmynd:
Image

allir saman, sá jafnlangi er fyrir ofan en sá minnsti, hryggskakki er fjær. Sá er samt búinn að vera að taka vaxtakipp og fer að nálgast hina í vexti.
Image

Posted: 17 Dec 2007, 22:23
by Ólafur
Þessir eru magnaðir,hvað verða þeir stórir?

Posted: 17 Dec 2007, 22:26
by Ásta
Þetta eru svo fallegir fiskar (og myndu sóma sé flott sem seðlaveski eftir að þeir kveðja þennan heim)

Posted: 17 Dec 2007, 22:27
by Andri Pogo
Tæpur meter í náttúrunni en 60cm+ í búrum.

Hérna er stutt video af þeim stóra

http://www.youtube.com/watch?v=4W69WR6_gfY

Posted: 17 Dec 2007, 22:44
by naggur
andsk..... er þetta flott búr ef ég gæti verið með þennan kasssa væri ég ánægður. en verð að láta mig nægja 75l í bili

Posted: 19 Dec 2007, 01:20
by Andri Pogo
Einn gullfiskur var orðinn eitthvað slappur í rúmgaflinum þannig að hann fékk sundsprett í stóra búrinu.
Arowanan var ekki lengi að skella honum í sér, kom mér bara á óvart en hann hvarf í einum munnbita. Verst að ég var ekki tilbúinn með myndavélina :?

Posted: 19 Dec 2007, 11:39
by keli
Það er ekki alveg sniðugast að gefa veika fiska... Því þeir eru jú veikir :)

Mjög algengt að fólk sé að gefa svona fiska sem eru á grafarbakkanum og enda á því að jafnvel drepa megnið af fiskunum úr aðal búrinu sínu..