Hér er góð grein úr Practical fishkeeping og þar er talað um að þær geti farið yfir 90 cm í búrum við góðar aðstæður.
Einhverstaðar las ég að fundist hafi fiskar allt að 1.5 m í náttúrunni.
Já, þetta er einn einfaldasti hrognafiskurinn að sögn Guðmundar
Það sem ég gerði eftir að fá fróðleik um fiskinn frá guðmundi er að ég setti hann í lítið búr, keypti gróður(svona flækju eitthvað, svona eins og þú[sliplips] lést mig hafa), hafði vatnsyfirborðið frekar lágt til að kerlingarnar kæmust ekki í burtu og bamm, komin seyði og þau eiga víst að geta verið með þeim fullorðnu án vandræða, gróður sakar ekki
Haha, svona flækju eitthvað gróður heitir javamosi.
Gaman að ræktunin skuli vera að virka hjá þér, það eflir áhugann bæði hjá gerandanum og lesandanum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gaman að þessu.
Það er mikið um svona fiska sem er nauðaeinfalt að fjölga með því að breyta skilirðum aðeins.
Það eru ótrúlega margir sem jafnvel telja sig með reynslu af ákveðnum fiskum sem halda því fram að ekki sé hægt að fjölga þeim í búrum.
En já, og það fyndnasta við þetta er að ég er bara með þau í 20 lítra búri með svona 10 lítrum af vatni í
Þegar að ég stækka við mig fá þeir 60 lítra búr
nei, það er dagskrá, það er svo margt sem ég hef verið að gera
lagfærði 100 lítra búr og skemmdi daginn eftir
Var að enda við að klára 250 l búr, þarf bara að bíða eftir að síkilkonið þorni
síðan er ég að huga að kaupum á vel stóru búri um næstu helgi
Síðan þarf ég að koma því upp, færa fiska, færa búr og selja nokkur búr
nenni ekki að vera með öll þessi littlu búr lengur, of mikil vinna
Já, ég held að þetta hafi verið vel þess virði.
Ég sá ekki mína fyrstu 5 tímana eftir að ég setti þá ofaní búrið
síðan sá ég glitta í einn, þeir eru víst svakalega felugjarnir??
já mjög felugjarnir og eiginlega ótrúlegt hvar þeir ná að fela sig , var með rætur og steina í búrinu í fyrra og sá þessa gaura sjaldan nema á matartíma 18 cm fiskur í felum á bakvið 10 cm stein gjörsamlega týndur . . húdini átti líklega svona fiska. .
Þá mundi ég líklega selja öll hin búrin, kanski geyma eitt eða tvö, reyna að troða nokkrum inná bræðurna.
Ef einhver hefur áhuga á búrum, þið vitið hvar þið finnið þau
nebbi wrote:annars skiptir það ekki öllu máli hvað maður á stór búr . . þau verða alltaf of litil eftir smá tíma.
Nákvæmlega
Gudjon wrote:
Vargur wrote:Já já, bæði bara.
Ertu með pláss fyrir þau ?
Nei, eiginlega ekki
Þessvegna var hugmyndin að taka þetta 500 og síðan var mér boðið búr á milli 6-700 lítra sem ég ætla að kíkja á í staðinn
1000 lítrar er nú full stórt en manni kitlar við tilhugsunina
Þetta er ein hugmyndin, hin er að fara mér hægt svona einu sinni, taka 500 lítra búrið, leyfa þeim að stækka þar og bæta síðan við mig
Þá mundi ég vera með: 500 l, 200 l, 250 l, 140 l, 100 l og kanski eitt 80 undir seyði
Síðan mundi ég þá losa mig við öll undir 200 og taka stærra búr næsta sumar.....
..... en ef að ég þekki mig rétt þá get ég ekki beðið svo lengi