Í gærkvöldi fann ég dauða Frontosu
Þetta var 23 cm. hængur og eftir að hafa veitt hann upp og skoðað gat ég ekki séð neina sýnilega orsök nema þá helst svokallað "Float" en það lýsir sér þannig að fiskurinn fyllist af lofti t.d. við að éta mat sem flýtur við yfirborðið.
Hann gæti líka hafa blásið upp eftir dauðann, en hann var greinilega ekki búinn að vera dauður lengi því hann var óétinn, m.a. voru bæði augun heil.
Þegar ég ýtti á magann sem var uppblásinn lak úr honum mjög illa þefjandi blóðlituð drulla, ég kúgast við tilhugsunina um þefinn, 12 tímum síðar.
Hann var ekki rispaður eða með sýnileg útvortis sár en vegna lyktarinnar gat ég ekki hugsað mér að kryfja hann. Þá var hnúðurinn á hausnum orðinn frekar linur, ég reiknaði með að hann slappaðist við dauðann.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.