Andri Pogo - hin búrin mín

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gunnar Andri
Posts: 241
Joined: 08 Feb 2010, 17:21

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by Gunnar Andri »

Var hjá Andra að prufa nýju vélina
Og hér eru 3 af puffernum hans;
Image
Image
Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by Andri Pogo »

fínar myndir af töffaranum :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by keli »

Flottur puffer... þeir eru alltaf svo miklir karakterar - stórgaman að þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by kiddicool98 »

gg flottur!
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by Andri Pogo »

Fór með pufferinn í vinnuna í gær, hann var mjög stressaður eftir ferðina en var farinn að synda um eftir 2 klst.
Skildi eftir 4 smáfiska í búrinu til að hressa hann við um helgina.
Ég kíkti í vinnuna áðan og smáfiskarnir voru enn allir á lífi og hann lá bara grafinn allan tímann... hann verður vonandi betri eftir helgi.
Búrið er í 20°C sem er hans kjörhiti og svo ætla ég að byrja að salta í vikunni.

Aðeins betri mynd af búrinu, svo skrifaði ég smá grein um fiskinn og hengdi upp fyrir ofan búrið fyrir áhugasama:
Image

grafinn:
Image

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by keli »

Hentu greininni inn hérna :) Mig dauðlangar að fá mér puffer aftur eftir að lesa þetta hjá þér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by Andri Pogo »

hehe já lítið mál, geri það á mánudaginn þegar ég kemst í vinnutölvuna, hafðu það bara í huga að þetta var skrifað með grunnskólanemendur í huga :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by Andri Pogo »

keli wrote:Hentu greininni inn hérna :) Mig dauðlangar að fá mér puffer aftur eftir að lesa þetta hjá þér :)
Ríki: Animalia / Dýraríki
Fylking: Chordata / Seildýr
Flokkur: Vertabrata / Hryggdýr
Undirflokkur: Actinopterygii / Geisluggar
Ættbálkur: Tetraodontiformes
Ætt: Tetraodontidae
Ættkvísl: Takifugu

Takifugu occelatus er lítill ígulfiskur frá Kína og Víetnam og verður aðeins 10-15 cm á lengd.
Fugu þýðir vatnasvín en occelatus að hann hafi mynstur sem líkist augum.
Til eru yfir 120 tegundir ígulfiska í 20 ættkvíslum og finnast þeir í sjó, ísöltu vatni og í ferskvatni.
Ígulfiskar eru þekktastir fyrir að geta blásið sig upp en það gera þeir til að koma í veg fyrir að ránfiskar eða önnur dýr geti borðað þá. Ekki má þó stríða ígulfiskum í búrum þar til þeir blása sig upp því það er mjög stressandi og getur farið illa með fiskinn.
Ekki nóg með það, þá eru ígulfiskar næst eitruðustu hryggdýr veraldra. Flestir ígulfiskar eru með taugaeitrið tetrodontoxin í líffærum sínum og einnig í litlu magni í roðinu. Eiturmagnið er nægilegt til lama og drepa manneskju!
Takifugu fiskar þykja þrátt fyrir það hið mesta lostæti en aðeins matreiðslumenn með sérstakt leyfi mega matreiða fiskinn því hann er svo eitraður. Margir deyja eftir að hafa eldað fiskinn sjálfir.
Takifugu occelatus eru einnig merkilegir á enn öðru sviði. Þeirra náttúrulegu heimkynni eru í árósum (árós er þar sem á rennur út í sjó, þar blandast ferskvatn og saltvatn og mynda ísalt vatn) og þegar kemur að hrygningartíma (febrúar - maí) synda fiskarnir úr sjónum, upp árnar og hrygna í ferskvatni. Ungfiskarnir synda svo rólega niður árnar í átt að árósunum þar sem þeir setjast að.
Takifugu occelatus komu nýlega á markað sem búrfiskar en þeir eru allir veiddir villtir í Asíu. Það virðist því miður vera mjög erfitt að halda tegundinni á lífi í fiskabúrum en það er þó aðallega skortur á upplýsingum um tegundina sem veldur því. Tegundin er veidd í ferskvatni, þar sem hún er á leið í sjóinn, og er send til gæludýraverslana í fersku vatni. Verslanir selja þá svo áfram sem ferskvatnsfisk en hann þarf í raun ísalt eða saltvatn með tímanum. Einnig þolir hann ekki sama hita og hefðbundnir búrfiskar sem eru í 24-26°C vatni og má hitastig vatnsins helst ekki fara yfir 20°C
Takifugu occelatus finnst gott að grafa sig í sandinn og fylgjast með því sem gerist í kringum sig en hann hefur mjög góða sjón. Hann er mikill einfari og eru því ekki aðrir fiskar með honum í búrinu.
Hann borðar til dæmis rækjur, humar, snigla, krækling, hörpudisk og aðra fiska.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
margreterla
Posts: 57
Joined: 22 Jan 2009, 00:47
Location: Grafarvogur !
Contact:

Re: Andri Pogo - hin búrin mín

Post by margreterla »

kannski svoldið langt síðan að myndirnar af salamöndrunni voru í umtali..
EN Djöööfull er hún nett ! :O vissi ekki að svona salamöndrur væru til !:O
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold :(
Post Reply