Page 30 of 32
Posted: 02 Oct 2009, 18:57
by henry
Ég sá pínkuponsu Ornatipinnis á ~27k hérna fyrir norðan.. Og bara einn til..
Posted: 02 Oct 2009, 20:46
by Elma
kemur bara ágætlega út lokið, ekkert að þessu
voðalega eru þetta mikil krútt, hvað verða þeir stórir?
Posted: 02 Oct 2009, 21:06
by Andri Pogo
fara yfirleitt ekki yfir 50-60cm í búrum, max stærð er 80cm
Posted: 10 Oct 2009, 13:19
by Andri Pogo
Jæja allt gengur vel með nýjustu polypterusana mína, þeir voru 8cm og horaðir fyrir viku þegar ég fékk þá en þeir eru nú komnir í 9cm og búnir að bæta ansi vel á sig.
2.okt:
10.okt, sömu fiskar í sömu röð:
2.okt:
10.okt, sami fiskur:
smá munur
Posted: 10 Oct 2009, 13:31
by henry
Já þetta er allt að koma. Hvað fá þeir að éta?
Posted: 10 Oct 2009, 13:38
by keli
Þetta er enginn smá munur!
Posted: 10 Oct 2009, 13:44
by Andri Pogo
bara rækjur til að byrja með en eru nýbyrjaðir að éta botntöflur.
Posted: 16 Oct 2009, 11:40
by Andri Pogo
Tók þátt í ljósmyndakeppninni á Monsterfishkeepers og vann
gaman að fá svo mörg atkvæði og comment..
http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... p?t=278695
hérna er kosningarþráðurinn:
http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... p?t=275307
Posted: 16 Oct 2009, 11:45
by malawi feðgar
til hamingju Andri virkilega flott mynd.
Posted: 16 Oct 2009, 13:10
by Jakob
Til hamingju með þetta, frábær mynd og á skilið að vinna.
Posted: 29 Oct 2009, 19:57
by Andri Pogo
Endlicheri halda áfram að stækka
hins vegar bilaði ljósið yfir grow-out búrinu og frekar erfitt að taka myndir af þeim, búrið er svo bert að flassið endurvarpast í allar áttir.
á 4 vikum eru þeir búnir að stækka úr 8cm í 11,5 og 12cm og búnir að breikka svakalega. Mér finnst það bara ansi gott, en ég er líka að reyna að láta þá stækka sem hraðast svo þeir komist í 720L búrið. Stefnan er að þeir komist í búrið fyrir jól.
ein léleg mynd:
Posted: 29 Oct 2009, 20:02
by Elma
þvílíkur munur á þeim
Posted: 29 Oct 2009, 21:29
by Jaguarinn
vá hvað hann er flottur hjá þér
Posted: 29 Oct 2009, 23:45
by Andri Pogo
já þeir eru fín viðbót í safnið
ég vona bara að þeir haldi áfram að stækka um cm á viku.
Væri gaman ef maður myndi svo einhverntíma eignast Congicus *hinthint*
Posted: 30 Oct 2009, 00:03
by Jakob
Já, þú átt nú ekki margar tegundir eftir, en það er vel hægt að fá þær allar nema það kostar slatta.
Flottlir Endli, gott mynstur á þeim líka.
Posted: 30 Oct 2009, 00:08
by Andri Pogo
já ég er búinn að vera að skoða hvernig það kæmi út að panta frá bandaríkjunum eða þýskalandi en það væri ansi stór biti, kannski seinna ef gengið lækkar
Posted: 30 Oct 2009, 00:12
by Jakob
Hvar ertu búinn að skoða? þú mátt endilega senda mér linka, þú hefur skoðað rehobothaquatics býst ég við. Mér skilst að þú eigir eftir:
Palmas Buettikoferi
Mokelebembe
Weeksii
Teugelsi
Ansorgii
Bichir Bichir
Endlicheri Congicus
svo líka sp. Dabola og sp. Koloton.
Posted: 30 Oct 2009, 10:15
by Andri Pogo
jú rétt.
tel þessar Dabola, Koliba og Koloton þó ekki enn með þó það væri gaman að eiga þær. ætli þær séu ekki útlits variant af Lapradei frekar en nýjar tegundir en það kemur allt í ljós seinna þegar þær verða skoðaðar betur og skráðar.
Posted: 02 Nov 2009, 18:14
by Karen98
Rosa flot búr hjá þér
Kv.karen
Posted: 16 Nov 2009, 22:07
by Andri Pogo
ekki er það skemmtilegt, Pangasiusinn minn er að drepast í þessum skrifuðu orðum. Búinn að eiga hann í 2 og hálft ár þannig þetta er pínu fúlt
Hann hefur ekki étið í 2-4mánuði, ekki alveg viss hve lengi því hann átti það til að taka 2-4 vikna föstur, sem er eðlilegt fyrir stóra kattfiska en ég veit þó ekki ástæðuna fyrir því að hann er að svelta sig í hel.
Þetta var því bara tímaspursmál hvort hann myndi byrja að éta aftur eða fara að drepast því hann er ekkert nema beinin.
hann er enn á lífi en ég á ekki von á því að hann hressist úr þessu.
Posted: 16 Nov 2009, 22:11
by Sven
Bömmer að missa svona gamlan fisk, er ekki bara málið að stytta honum biðina úr þessu?
Posted: 16 Nov 2009, 22:21
by Andri Pogo
jú, ég ætlaði að gefa honum séns í svona klst i viðbót en gæti stytt það, Polypterusarnir eru farnir að skoða hann
Posted: 16 Nov 2009, 23:33
by Jakob
Hann á ekki séns lengur að dæma af myndunum, leiðinlegt þegar svona fallegir fiskar drepast, skrítið að hann dó, það var hugsað vel um hann.
Posted: 17 Nov 2009, 00:24
by Andri Pogo
drap greyið, mældist 37cm.
Ein mynd til að sýna stærðina(eina jákvæða við dauða fiska er að mynda þá):
sést aðeins í tennurnar hérna, en þær stærri eru flugbeittar en þær litlu sjá til þess að bráðin sleppi ekki út, ég prófaði að stinga puttanum inn og tennurnar héldu honum föstum þar til ég náði að opna munninn með hinni hendinni:
Posted: 17 Nov 2009, 00:39
by Elma
En leiðinlegt, hann var svo flottur.
Hrikalega var hann orðinn horaður, greyið
Posted: 17 Nov 2009, 00:59
by audun
ég hef átt einn núna í sirka 4 mánuði og hann hefur aldrei tekið svonaföstu tarnir. hann bara étur og étur, hann er um 32 -33 cm
Posted: 17 Nov 2009, 09:36
by Karen98
En leiðinlegt
Hann var svo flottur
en svona er þetta bara
Posted: 07 Dec 2009, 22:19
by Andri Pogo
Færði annan Endlicheri í búríð í gær, sá var farinn að taka fram úr hinum í vexti, mældist rúmlega 13cm á meðan hinn er bara um 10cm og mun mjórri.
Sá mjói hefur orðið fyrir einhverju hnjaski, neglt í glerið eða fest sig bakvið hitarann því hann er með hryggskekkju. Ég leyfi honum bara að stækka aðeins lengur í friði og vona að skekkjan lagist eftir því sem hann stækkar.
kominn í búrið:
Posted: 07 Dec 2009, 22:40
by Jakob
Djöfulli stækka þeir, hvað er minnsti polypterusinn stór í 720 lítrunum fyrir utan endli-inn?
Posted: 07 Dec 2009, 22:49
by Andri Pogo
14-15cm senegalus