Page 4 of 32
Posted: 19 Dec 2007, 12:34
by Andri Pogo
keli wrote:Það er ekki alveg sniðugast að gefa veika fiska... Því þeir eru jú veikir
Mjög algengt að fólk sé að gefa svona fiska sem eru á grafarbakkanum og enda á því að jafnvel drepa megnið af fiskunum úr aðal búrinu sínu..
Það er nitrat og nítrít bomba í gangi í gullfiskabúrinu, það náði greinilega ekki að cycla. Þessir minnstu og aumingjalegustu gullfiskar hafa dáið útaf því og fengi síðustu tveir að fara í búrið sem fóður. Ég efaðist um að það væri eitthvað meira að þeim en það er rétt hjá þér, maður veit aldrei.
Posted: 19 Dec 2007, 20:08
by Eyjó
Hvar fékkstu þennan sandblástursand?
Var það hann sem mengaði svona mikið? Hvað ertu svo með mörg kg af honum?
Posted: 19 Dec 2007, 20:33
by Andri Pogo
Eyjó wrote:Hvar fékkstu þennan sandblástursand?
Var það hann sem mengaði svona mikið? Hvað ertu svo með mörg kg af honum?
Sandurinn kemur frá Fínpússningu í hfj, á móti álverinu. Ég held ég hafi notad um 50kg, jafnvel minna. En ég veit ekki alveg af hverju vatnid var svona skýjad en sandurinn átti mögulega sök á því. Annars finn sandur og ódýr.
Posted: 24 Dec 2007, 00:38
by Andri Pogo
Ætlaði að ná skemmtilegu videoi áðan en það gekk ekki alveg sem skildi.
Arowanan fékk einn lítinn gullfisk en gat svo ekki étið hann en hann hefur líklega verið aðeins of stór. Hún náði honum nokkrum sinnum uppí kjaftinn en sleppti alltaf takinu.
Ég náði fyrsta skiptinu á video:
http://www.youtube.com/watch?v=uvJp8ErbTaQ
Svo stekkur hún á hann en hittir ekki:
http://www.youtube.com/watch?v=ikEHVtCyy2I
Svo hérna stutt af Arowönunni bara:
http://www.youtube.com/watch?v=i2K2TUqH-Rg
og smá af Pangasius:
http://www.youtube.com/watch?v=PrSZCZWPF6k
http://www.youtube.com/watch?v=y8DTv683Pyo
mér finnst gaman að skoða video úr búrum á YouTube, það er skemmtileg tilbreyting að sjá fiskana 'live' en ekki alltaf á myndum.
Posted: 24 Dec 2007, 03:55
by Maren
Djöfull lýtur arowanan vel út hjá þér, vex og dafnar. Hvað er hún búin að stækka mikið núna?
Posted: 24 Dec 2007, 11:52
by Andri Pogo
mér sýnist hún vera komin í 20cm núna
Posted: 27 Dec 2007, 12:27
by Andri Pogo
Litli albinoa pangasiusinn minn sem var að fá að stækka í Ingu búri var ansi illa farinn í gær, brichardi höfðu verið að reka hann í burtu.
Hann fékk því að fara í stóra búrið. Hann lifði nóttina af og er ég því bjartsýnn á að það gangi...
Posted: 27 Dec 2007, 13:08
by Ásta
Brikkarnir eru helv... harðir í horn að taka.
Posted: 31 Dec 2007, 01:07
by Andri Pogo
Nokkrar af Segegalus sem voru teknar eftir að kvölda tók í búrinu
Þeir eru komnir í sæmilega stærð og farnir að fitna vel. Sá minnsti er 20cm.
Ekkert flass, enginn þrífótur, mjög lítil birta og ISO fer ekki hærra en 400 þannig að myndirnar ertu teknar á 1/10-1/20 & ljósop 2.0-2.8 svona ca.
Posted: 31 Dec 2007, 01:09
by Gaby
Váááá
,, sjúúklega flottar myndir, enda er fiskurinn sjúklega flottur
,,
Posted: 31 Dec 2007, 01:16
by Andri Pogo
og ekki feimnir við myndavélina
annað en palmas palmas hlussurnar sem hreyfa ekki á sér rassgatið nema rétt til að fá sér loft.
Búinn að eiga þá í yfir 4 mánuði og á engar góðar myndir af þeim
Posted: 31 Dec 2007, 19:37
by Ásta
Flottar myndir.
Posted: 04 Jan 2008, 00:21
by Andri Pogo
takk fyrir.
Ekkert að frétta í búrinu, allt gengur vel og allir eru vinir
Rakst á nálafiskinn í frystinum áðan, sem drapst í okt. og tók nokkrar myndir af honum, verst að framhlutinn á kjaftinum á honum hafði brotnað af:
Posted: 04 Jan 2008, 10:27
by Brynja
ehhh afhverju að frysta dauðan fisk... sem maður ætlar ekki að éta?
Posted: 04 Jan 2008, 10:43
by Ásta
Það er svo sárt að henda svona fiskum beint í ruslið, allavega flottum fiskum sem þessum.
En þetta minnir mig á á að ég á frosin frosk
Posted: 04 Jan 2008, 11:02
by Brynja
haha.. ég er greinilega svona harðbrjósta... mínir fara bara beina leið með Gustafsberg ferjunni út á sjó ef þeir gefa upp andann.
Reyndar sáum við ofsalega eftir Gibba sem við áttum einu sinni... hann var líka alveg heill þegar ég sendan í siglingu... en hvað á maður svosem að gera við þessi grey..
Posted: 04 Jan 2008, 11:47
by Andri Pogo
ég var bara e-ð tímabundinn þegar fiskurinn dó. Ég ætlaði að mæla hann, taka nokkrar myndir af honum, skoða tennurnar aðeins betur og svona, sérstakur fiskur. þessvegna skellti ég honum í frystinn.
Posted: 04 Jan 2008, 12:38
by Brynja
já okey.. auðvitað!... sniðugt að skoða dýrið svolítið... ég er ofsalegur rannsakari í mér en þetta fattaði ég ekki.. híhí..
Sneddí pógo!
Posted: 05 Jan 2008, 23:15
by Andri Pogo
Jæja litli albino pangasius er horfinn greyið og ég gruna að þessi sé saddur...
...þó veit maður aldrei
og nýjasta viðbótin í búrinu, en bara til bráðabirgða held ég, veit ekki alveg hvernig hann mun passa í hópinn en vonandi hagar hann sér vel og lætur aðra fiska í friði
svo koma ekki fleiri myndir frá mér í bili eða þar til ég hef fjárfest í nýju batteryi í myndavélina, það er dautt.
Posted: 08 Jan 2008, 11:43
by Andri Pogo
Það fóru tveir fullvaxnir red-tail shark / labeo bicolor í búrið, þeir plumma sig vel og ólíkt því sem ég hélt eru þeir ekkert að böggast í hvor öðrum.
Svo eru tveir svona í búrinu
Posted: 08 Jan 2008, 13:29
by jeg
Gaman að sjá Plegga Gull með augu
En voðalega er greyjið horaður, verur vonadi fljótur að verða massatröll.
Minn var einmitt frekar rýr þegar ég fékk hann en er núna vel búttaður.
Og augnalaus.
Posted: 08 Jan 2008, 16:45
by Andri Pogo
já hann er alveg innsoginn maginn hann er svo mjór
en þeir verða líklegast fljótir að fitna aðeins svona þegar þeir komast úr búðarbúrum og fá eitthvað meira að narta í
Posted: 11 Jan 2008, 00:34
by Andri Pogo
Frontosan tekur sig bara vel út í búrinu og ekkert vesen.
Posted: 11 Jan 2008, 11:24
by jeg
Já helv... flott.
Er ekki búið að taka hana af söluskrá ?
Posted: 11 Jan 2008, 11:27
by Andri Pogo
neinei hann er enn til sölu
það liggur hinsvegar ekkert svakalega á að selja hann lengur
Posted: 11 Jan 2008, 12:25
by Vargur
Er Frontmundur ekkert að róta og endurskipuleggja botninn ?
Posted: 11 Jan 2008, 13:32
by Andri Pogo
nei hann snertir sem betur fer ekki botninn, dólar sér bara í miðju búrsins.
Posted: 14 Jan 2008, 22:33
by Andri Pogo
nýjustu íbúar búrsins eru tveir Polypterus palmas polli, ~22cm langir og frekar feitir.
Þeir urðu mjög ljósir við að fara í búrið en eru að dökkna smám saman.
var að detta í búrið, takið eftir flotta hárþörungnum sem ég er að rækta:
2 dögum seinna:
Svo eru hér tvö video af þeim:
http://www.youtube.com/watch?v=lK1banH2on8
http://www.youtube.com/watch?v=qMf9DynZoFQ
Vil endilega bæta fleiri svona við mig, látið mig vita!
Pangasiusinn alltaf flottur:
Síkliður búrsins vildi láta taka eina mynd af sér:
Posted: 14 Jan 2008, 22:35
by Gaby
úúúúú
, flott
Posted: 15 Jan 2008, 00:03
by Ásta
Þetta er flott hjá þér Andri.
Hvað étur Ropefish og lætur hann aðra fiska í friði?