Page 4 of 8

Posted: 05 Apr 2008, 11:31
by Piranhinn
keli wrote:Ef hann er að fljóta upp, þá er útlitið orðið frekar svart fyrir hann, því miður.

Hefurðu mælt vatnið hjá þér? Búrið er nýtt, þannig að það er mjög líklegt að það sé ammónía eða nítrít í vatninu sem rtc eru sérstaklega viðkvæmir fyrir. Búrið er ekki cyclað og þú varst fljótur að bæta öllum fiskunum í það.
Skiptu um dágóðan slatta af vatni svo hinir fiskarnir fari ekki að veikjast, bættu smá salti og svo bara vona að kvikindið drepist ekki.

Edit:
Kíkti líka á myndbandið og það hvernig hann syndir er ekki alveg nógu gott. Stór vatnsskipti undir eins!
Pangasiusinn er líka með ansi stóra bumbu (of stóra), þannig að slakaðu pínu á í matargjöfinni, hún ýtir líka undir verri vatnsgæði og það gerir fiskum ekki gott að vera offóðraðir.
Hlýddu manninum! :)
Það sést meira að segja örlítil fitubrák hjá þér, og SÆLL hvað pangó er feitur hjá þér :shock:

Posted: 05 Apr 2008, 12:45
by Atli_Piranha
váá hvað pangasiusinn er orðinn feitur, hann var stór hjá mér en vóó
mér finnst litirnir líka vera svo daufir í honum eins og eitthvað sé að
kannski bara svona feitabollu þunglyndi, myndi slaka á í fóðruninni allavega

Hvernig er það, eru allir hættir að nota loftdælur, sé engar loftbólur og mér finnst ekki vera nein hreyfing á vatninu hjá þér, er alveg nægt súrefni í vatninu hjá þér??

Hvernig eru vatnaskiptin hjá þér?? skiptir þú út vatni og þrífur dæluna líka í leiðinni?? það er ekki gott að gera það á sama tíma og vatninu er skipt út

Notaðir þú ekki neitt úr öðrum búrum sem að þú varst með í gangi þegar þú startaðir þessu búri (eins og tunnudæluna eða vatn úr hinum búrunum til að koma bakteríuflórunni vel af stað áður en fiskarnir voru settir í það)??

Posted: 05 Apr 2008, 21:26
by Jakob
Pangasiusinn hafði ekki borðað í 4-5 daga og tróð sig smá út en ég geri regluleg vatnsskipti á 5 daga fresti um 25-30 % og þríf dæluna á 8 daga fresti.
Ég notaði mikinn hluta vatnsins úr minna búrinu og hafði dælu þar gangandi fyrstu 2 dagana.
Búinn að færa RTC í 140l lítra búr með loftdælu og honum virðist líða betur og hefur aðeins meiri stjórn á því að fljóta svona upp en vonandi batnar þetta.

Posted: 05 Apr 2008, 21:32
by Brynja
eru dælu þrifin ekki allt of oft hjá þér?

Er ekki betra að skipta um ca. 50% vikulega af vatni og hreinsa dæluna u.þ.b. einu sinni í mánuði?

Posted: 05 Apr 2008, 21:38
by Jakob
Veit ekki.Hef verið að hugsa um að þrífa dæluna á 3 vikna fresti en aldrei gert það :)

By the way... bumban á Pangasius hefur farið minnkandi núna með deginum :) :wink:

Posted: 05 Apr 2008, 21:54
by Atli_Piranha
til að halda búr flórunni góðri þá er best að þrífa tunnudæluna sjaldnar og kannski bara skola eða skipta út hvíta filternum svo dælan stíflist ekki en láta hina svampana eiga sig nema að þú þurfir nauðsynlega að skola úr þeim og þá er ekki svo vitlaust að nota búrvatn til að skola úr þeim til að halda sem best í flóruna

Posted: 05 Apr 2008, 22:45
by animal
Alltí lagi að þrífa dæluna 1x í mán ( skola allt úr dælunni úr sama hitastigi og í búrinu) við svona ör vatnsskípti

Posted: 05 Apr 2008, 22:55
by ulli
er samnt ekki best að bara þriva dælunna þegar á þú sérð að hún er byrjuð að stiflast en annars að láta hana vera.ég er með plan á að kikja í mina á 6 mánaðar fresti.en ég er með salt.samnt sem áður sóðar ekkert siðri en rtc ef ekki meiri :lol:

Posted: 06 Apr 2008, 11:26
by Brynja
Atli_Piranha wrote:til að halda búr flórunni góðri þá er best að þrífa tunnudæluna sjaldnar og kannski bara skola eða skipta út hvíta filternum svo dælan stíflist ekki en láta hina svampana eiga sig nema að þú þurfir nauðsynlega að skola úr þeim og þá er ekki svo vitlaust að nota búrvatn til að skola úr þeim til að halda sem best í flóruna


Við skiptum um hvítu fílterana þegar þeir eru farnir að aflagast... skolum þá bara þetta einu sinni í mánuðuði eða á tveggja mánaða fresti.

Við erum með standard dælu sem er í Juwelnum og svo eina tunnudælu.

við tökum tunnuna og skolum allt draslið með volgu vatni. en tökum bara fílterana úr standardnum og skolum þá.. tökum aldrei hitt draslið upp úr.
stundum hreyfum við bara við því og dælum upp úr því.

Svona geri ég þetta og það hefur ekki tekið feilpúst búrið í lengri tíma... allir hraustir 7 9 13! *knok on wood*
meira að segja er aldrei þörungur á neinu í 400L.. nema reyndar þessi sem er svo fastur.. litli svarti. sem SAE myndi éta. á bara ekki svoleiðis gaur.

Posted: 06 Apr 2008, 13:15
by Jakob
Málið er að ég er bara með innbyggðu juwel dæluna ekkert annað.
Ætti ég að fá mér tunnudælu líka?


RTC gað upp öndina í nótt sem að vakti mikla sorg hér á heimilinu :cry:
Það er ekki planið að fá sér annan :) enda hefur annað monster orðið fyrir valinu og kemur líklegast seint í Apríl eða byrjun maí.

Þetta á að koma á óvart :D

Posted: 06 Apr 2008, 13:32
by keli
Fúlt að hann hafi drepist. Nokkuð víst að hann hefur gefist upp á bögginu og líklega hafa vatnsgæðin ekki verið alveg nógu góð heldur.

Passa að búrið sé cyclað og flott áður en þú setur fleiri dýra fiska í :)

Posted: 06 Apr 2008, 14:19
by Jakob
Jájá en hvað með tunnudælu?

Posted: 06 Apr 2008, 14:22
by Vargur
Ef þú ætlar að vera með stóra fiska og hlaða í búrið þá er tunnudæla æskileg til viðbótar við innbyggðu dæluna.
Ég er td með Rena Xp3 ásamt innbyggðu dælunni í báðum mínum 400 lítra búrum og það er líka á döfinni að setja tunnudælu við 240 lítra búrið.

Posted: 06 Apr 2008, 14:31
by Jakob
Búinn að panta rena xp3 hjá tjörva sem að kemur í vikunni :D

Posted: 06 Apr 2008, 15:06
by Vargur
Síkliðan wrote:Búinn að panta rena xp3 hjá tjörva sem að kemur í vikunni :D
Það er ekki verið að styrkja vini sína hérna á spjallinu !
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3006

Posted: 06 Apr 2008, 15:25
by Jakob
OH fyrirgefðu Halli minn auðvitað hefði ég keypt af þér hefði ég verið búinn að lesa þennan þráð :? :)

Posted: 06 Apr 2008, 15:32
by Karen
Halli?!?!?

Meinarðu ekki Hlynur :lol:

Posted: 06 Apr 2008, 17:31
by Jakob
Ah fyrirgefðu hélt að hann væri að benda á þráðinn hans Halla :)
fyrirgefðu Hlynur ég alveg steingleymdi þessu :?

Posted: 06 Apr 2008, 17:38
by keli
Þetta er ekkert vesen, þú bara afpantar hjá tjörva undir eins og pantar hjá Hlyn. Ekkert rugl.

Svo er hún líka ódýrari hjá Hlyn.

Posted: 06 Apr 2008, 18:26
by Jakob
Búinn að því :-)

Posted: 06 Apr 2008, 18:54
by Jakob
jæja stóðst ekki mátið og ætla að segja ykkur að fiskurinn sem að kemur á morgun eða hinn ("pantaði hann fyrir 2 mánuðum :? ) er
Florida/spotted gar :D
Kannski einhver geti sagt mér hve stórir þeir verða :-)
Veit að þeir verða stórir en ekki hve :)

Posted: 06 Apr 2008, 19:14
by keli
Stutt google leit leiddi í ljós að 60cm er ekki óalgengt.


Gerirðu þér grein fyrir því að það er frekar ólíklegt að þú fáir hann til að éta nokkuð annað en lifandi? Það getur kostað ansi mikið hér á landi að þurfa að gefa lifandi fisk nokkrum sinnum á viku...

Posted: 06 Apr 2008, 19:16
by Jakob
Takk fyrir keli.
Ég á nú nokkra gúbbí fiska en ég reyni að setja hann á rækjur.
Bara vera nógu tregur við hann :lol:

Posted: 06 Apr 2008, 19:20
by keli
Síkliðan wrote:Takk fyrir keli.
Ég á nú nokkra gúbbí fiska en ég reyni að setja hann á rækjur.
Bara vera nógu tregur við hann :lol:
Bara að vera nógu tregur einfaldlega virkar ekki á alla fiska. Sumir bara einfaldlega svelta sig í hel frekar en að éta dauðan mat, það er ekki nóg að gera þá svanga.

Posted: 06 Apr 2008, 19:23
by Jakob
Síkliðan wrote:Takk fyrir keli.
Ég á nú nokkra gúbbí fiska en ég reyni að setja hann á rækjur.
Bara vera nógu tregur við hann :lol:

Posted: 06 Apr 2008, 21:30
by Squinchy
Sér pantaðir þú þér fisk án þess að vita eitthvað um tegundina ? :shock:

Posted: 06 Apr 2008, 21:37
by Jakob
Nei nei ég veit alveg dáldið um tegundina :)

Posted: 06 Apr 2008, 22:59
by Andri Pogo
ég myndi nu ekki hafa svona miklar áhyggjur og keli að fá þá af lifandi, það eiga ekki að vera mjög picky á fiskiflök,rækjur og þessháttar.
Annað mál að fá þá til að éta tilbúinn fiskamat, það er mjög erfitt.

en þetta er þrælflottir fiskar, ég var sjálfur að fara að panta svona en hætti við það þegar ég eignaðist arowönuna.

Posted: 06 Apr 2008, 23:06
by Sirius Black
Síkliðan wrote:jæja stóðst ekki mátið og ætla að segja ykkur að fiskurinn sem að kemur á morgun eða hinn ("pantaði hann fyrir 2 mánuðum :? ) er
Florida/spotted gar :D
Var þetta fiskurinn sem að átti að koma í endaðan apríl eða byrjun maí? Eða er það annar :P er svo rugluð í þessu

En annars samhryggist með RTC , örugglega ekki gaman að missa hann svona fljótt enda flottur fiskur :) En er ráðlegt að fara að hlaða aftur stórum fiskum í búrið ef að það er ekki orðið cyclað, þar sem að þú hreinsar dæluna mjög oft og svoleiðis :roll: (og ekki langt síðan að það kom upp) Allavega fyrir mína parta myndi ég ekki taka sjensinn með dýra fiska að setja þá í búr sem að er ekki alveg tilbúið :P

En vonandi gengur þetta allt vel hjá þér :)

Posted: 06 Apr 2008, 23:27
by Jakob
Hann átti að koma seinna en ég fékk símtal áðan sem að beytti þessu :D
Veit ekki var alltaf smá skrítinn (hringsólaði mjög þegar hann fór loksins útúr rótinni).
Líklegast ekki ráðlagt að stafla fiskum af þessari stærð í svona búr en ég fékk víst bara fiskana beint uppí hendurnar svona snemma :-)
En hlakka mjög mikið til að fá hann :-)

Langar mjög að fá mér annan gar af annari tegund veit einhver um gar af annari tegund sem að gæti gengið með þessum?

Hef útilokað Alligator (þótt mig langi fáránlega í hann) því að hann er víst grimmari en flestar hinar tegundirnar og verður stærri.

Longnose virðist vera auðveldur að fá og voru 2 í fiskó um daginn ( annar nú hjá Vargnum. Gæti hann virkað?

Shortnose sem að ég veit ekki mikið um. Virkar hann?

Svo einhverjir fleiri sem að ég nenni ekki að nefna en ef að einhver er með uppástundgu um félaga fyrir gaurinn endilega komið með hana :-)