Page 4 of 5

Posted: 31 Oct 2009, 16:47
by guns
Mjög tignarlegur fiskur.

Posted: 31 Oct 2009, 20:18
by Andri Pogo
góður :góður:

Posted: 31 Oct 2009, 21:58
by Jakob
Frábær fiskur :wink:

Posted: 31 Oct 2009, 23:27
by Ólafur
Takk allir saman.
Já þessi fiskur hefur heillað mig alveg siðan ég sá fyrst Arowönuna hans Guðmundar i Fiskaúr.is

Hún étur á við hross :oops:
Hún fær fyrst allra i búrinu og étur þangað til hún er södd og þá fá aðrir. :)

Gaman að gefa þessu dýri.

Kv

Posted: 12 Dec 2009, 21:24
by Ólafur
Rúmir 30 cm takk fyrir 8)

Posted: 12 Dec 2009, 21:32
by Jakob
Vá, enginn smá vöxtur. Verði þér að góðu félagi!

Posted: 12 Dec 2009, 21:39
by keli
Hvað ertu að gefa henni? Og hvað oft?

Posted: 13 Dec 2009, 12:40
by Ólafur
Það er von að þú spyrð Keli en ég dekra hana mikið og hef gert frá fyrsta degi.
Hún fær fjölbreytta fæðu hérna en aðalega gef ég henni kjöt,hökkuð lamdshjörtu og blanda saman við það rækju. Ég hakka lika niður ýsu og þorsk og gef henni inn á milli þann fisk en stundum þarf ég að svelta hana til að hún taki fiskin þvi kjötið vill hún frekar.
Nú er hún farin að taka mat úr hendini þannig að hún er að verða gæf.
Hef gefið henni Black Molly örsjaldan.
Hún fær að borða einusinni til tvisvar á dag.
Held samt að það fari að hæja á vextinum og hún fari að gildna á móti en þetta er allt i samræmi við fyrri fiskin sem ég átti en hún fór i 34 cm á fjórum mánuðum.

Posted: 18 Dec 2009, 23:48
by Ólafur
Hérna er mynd af Arowönuni og Hyjetuni sem var tekin i dag en þau voru jafn stór fyrir um 3 mánuðum siðan :oops:
Image
Image

Það er alveg ótrúlegur vöxtur á þessu dýri og alveg ótrúlega gaman að gefa þessu að éta

Posted: 19 Dec 2009, 00:09
by Gudmundur
Og hún á eftir að vaxa vel þegar hujetan verður étin :shock:
Stærðar munurinn er orðinn of mikill, spurning hversu lengi arowanan geymir snakkið :wink:

Posted: 19 Dec 2009, 00:31
by Jakob
Ég gef hujetuni 4 mánuði þar til hún verður snakk. Arowönur eru fallegir fiskar, þín er engin undantekning.

Posted: 19 Dec 2009, 00:49
by audun
arowanan min sem er 50 + er med litilli parachanna obscura i buri og hafa tad gott og eru buin ad vera i 3 vikur.

Posted: 25 Dec 2009, 10:53
by Mr. Skúli
audun wrote:arowanan min sem er 50 + er med litilli parachanna obscura i buri og hafa tad gott og eru buin ad vera i 3 vikur.
myndir af henni takk!

Posted: 25 Dec 2009, 11:46
by audun
eg skal reyna ad bua til þrad um burin min eftir aramot. Nuna er eg thvi midur ad treysta kventhjodinni fyrir arowonunum minum og eg er virkilega stressadur, hehe, vildi ad eg ætti konu eins og astu hehe : )

Posted: 09 Jan 2010, 21:35
by Ólafur
Varð mér úti um betri myndavél og tók nokkrar myndir og deili þeim hérna með ykkur af drottninguni :)

Image
[/img]
Image
Image

Posted: 09 Jan 2010, 22:55
by Andri Pogo
flottur :-)

Posted: 10 Jan 2010, 00:36
by Jakob
Flott arowana. Er hún ekki að nálgast hálfa metrann?

Posted: 10 Jan 2010, 01:20
by Ólafur
Hún nálgast 50 cm hratt en það hefur hægt á finnst mér að hún lengist en á móti hefur hún gildnað meira út.
Hún er á bilinu 35 til 40 cm löng og étur ekkert smá :oops:
Núna blanda ég saman kjöti,fiski og rækju i mixer og bý til frosnar flögur úr þvi og það finnst henni algjört sælgæti.

Posted: 30 Jan 2010, 17:01
by Ólafur
Það skeði skondið atvik um miðnætti i nótt en ég er að virða búrið fyrir mér úr fjarska þegar ég sé að Arowanan tekur sig til og stekkur upp i lokið með þviliku afli að hún fer upp úr búrinu og lendir á sófasetti sem stendur i um það bil 2-3 metra frá áður en hún lendir á flisalögðu gólfinu og það held ég að hafi orðið henni til lifs að lenda fyrst á mjúku áður en hún skall i gólfið og þvilik læti sem tók við að koma henni uppi aftur :oops: en það tókst og hún syndir eðlilega um núna.
Þarf að finna einhverja lausn á að njörva lokið fast þvi hún stekkur einfaldlega i gegnum það núna ef henni sýnist.Þvilikt flykki en hún er núna orðin um 40 cm löng

Posted: 30 Jan 2010, 20:08
by Guðjón B
ég var að horfa á dýralífsmynd með arowönu og það er magnað að sjá þær stökkva eftir skordýrum og svona - mig langaði bara að skjóta þessu inní en gott að fiskurinn sé heill :+)

Posted: 30 Jan 2010, 20:12
by Arnarl
GUðjónB. wrote:ég var að horfa á dýralífsmynd með arowönu og það er magnað að sjá þær stökkva eftir skordýrum og svona - mig langaði bara að skjóta þessu inní en gott að fiskurinn sé heill :+)
Manstu hvað hún heitir? :D hef séð hana á Animal planet en man ekki hvað hún heitir hehe

Posted: 30 Jan 2010, 20:13
by Guðjón B
á íslensku heitir þetta Miðbaugur en þættirnir eru á íslensku :)

Posted: 30 Jan 2010, 20:18
by Arnarl
Þá er það ekki sama mynd og ég sá hehe, en back on topic, ertu með einhver framtíðarplön fyrir drottninguna? :-)

Posted: 30 Jan 2010, 20:20
by Ólafur

Posted: 30 Jan 2010, 20:24
by Ólafur
Arnarl wrote:Þá er það ekki sama mynd og ég sá hehe, en back on topic, ertu með einhver framtíðarplön fyrir drottninguna? :-)
Nei ekkert plan en ég læt hana ná 50+ áður en ég hugsa um að koma henni i eitthvað stærra :) Enda hefur snarhægt á vextinum svo ég fæ einhvern tima i viðbót til að halda henni i þessu búri

Posted: 30 Jan 2010, 21:46
by Jakob
duckt tape? :P

Posted: 31 Jan 2010, 12:20
by Andri Pogo
þetta er það eina slæma við annars frábær Juwel lok, þau halda ekki stórum fiskum niðri.
Ég þurfti að raða bókum ofaná 180L búrið mitt gamla til að halda stökkglöðum polypterusum í búrinu.

Er hujetan enn þarna ?

Posted: 01 Feb 2010, 06:30
by Ólafur
Já Andri Hjuetan er til enn og hún og Arowanan virðast vera bestu vinir i augnablikinu,synda mikið saman stundum :?
Já gallin við þessi lok eru að þau eru alltof létt enda er ég búin að setja franskan rennilás utaná lokin og tveir blómapöttar komnir ofaná annað lokið og fullt af drasli og annað á hitt svo ég verð hissa ef hún stekkur i gegn núna en þetta var algjör tilviljun að hún skuli hafa stokkið uppúr akkúrat þegar ég var staddur nálægt búrinu um miðnætti,þú hefðir átt að sjá lætin við að koma henni aftur ofani,eltingaleikin um allt gólf og allt,sprikklaði ekkert smá :lol: :lol: :)

Posted: 15 Feb 2010, 20:11
by Ólafur
Aftur náði hún að stökkva uppúr og nú beint i fangið á einum fjölskyldumeðlimi sem var að horfa á sjónvarpið i mestu makindum.
Varð ekk vitni af atburðinum en að sögn sjónarvotta upphófst mikil atburðarás sem endaði samt vel og strákarnir minir komu henni aftur i búrið en núna aðeins særð en ég vona að hún jafni sig fljótt.

Hefði viljað gefa mikið fyrir að sjá viðbrögðin hjá strákunum minum sem lentu i þessu :-) :D :D enda er hún að verða 40 cm löng

Posted: 15 Feb 2010, 23:12
by Arnarl
Held að það sé tímabært að fara setja einhvað þungt á lokið