Page 4 of 6
Posted: 26 Nov 2008, 00:15
by Elma
mjög smekklegt búr hja þér og fallegir fiskar .
Posted: 17 Jan 2009, 22:55
by Arnarl
Búinn að færa Red tailinn og Green terrorinn yfir í þetta búr, RTC strax orðinn soldið tættur eftir blue acara parið, hann er samt búinn að stækka um svona 3-5 cm eftir að ég færði hann yfir.
Svo leiðinlegu fréttirnar Garinn var drepinn af Blue acara parinu þar sem seiðin voru orðin svo stór og hann hefur ætlað að næla sér í eitt, ég mældi hann ekki en hann var búinn að stækka þó nokkuð.
Posted: 17 Jan 2009, 23:34
by Andri Pogo
úff hundfúlt
Posted: 17 Jan 2009, 23:44
by Arnarl
Jáá! Þetta Helv par er búið að drepa helminginn af búrinu, búið að drepa 2 chönnur, það Kláraði að Drepa Arowönuna mína svo núna Garinn. auglýsi það hér með til sölu á 3000 kr.- eða í skiptum fyrir flotta fiska, einhverjar flottar amerískar síkliður koma til greina en ekki par
Posted: 21 Feb 2009, 18:44
by Arnarl
RTC drepinn, veit ekki hver er sökudólgurinn
Var samt að koma heim með 16 cm P.Senegalus og 20 cm clown knife
Svo fék ég um daginn, 10 cm Pictus líka
Nýr Íbúalisti:
3 x Óskar
1 x Channa Obscura
1 x Long fin pangaseus
1 x Synodontis Multipunctatus
2 x P.Senegalus
1 x P.Ornitapintis
1 x Green terror
2 x Blue acara
3 x Ancistrur ( 2 kvk 1kk)
Svo er slatti af ancistru Seiðum í búrinu
Kem svo með myndir af Búrinu á morgunn
Posted: 21 Feb 2009, 18:54
by ulli
ég væru búinn að flusha þeim
Posted: 21 Feb 2009, 18:58
by Arnarl
ulli wrote:ég væru búinn að flusha þeim
Hverjum?
Posted: 21 Feb 2009, 19:18
by ulli
blue acara parið
Posted: 21 Feb 2009, 20:45
by SteinarAlex
Mjög flott búr
Posted: 21 Feb 2009, 23:00
by Arnarl
Ég ætla með það og Synoinn niðrí búð bráðum, það byrjaði strax að fikta í hnífnum sem heitir Dúmbó, þannig ef ég er að tala um Dúmbó vitiði hvern ég er að tala um
Posted: 22 Feb 2009, 09:40
by Jaguarinn
Posted: 22 Feb 2009, 12:59
by Arnarl
sigurgeir wrote:Channa Obscura
huh?
Posted: 22 Feb 2009, 15:13
by Andri Pogo
Arnarl wrote:sigurgeir wrote:Channa Obscura
huh?
ég veit ekki hvað hann er að bulla, fiskurinn heitir Parachanna Obscura
Posted: 13 Mar 2009, 18:45
by Arnarl
Jæja þá er Aðal fiskurinn kominn til mín, en um er að ræða 26 cm silfur Arowönu
er svo að gera 100 lítra búrið klárt fyrir 2 Micropeltes sem koma heim með mér á morgunn:-)
annars er ekki mikið að frétta nema það að polyterusarnir átu Hákarlinn
Posted: 15 Mar 2009, 00:36
by Arnarl
Jæja þá eru Chönnurnar komnar, 2x channa micropeltes 1x channa orientalis
100 lítra búrið er ekki klárt þannig þær eru í stærsta búrinu mínu sem er 30 lítarar og verða í því í 2-3 daga.
Posted: 15 Mar 2009, 00:53
by Andri Pogo
coolio.
hvert eiga micropeltes svo að fara þegar þær stækka uppúr 100L búrinu og éta orientalis? Varla í 530L búrið með hinum?
Posted: 15 Mar 2009, 00:56
by Arnarl
þær fara í 530 lítra búrið
svo bara í 25 þúsund lítra tjörn sem ég á sem er næstum því tóm
Orientalis er svipað stór og báðar micropeltes.
Posted: 17 Mar 2009, 21:16
by Jakob
Til hamingju með Micro.
Slefaði yfir þessum Micropeltes í Dýragarðinum.
Posted: 02 Jul 2009, 23:31
by Arnarl
Jæja Smá update, búrið var búið að vera nánast tómt í 3 mánuði aðeins 3 Ancistrur og einn tiger pleco, svo sá ég að Elma var að selja garin sinn þannig ég skellti mér á hann
ætli hann sé ekki um 20-25 cm jafn vel meira!
Fékk svo í gær frá vini mínum gefins 7 fiska 5 tetrur og 2 platty þeir voru búnir á um klukkutíma
svo er hann ekkert feiminn og borðar strax rækjurnar sem fara í búrið og syndir um allt búr og sýnir ótrúlega liti
Posted: 03 Jul 2009, 15:15
by Elma
hahha, já hann er fljótur að láta ýmisslegt hverfa.. Sakna hans smá..
svakalega fallegur fiskur og gaman hvað hann er "ófeiminn" og kemur til að snýkja mat.
Posted: 15 Dec 2009, 23:37
by Arnarl
Langt síðan maður hefur sagt frá búrinu, það er ennþá hálf tómt slatti af ancistrum í því svo Garinn sem er örugglega hátt í 30cm, svo það sem fær mig til að hlæja á hverjum degi en það eru 2 huge ass froskar, þeir eru á stærð við góðann hnefa
og bara fyndið að sjá þá synda bringu sund útum allt, þeir fara svo í tjörnina í sumar ásamt tveimur Yellow Belly Skjaldbökum
En Garinn er miklu aktívari eftir að froskarnir fóru í búrið og miklu skemmtilegri
Posted: 15 Dec 2009, 23:48
by Jakob
Nú vantar bara myndir.. Hvernig er með Orientails eða Peltes?
Posted: 16 Dec 2009, 01:28
by Arnarl
Skilaði þeim mjög fljótlega eftir að ég fékk þær. Einu fiskarnir sem ég á núna eru : Garinn og slatti af ryksugum og svo nátlega 3 damselar í sjávarbúrinu og fiskarnir í tjörninni og þessir froskar
Posted: 26 Jan 2010, 20:10
by Arnarl
Frú.Froskur
Tók þessa þegar ég var ný búinn að fá elskuna
Matartími
Hann er með mjög sterka liti núna
Ætla svo að fá mér flr Garra
Posted: 26 Jan 2010, 21:20
by audun
virkilega flottur., eru þeir ekki hundlengi að stækka
Posted: 26 Jan 2010, 22:30
by Elma
Flotti, flotti gar!
Orðinn aðeins stærri og breiðari
Posted: 26 Jan 2010, 23:21
by Jakob
audun wrote:virkilega flottur., eru þeir ekki hundlengi að stækka
Yfirleitt ekki, talað um inch a month eins og hjá flestum fiskum sem stækka frekar hratt.
Posted: 27 Jan 2010, 04:09
by Arnarl
Síkliðan wrote:audun wrote:virkilega flottur., eru þeir ekki hundlengi að stækka
Yfirleitt ekki, talað um inch a month eins og hjá flestum fiskum sem stækka frekar hratt.
Hann er ekki að stækka svona hratt, ekki nálægt því
Posted: 11 Feb 2010, 21:35
by Arnarl
Jæja mikið að gerast hjá mér í dag kallinn orðinn 17 ára
Gaf mér nokkrar gjafir í tilefninu
Bíða í pokunum
Alligator Gar
Atractosteus Spatula
Þetta er nýr og sjaldgæfur fiskur, hann er ekki kominn með neitt fast enskt heiti en latneska heitið er
Luciocephalus Pulcher
Það kom svo einn spotted gar líka, hann er svona 3 cm styttri en gamli og töluvert mjórri, svo fór einn Pictus líka.
Posted: 11 Feb 2010, 23:10
by Guðjón B
Til hamingju með afmælið og Djö... er þetta flottur fiskur en núna ertu víst ekki "16 ára Reykvíkungur"