Stund sannleikans loks runnin upp, 18 dögum á undan áætlun meira að segja
(Uppsetningin í búrinu er bara til gamans, á alveg eftir að fara í þann pakka)

Búrið heldur vatni!!!! kröfum betri helmingsins því mætt
Er að spá í að hafa svo lokið ca. í þessari hæð, gæti verið að ég færi það eitthvað ofar ef ég lendi í einhverju þörunga veseni.
Allar lagnir héldu og ég hef sem betur fer ekki séð einn einsta dropa seytla neinsstaðar. Eheim tunnudælan er þó frekar hávær, verð að finna einhverja lausn á því.
Er svo að koma ljósunum í lokið, verð með 4 39W T5, held að ég sleppi bara speglunum til að lýsingin verði örugglega ekki of mikil til að byrja með, enda verða engar hraðvaxta plöntur í búrinu.
Búinn að ákveða að bakgrunnurinn í búrinu verður mosaveggur, fékk grænt plastnet í garðheimum sem ég set í samloku utan um mosann og festi svo við glerið með sogskálum. Mun nota weeping moss ( Vesicularia ferriei) í vegginn.
Á maður að þora að setja dagsetningu varðandi fyrsta íbúann í búrið??? Gefum því allavega 2 vikur. Búrið er enn mjög gruggugt og verður örugglega vel te-litað í nokkurn tíma þar sem að það er slatti af nýjum rótum í búrinu. Ég sá þó fljótt að þetta sem ég á af rótum er ekki nærri því nóg. Verð því að fara að líta í kring um mig varðandi það.