ca. 600ltr. búr í smíðum

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Góðir hlutir gerast hægt :oops: fyrsti pósturinn í þessum þræði er frá 16. mars :o

En...... ég er búinn að klambra saman kassa fyrir lýsinguna, keypti 2 2*39W ballestar í flúrlömpum í hfj. Er þó ekki viss um að ég verði með alla þá lýsingu í gangi til að byrja með. Byrja e.t.v. bara á að nota 2*39W og prófa svo að auka lýsinguna ef enginn þörungur gerir vart við sig. Útbjó smá hólf aftast á lokinu sem verður með loki og þar ofaní hef ég svo ballestirnar.

Image

Nú þarf bara að pússa - grunna - spartla - pússa - bletta - lakka -lakka - lakka. Stefnan er að vatn fari í búið fyrir 16. september. Fínt að taka svona hálft ár í svona verkefni :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ætlar þú að hafa lokið hangandi yfir búrinu eða láta það loka búrinu alveg ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

það verður hangandi.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Flott að sjá þetta skríða saman. Þetta á eftir að vera glæsilegt.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

rosa flott það sem komið er.. :D
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Stund sannleikans loks runnin upp, 18 dögum á undan áætlun meira að segja :)

(Uppsetningin í búrinu er bara til gamans, á alveg eftir að fara í þann pakka)
Image
Búrið heldur vatni!!!! kröfum betri helmingsins því mætt :)

Er að spá í að hafa svo lokið ca. í þessari hæð, gæti verið að ég færi það eitthvað ofar ef ég lendi í einhverju þörunga veseni.
Image

Allar lagnir héldu og ég hef sem betur fer ekki séð einn einsta dropa seytla neinsstaðar. Eheim tunnudælan er þó frekar hávær, verð að finna einhverja lausn á því.
Image

Image

Er svo að koma ljósunum í lokið, verð með 4 39W T5, held að ég sleppi bara speglunum til að lýsingin verði örugglega ekki of mikil til að byrja með, enda verða engar hraðvaxta plöntur í búrinu.
Image

Búinn að ákveða að bakgrunnurinn í búrinu verður mosaveggur, fékk grænt plastnet í garðheimum sem ég set í samloku utan um mosann og festi svo við glerið með sogskálum. Mun nota weeping moss ( Vesicularia ferriei) í vegginn.

Á maður að þora að setja dagsetningu varðandi fyrsta íbúann í búrið??? Gefum því allavega 2 vikur. Búrið er enn mjög gruggugt og verður örugglega vel te-litað í nokkurn tíma þar sem að það er slatti af nýjum rótum í búrinu. Ég sá þó fljótt að þetta sem ég á af rótum er ekki nærri því nóg. Verð því að fara að líta í kring um mig varðandi það.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

lýtur vel út, verður gaman að sjá þegar ljósin eru komin í gang og einhverjir íbúar.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

mjög flott, hlakka til að fá að sjá mosavegginn..

ég man ekki hvort að það stóð hérna fyrir ofan, en ertu buinn að ákveða hverjir eru að flytja í búrið.. :P
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég stefni á því að hafa 100-150 svartneon, slatta af SAE, slatta af oto, nokkra M. ramirezi.
Lýst svo nokkuð vel á að fá mér nokkrar crystal red rækjur, ættu að vera góðar í að hirða um mosann.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Loksins búinn að ganga frá ljósinu. Græna plastið sem hangir þarna við yfirborðið er samloka með jólamosa á milli og verður bakgrunnurinn í framtíðinni. Er þó svolítið smeykur um að það sé í minni kantinum af mosa í þessu, það verður þá svolítið lengur að mynda góðan vegg. Er þó meiri mosi á leiðinni

Uppsetningin á búrinu er enn bara út í loftið, búinn að láta þessar rætur liggja þarna og láta litinn renna úr þeim.
Annars er búrið svosem alveg tilbúið fyrir eitthvað líf, en ég ætla að reyna að ganga frá þessum bakgrunni fyrst.

Image

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Mjög smekklegt og flott finnst mér. Ef eitthvað þá finnst mér kannski aðeins of mikið af ljósi sleppa út, sem gæti orðið pirrandi til lengdar, og sóun á góðu ljósi. En kannski er þetta bara myndavélin sem nemur þetta svona?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

töff töff, ég hafði þó alltef séð fyrir mér að það yrði lok en ekki hangandi ljós. Ég er með 300L búr með hangandi ljósi og herbergið er alltaf uppljómað og uppgufunin er svakaleg.
-Andri
695-4495

Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Rosalega vel gert :góður:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Takk takk :)
Ljósið sem smitast frá þessu er reyndar ekki jafn svakalegt og það er á myndinni. En stofan er reyndar frekar vel upplýst þegar ljósin á búrinu eru í gangi.
Ég var jefnveg að velta fyrir mér að reyna að útfæra þetta einhvernveginn þannig að ég gæti stillt hæðina á ljósunum. Þá ef maður er með einhverja gesti í stofunni, þá gæti ég lækkað ljósið þannig að það mundi ekki vera eins og flóðljós í stofunni... athuga það við tækifæri.

Annars rambaði ég á helvíti góðan díl á perum hjá Jóhann Ólafsson & Co í sundaborg 9-11. Fékk 2 perur, eina 6500K og hin 8000K saman á eitthvað um 1700 kall og þeir eru með flest allar stærðir þarna, enda umboðsaðili fyrir osram.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég þarf að skoða það! Voru þeta t5ho perur? Mig vantar 2x 80w og 1x 54w.. Það væri ansi djúsí biti ef ég þyrfti að kaupa þær allar í gæludýraverslun
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já 39w perurnar sem ég fékk eru ho. Held reyndar að allar 39w t5 perur séu HO.
Það eru náttúrulega ekki nema gjaldeyrisbraskarar sem hafa efni á þessum perum út úr gæludýrabúðunum.
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Þetta lítur vel út.
Þvílík flugbrautarljós :D
Ég sá þarna ofar í þræðinum að það væri hávaði í tunnudælunni, er hún fest með þessari stálgjörð við skápinn og þessi hávaði kannski út frá því?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Búinn að fixa hávaðann. Sagaði út skápbotninum þannig að dælan kemst niður á gólf og setti svo tvö lög af einhverju svamp mottu dóteríi undir. Hljóðið er þolanlegt núna.
Var þó að pæa að hljóðeinangra skápinn með svona eggjabakka-svamp dóti, ef þið vitið hvað ég meina? Veit einhver hvar svoleiðis fæst?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Búinn að fixa hávaðann. Sagaði út skápbotninum þannig að dælan kemst niður á gólf og setti svo tvö lög af einhverju svamp mottu dóteríi undir. Hljóðið er þolanlegt núna.
Var þó að pæa að hljóðeinangra skápinn með svona eggjabakka-svamp dóti, ef þið vitið hvað ég meina? Veit einhver hvar svoleiðis fæst?
færð svona eggjabakkadýnur í http://www.lystadun.is/
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

þær eru líka til í rúmfatalagernum :wink:
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Lenti í veseni með ljósið, náði að redda lþví á endanum, var eitthvað sambandsleysi í einni tengingu, tók heilt kvöld að finna það :reiður:
En mosinn í mottunum er farinn að taka við sér og komin smá spretta í gegn, er svo bara að bíða eftir að fá slatti meira af mosa til að geta klárað þetta og klesst þessu upp við vegginn, þá get ég loks farið að ganga frá uppsetningunni á búrinu.

Image

Image

Það eru þó komnir 3 svartneon í búrið..... með massíft víðáttubrjálæði.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sven wrote:Annars rambaði ég á helvíti góðan díl á perum hjá Jóhann Ólafsson & Co í sundaborg 9-11. Fékk 2 perur, eina 6500K og hin 8000K saman á eitthvað um 1700 kall og þeir eru með flest allar stærðir þarna, enda umboðsaðili fyrir osram.
Ég fór einmitt þarna áðan, þeir eru reyndar komnir í krókháls núna. Fékk 2x80w perur og 1x 54w á um 5000kr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

OK, fínt að vita að þeir séu fluttir. En já, verðin gerast ekki mikið betri.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hér hefurðu það Keli, en ég kann bara ekki að taka myndir af þessu búri. Ljósið er að setja mig í vanda, fannst þetta eiginlega koma best út með því að nota flassið. Samt ömurlegar myndir, en sýna allavega hvernig þetta lítur út.
Geri svo ráð fyrir að fá mér 12 anubias nana í viðbót, e.t.v. nokkrar anubias peitite og kanski 2-3 golden anubias í viðbót. Vonandi verður mosinn farinn að fylla bakgrunninn sæmilega um jólaleytið.

Image

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

HAha, helvítis nælonsokkurinn með ehfisubstratinu er ennþá í búrinu. Hann er búinn að vera þarna svo lengi að ég er hættur að taka eftir honum.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mjög fallegt, hvaða plöntur ætlaru að hafa í búrinu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þessi mosa veggur verður spennandi að sjá þegar hann verður vel vaxinn

Hefði verið flott að spreyja bakglerið svart
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Já, Squin, ég hefði eiginlega átt að gera það. Þetta er ekki beint spennandi svona á meðan veggurinn er að vaxa. Ég hef reyndar smá pláss á bak við búrið, spurning hvort ég reddi mér lítilli rúllu og langri grannri stöng og reyni að mála bakglerið.

Síkliða, ég ætla bara að vera með ýmsar tegundir af anubias og svo mosa. Mosinn í vegnum er christmass mosi en mosinn á rótunum rétt við miðju er flame mosi. Anubiasinn er nana, coffeefolia, golden og svo ætla ég að fá smá af petite með í þetta.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já held að það sé klárlega málið
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

ég myndi frekar setja svartann papparenning þarna heldur en að rúlla búrið. Kemur aldrei vel út að rúlla eða pensla gler, finnst mér.
Post Reply