Ancistrurnar voru orðnar voða fínar, um 2ja mánaða gamlar þegar ég ákvað að sleppa þeim úr flotbúrunum í búr sem var með vel af brúnum þörungi. Á nokkrum vikum fækkaði þeim úr 1-200 í 5-10stk. Ég hef ekki hugmynd um af hverju.
Það gengur ekki að hafa þær endalaust í flotbúrunum, en ég reyni etv að hafa þær enn lengur næst. Ég er með um 100 seiði í flotbúri núna sem eru orðin 2ja vikna gömul.
Svo var ég að taka eftir því að apistogramma macmasteri parið mitt er búið að hrygna í 32mm pvc rör sem ég er með hjá þeim. Skemmtilegt. Þau eru ein með gömlum brúsknefjakalli, ég hugsa að ég leyfi honum að vera hjá þeim til að byrja með, en ef hrognin hverfa strax þá tek ég hann líklega frá.
varstu með rót í þessu búri sem þú sleftir Ancistrunum í ?
ég er að lenda svoldið í þessu , ætla að prufa að setja rót í búrið hjá þeim.
ég er með seiðin hjá foreldrunum í 4-6 vikur og það eru mjög lítil afföll í því búri (er með rætur í því ) en það hafa ekki verið rætur í rekkanum þar sem ég geimi seiðin síðar.
kv
ellixx
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
Vegna tímaleysis þá er ég að íhuga að selja rekkann með öllu.
Í þeim pakka er:
* 4x ~130 lítra búr, með ljósum, pípulögnum og dælu
* 4x Síhrygnandi ancistrupör, þám eitt sem koma albino seiði undan
* Hellingur af ancistrum
* 4x L134
* Góður slatti af Endler
* Hillur fyrir búrinu frá ísold geta fylgt með.
* Slatti af rótum, plöntum, hrygningahellum og grjóti.
Þetta tekur uþb 90x40 gólfpláss, og hillurnar eru 210cm háar.
Búrin, ásamt pípulögnum og hringrásardælu eru föl á 40þús. Það er auðvitað djók verð og það myndi kosta amk 60-80þús ef fólk ætlaði að smíða svona sjálfur frá grunni. Get hugsanlega látið einhverja fiska fylgja, t.d. hrygnandi ancistrupar.