undirlag í fiskabúr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
skemmi
Posts: 4
Joined: 02 May 2010, 00:43

undirlag í fiskabúr

Post by skemmi »

var að kaupa mér rio 300 búr sem ég ætla að hafa sikliður í og var þessvegna að spá í hvort ég þyrfti ekki að setja eitthvað í botninn á því undir mölina sem sagt til að setja undir alla steinana sem ég ætla að raða upp. eða er bara allt í lagi að setja þetta allt beint á glerið ????
Nielsen
Posts: 218
Joined: 11 Mar 2010, 21:34

Post by Nielsen »

ekkert vitlaust að setja eitthvað filt-efni undir,
fór að hugsa og dettur í hug svona hvítt gúmmínet líkt og er notað á borð í bátum til að hlutir renni ekki til
skemmi
Posts: 4
Joined: 02 May 2010, 00:43

Post by skemmi »

já það hljómar vel. en ætli það sé allt í lagi að setja allskonar gúmmí og svoleiðis dót uppá fiskana, eingin efni sem þau gefa frá sér sem fiskarnir verða ekkert ánægðir með ???
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Post by pjakkur007 »

Ég væri ekkert að setja nein efni i búrið!!
ef þú ert hræddur um að hvassar brúnir sprengi glerið ættiru að byrja á að setja fínan sand í botnin svona 1-2 cm og svo perlumöl ofan á það 2-3 cm ef þú gerir það geturu hlaðið hverju sem er í botnin

ef þú vilt hinsvegar endilega gera hleðsluna beint á glerið er það oftastnær í lagi nema glerið sé á lofti frá plötuni sem búrið stendur á.

svo mætti bara líma neðaná neðstu grjótin smá plast eða plexy gler með solvent free kítti eða fiskabúra sílikoni
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi amk ekki nota neitt gúmmídæmi.

Sumir hafa notað egg crate sem fæst í flúrlömpum í hafnarfirði. Það hefur reynst vel og er í lagi í fiskabúr.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply