Smá pælingar í gangi hérna, vantar að fá svar við nokkrum spurningum til að geta velt þessu betur fyrir mér
Ég á búr hjá foreldrum mínum (mín 25fm stúdíóíbúð býður ekki upp á margt). Þar er ég með 2xbalaháfa, 2x skala og e-ar ryksugur og bótíur. Balaháfarnir eru orðnir allt of stórir fyrir þessa 160l, en ég er ekkert svo viss um að foreldrar mínir væru hrifnir af neitt mikið stærra búri (og þá eingöngu vegna þrifamála - það er nógu mikil vinna að þrífa þetta búr, hvað þá stærra).
Pælingarnar eru tvær.. að fá mér stærra búr með góðri dælu. Er aðeins farin að skoða búrin á söluþræðinum.. Þau þurfa að líta vel út (þau eru með þetta í forstofunni) en samt ekki of dýr..
Önnur pælingin var að selja balahálfana (með miklum söknuði) og skalana og fylla það af gróðri og minni og litríkari fiskum (t.d. hóp af neon-tetrum og jafnvel e-a gotfiska). Hafa þetta litríkt og flott. En þá koma spurningarnar:
Hvað er eðililegt söluverð á svona stórum balaháfum og skölum? Gæti ég haldið bótíunum þó ég fengi mér allt aðra fiska? (er með 3x tígris og 1x trúða.. orðnar sæmilega stórar) Hvar er hægt að fá ódýran gróður og smáfiska? Væntanlega hjá Varg bara?
Þetta er nú engin neyðaraðstoð, en ég væri alveg til í að fá álit ykkar á þessum vangaveltum..
Breytingar á búri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Til að byrja með eru þetta ekki balahákarlar heldur pangasius kattfiskar (Pangasius hypothalamus).
Þeir eru, eins og þú veist svosem, orðnir of stórir fyrir búrið og það væri langbest að selja þá og fá þér eitthvað minna.
Það er því miður ekki hægt að fá mikið fyrir þessa fiska í þessari stærð, það er mjög lítill markaður fyrir þessum fiskum í stærri kantinum.
(~2-3000kr stk) en vissulega betra fyrir fiskana þrátt fyrir það
Þeir eru, eins og þú veist svosem, orðnir of stórir fyrir búrið og það væri langbest að selja þá og fá þér eitthvað minna.
Það er því miður ekki hægt að fá mikið fyrir þessa fiska í þessari stærð, það er mjög lítill markaður fyrir þessum fiskum í stærri kantinum.
(~2-3000kr stk) en vissulega betra fyrir fiskana þrátt fyrir það
Takk fyrir svarið Já ég hefði átt að vita það, kallast þeir þá bláhákarlar á góðri íslensku? Fannst ég hafa heyrt e-ð B__hákarlanafn þegar ég var að spurja hvaða fiskar þetta væru..
Væri ekki best að selja skalana líka? Er ekki frekar takmarkað af minni fiskum sem ganga með svona stórum skölum?
En bótíurnar? eru þær nokkuð að angra litla fiska þó þær séu orðnar stórar?
Væri ekki best að selja skalana líka? Er ekki frekar takmarkað af minni fiskum sem ganga með svona stórum skölum?
En bótíurnar? eru þær nokkuð að angra litla fiska þó þær séu orðnar stórar?