Ég er að fara að gera nýtt land handa skjaldbökunum mínum, seinast var ég með úr viði, ætla núna að gera soldið öðruvísi er bara ekki 100% viss hvernig, ætla að stefna á að hafa það úr plexigleri, semsagt ætla að láta saga fyrir mig glerplötur, en svo fór ég að spá í hvernig ég ætla að festa þær saman, landið verður uppi á búrinu.
Er ekki hægt að kítta hliðarnar saman með svona fiskakítti úr fiskó? Helst það?
Einhverjar hugmyndir hvernig ég ætti að hafa rampinn og festa hann á? maður fer náttla ekki að negla í þetta :p
og já væri frábært ef þið gætuð nefnt einhverja staði sem geta sagað fyrir mig svona plexiglerplötur og eru með sanngjarnt verð. er á höfuðborgarsvæðinu.
Væri frábært að fá einhverjar hugmyndir
