Að breyta úr T8 í T5

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Að breyta úr T8 í T5

Post by ibbman »

Ekki hefur eh hérna inni reynslu af því hvað flúrlampar eða sambærileg fyrirtæki eru að taka fyrir það að breyta þessu alveg complete ?

Er með 720 lítra akvastibil búr og ég hafði hugsað mér að láta breyta eða "smíða" allt nýtt fyrir ljósabúnaðinn í lokið.
Jafnvel ætlaði ég að hafa dimmer á þessu, er ekki eh fróður/ fróð um þessi mál sem getur skotið á mann tölu hvað þetta hefur verið að kosta aðra sem hafa verið að láta gera þetta ?
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

Ég veit að þetta hjálpar þér sennilega lítið, en ég lét breyta ljósi á 60l búri úr T8 í Tvær T5 og það kostaði 12.000 kr í Flúrlömpun.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mjög auðvelt (en líklega dýrasta lausnin) að kaupa bara nýtt ljósaunit fyrir akvastabil búrin og skipta um.
Renna T8 úr lokinu og renna T5 í... ég hef gert það og tekur nokkrar mín.
Ætli báðar T5 ljósastæðurnar kosti ekki eitthvað 40-50þ+, án þess að vera viss...
-Andri
695-4495

Image
Post Reply