FISKABUR 54 litra

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
makarakikiri
Posts: 4
Joined: 19 Aug 2010, 21:25
Location: Grafarvogur / Grindavík

FISKABUR 54 litra

Post by makarakikiri »

Ég er með 54 lítra fiskabúr sem ég hef engin not fyrir, reyndi að hafa fiska en gekk ekki.

Í tvískipta lokinu er ABS raka- og vatnsþétt ljósasamstæða sem þolir að vera ofan í vatni um stund, Það er þannig útbúið að auðvelt er að koma fyrir sjálfvirkum fóðurgjafa.

(eins og þetta, nema svart)

http://verslun.tjorvar.is/popup_image.php?pID=5061

með búrinu fylgir:
* Hitari / Hitamælir
* Hreinsidæla
* Loftdæla (hljóðlát og með loftsteini á endanum svo það koma búbblur)
* Bakgrunnur
* 2 tegundir af sandi (Svartur og grænn / Hvítur og blár)
* Eitthvað af skrauti (litrík plastplanta, hellir, akkeri, kuðungur)
* 2 tegundir af fiskamat

Hreinsidælan notar þrjár aðferðir til að fjarlægja úrgang.
- síar burt úrgang.
- bakteríur sem eyða ammóníaki og nítrati.
- eyðir lykt og skýjamyndun.
Auðvelt er að fjarlægja dæluna á þess að hella niður vatni.

Hitaranum má snúa hvernig sem er og hafa alveg í kafi, með honum fylgir sérstök festing sem heldur honum á sínum stað og á glerinu.

Ég er líka með háf, sköfu (til að skafa óhreinindi af glerinu), slöngu (til að taka vatn úr búrinu) og lítið plast-ferðabúr (með loki og haldfangi)

Einungis búrið sjálft kostaði 25.000 kr. nýtt
Allur búnaður sem fylgir með er um 20.000 kr. virði

(óskýr mynd, en þetta var eina myndin sem ég á af búrinu)

Image
makarakikiri
Posts: 4
Joined: 19 Aug 2010, 21:25
Location: Grafarvogur / Grindavík

Post by makarakikiri »

...
User avatar
Mía
Posts: 12
Joined: 26 Aug 2010, 11:21

Post by Mía »

Myndin virðist ekki birtast?

Hvað ætlarðu að selja þetta á?
makarakikiri
Posts: 4
Joined: 19 Aug 2010, 21:25
Location: Grafarvogur / Grindavík

Post by makarakikiri »

Það er búið að bjóða 17 þús, en þá yrði það ekki sótt fyrr en eftir hálfan mánuð og ég þarf helst að losna við það sem fyrst.

Ef einhver gæti sótt það fyrr fengi hann/hún það á 17 þús.

(set inn link af myndinni seinna í dag)
Post Reply