
ég held að annar fiskurinn hafi verið að koma fyrir eggjum eða eitthvað í búrinu, og auðvitað á dæluna! veit ekki hvort fiskurinn sé að reyna koma þeim fyrir á plöntunni eða hvað en einhverra hluta vegna þá enda þessar "kúlur ? " hrogn eða hvað sem þetta er alltaf á dælunni. Þetta hefur gerst 3-4 sinnum áður og í öll skiptin hafa "kúlurnar" verið frekar stórar, og eiginlega hvítar, næstum eins og þær væru loðnar, en núna er kominn ágætis skammtur á dæluna og flestar "kúlurnar" eru glærar, en nokkrar svona alveg hvítar inn á milli, hvað er eiginlega að gerast í búrinu mínu ????
tók eftir því fyrir 2 dögum síðan að annar fiskurinn byrjaði að ýta dælunni (er föst með sogskálum) eitthvað til hliðar og núna er hún skökk með þessum kúlum á ... þetta er alveg mystery fyrir mér. ég hélt að þetta væru 2 strákar! hvað er í gangi ?