Page 1 of 1

Kynning á búrinu mínu

Posted: 30 Aug 2010, 17:44
by kristjan
Ég er með 350 lítra Juwel búr og tunze compact kit 16 sump. Það eru komin nokkur ár síðan ég byrjaði í saltinu, byrjaði með 300 lítra heimasmíðað búr, svo fékk ég mér 720 l. aquastabil sem fór í skjálftanum 2008 og eftir það fékk ég mér þetta búr sem ég er núna með.

í búrinu hjá mér eru 3 straumdælur tvær MaxiJet1200 öðru megin og svo eitthvað eheim powerhead hinum megin. Er að bíða eftir Hydor koralia evolution 5200 sem ég keipti á netinu til að bæta strauminn hjá mér sem er ekki nógu góður eins og er. Ætli ég þurfi aðra ??

Ljósin eru frá Dupla og eru 2x150w Metal Halide + 2x 24w bláar fluor

Hef í gegnum tíðina lent í ýmsum áföllum, nú seinast suðurlandsskjálftinn árið 2008 sem setti smá pásu á áhugann og því er ekki mikið líf í búrinu eins og er en það eru eitthvað um 40 kg af liverock, einn Royal Blue Damsel og finger leather kórall sem ég var að skipta í tvennt. Nú er svo komið að því að koma sér aftur upp flottu búri.

En hér eru nokkrar myndir

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Gamla 720 l.
http://www.dyragardurinn.is/spjall/view ... tjani#p343

Posted: 30 Aug 2010, 19:43
by Squinchy
Lýst vel á þetta hjá þér :), hvar ertu að fá sandinn í búrið hjá þér ?

Posted: 30 Aug 2010, 21:59
by eddi
fór ekki allt á flot hjá þér þegar skjálftinn var?

Posted: 31 Aug 2010, 21:46
by kristjan
hvar ertu að fá sandinn í búrið hjá þér ?
Þegar ég keipti 720 lítra búrið fékk ég allan sandinn sem var í því með og blandaði sandinum úr 300 lítra búrinu við. Þetta er frekar grófur sandur.
fór ekki allt á flot hjá þér þegar skjálftinn var?
Rafmagnið fór af húsinu með þeim afleiðingum að dælan í sumpnum hætti að dæla og slangan sem skilaði vatninu uppí búrið losnaði af festingunni sinni og datt ofan í búrið þannig að hún sogaði rúmlega helminginn af vatninu á stofugólfið en sem betur fer hélst búrið á standinum þó það færðist aðeins. Þurfti að skipta um gólfefni á allri íbúðinni, þetta flæddi út um allt nema herbergin en þar var ég með annað búr með síkilliðum sem fór á hliðina og brotnaði þannig að þar blotnaði allt líka.

Posted: 31 Aug 2010, 22:45
by eddi
bara heljarinnar vesen pff