Vegna þess að ég er að flytja verð ég aðeins að minnka við mig í búrunum.
Ég keypti búrið og skápinn notað í vor og það lítur mjög vel út. Glerið er aðeins rispað að framan á einum stað, en það er ekkert áberandi nema maður sé að rýna í það.
Tunnudæluna keypti ég nýja í vor og hún er stútfull af allskonar media sem heldur búrinu alveg kristaltæru og svo er hún mjög hljóðlát.
Það er svo svartur Juwel Structure bakgrunnur í því.
Verðhugmynd: 70 þús.
Ég er líka opinn fyrir tilboðum ef það er ekki eitthvað fáránlega lágt.
