Nota þráðinn sem dagbók/minnisbók og bæti við myndum eftir því sem tímanum líður og krílin stækka.
Athugið að upplýsingarnar eru aðeins samantekt af reynslu og því sem ég hef lesið mér til um og eru ætlaðar til fróðleiks og skemmtunar

_____
Fyrstur er:
Polypterus Senegalus sem ég eignaðist þann 1.maí 2007
Uppruni: Austur-, Vestur- og Mið-Afríka
Stærð: Allt að 40cm en oftast ekki meira en 30cm í búrum
Senegalus er með forneskjulegt útlit, enda hefur tegundin verið til í milljónir ára nánast óbreytt. Er með sérstaka eyrugga sem hann notar til að ýta sér áfram og lyftir sér upp á þeim þegar hann lítur í kringum sig. Eru einnig með nokkruskonar lungu og skýst hann upp á yfirborðið til að sækja sér loft öðru hvoru. Getur lifað á þurru landi í allt að fjóra klukkutíma.
Er árásagjarn á aðra sömu tegundar, en geta verið fleiri en einn ef allir hafa sinn eigin felustað. Þekktir fyrir að sleppa úr búrum og því skal búrið vera vel lokað.
Er frekar felugjarn á daginn og er meira á ferðinni eftir að ljós hafa verið slökkt.
Senegalus er þó aktívasta tegund Polypterusa og er mikið meira á ferðinni en aðrar tegundir.
Senegalus sér illa og þefar uppi matinn. Það getur tekið hann smá tíma og er gaman að fylgjast með því. Borðar alla litla fiska sem hann kemur upp í sig en er annars friðsamur.
ATH, mun nánari upplýsingar um Polypterus fiskana eru að finna hér:
Monsterhornið - Polypterus
1.maí '07:

2.maí '07:

31.maí '07:

31.maí '07:

23:júlí '07:

1.ágúst '07, 2 minni Senegalus bætt við, kk&kvk:

1.nóvember '07, nýja kvk:

1.nóvember '07, nýi kk:

21.janúar '08, eldri kk 25cm:

27.maí '08, sá elsti drapst úr bakteríusýkingu:

-hinir tveir drápust líka skömmu seinna.
2.desember '08, 15cm Senegalus kk bætt við.
29.desember '08, 15cm Senegalus kvk bætt við:

29.september '08, kk:

30.september '08, 22cm Senegalus kk bætt við:
