Ég fékk Am-Top 3337 tunnudælu með búrinu mínu og hún var ef satt skal segja bara mjög ógeðsleg.
Það er tvennt sem ég er að pæla varðani dæluna.
1) Hvernig er best að hreinsa slöngurnar að innan. Ég er búinn að keyra heitt vatn í gegn en það dugaði skammt.
2) Það vantar annann filterinn í dæluna. Get ég notað eitthvað annað í staðinn? Mér datt í hug að nota taubleyju í þetta þangað til ég fæ filter svo ég geti allavega komið þesu í gang. Er það ekki bara ágætis hugmynd?
Unnar
Dælu vesen.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Slöngubursta á slöngurnar, þú getur líka rent spotta í gegnum þær og bundið svo í eitthvað hreinsiáhald og dregið í gegn aftur.
Oft er líka bara fínt að þurka slöngurnar og lemja svo bara drulluna úr þeim.
Þú getur notað nánast hvað sem er í dæluna, td. klippt niður svampa, sett í hana plastappa af gosflöskum eða nánast hvað sem þér dettur í hug sem ekki leysist upp í vatni eða gefur frá sér lit eða óæskileg efni. ég mundi ekki mæla sérstaklega með taubleyju ef hún hefur farið í gegnum þvottavélina.
Einnig er líka alveg í fína lagi að hafa bara annað hólfið tómt til að byrja með.
Oft er líka bara fínt að þurka slöngurnar og lemja svo bara drulluna úr þeim.
Þú getur notað nánast hvað sem er í dæluna, td. klippt niður svampa, sett í hana plastappa af gosflöskum eða nánast hvað sem þér dettur í hug sem ekki leysist upp í vatni eða gefur frá sér lit eða óæskileg efni. ég mundi ekki mæla sérstaklega með taubleyju ef hún hefur farið í gegnum þvottavélina.
Einnig er líka alveg í fína lagi að hafa bara annað hólfið tómt til að byrja með.
Last edited by Vargur on 29 Jun 2007, 00:44, edited 1 time in total.
Ég myndi þrífa slönguna með slöngubursta ef þú getur fengið hann mjóan í nágrenni við þig. Jafnvel hægt að festa stífan vír á endann á skaftinu til að koma honum lengra inn.
Eða setja einhverja tuskudruslu á langan og stífan vírenda og renna honum þannig inn.
Það ætti að vera í lagi að nota bleyjuna nema hún sé of þétt?
Eða setja einhverja tuskudruslu á langan og stífan vírenda og renna honum þannig inn.
Það ætti að vera í lagi að nota bleyjuna nema hún sé of þétt?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Ég held satt að segja að ég fái bara ekki slöngubursta á svæðinu. En þetta með að draga eitthvað í gegn var eiginlega of augljóst til þess að ég fattaði það.
Ég ætla að prófa að segja bleyjuna í þetta. Þetta er bara venjuleg taubleyja svo það ætti að renna ágætlega í gegn. Kannski er bara best að ég hafi hana bara einfalda.
Takk fyrir þetta gott fólk
Ég ætla að prófa að segja bleyjuna í þetta. Þetta er bara venjuleg taubleyja svo það ætti að renna ágætlega í gegn. Kannski er bara best að ég hafi hana bara einfalda.
Takk fyrir þetta gott fólk