Ulli: Hitastigið er fint hjá mér, allavega kvarta greiin ekki.
Sorgardagur hjá mér í dag.
Ég lét sérsmíða stand undir búrið hjá mér og lítur hann frábærlega út nema hvað ég þarf að tæma allt búrið og er með ca 50l fötu undir greiin og er hitari og loftsteinn í fötunni. Kem búrinu yfir á hinn standinn brasa eitthvað við að þrífa tunnudæluna, bara svona aðeins að skola mestu drulluna en ekki of mikið til að drepa ekki bakteríuflóruna. Sé ég ekki eitthvað stikki sem ég hef ekki hugmynd hvert á að fara og ég kem henni ekki til þess að virka!! Ahhhh!
(Þannig ég hef straumdælu og loftdælu til að halda vatninu á hreyfingu og svo hitara.)
Svo þegar ég á endanum næ að fylla búrið og kem þeim í það varð um yfir 30% affall af þeim. Greiin hafa bara ekki þolað þetta allt, flest allt kellingar sem dóu
Þannig ekki góður dagur þótt búrið sjálft líti mjög vel út.
Þannig ef ykkur vantar að losna við malawi þá þætti mér mjög vænt um það ef þið sendið mér póst.