ég fæ ekki amtop dæluna mína til að virka, hvað á maður eiginlega að gera til að fá þetta í gang? dælan virðist vera í lagi en hún er ekki að sjúga vatn "uppí" sig og þar að leiðandi fæ ég hana ekki til að filtera neitt.. hvað get ég gert.
(þetta er amtop professional 3336)
Dælan sýgur ekki neitt. Þú þarft að koma renslinu af stað sjálfur.
1. Þú fyllir inntaksslönguna af vatni og hefur endan ofan í búrinu.
2. Opnar fyrir lokana við dæluna og þá fyllir dælan sig af vatni.
3. Bíður í 2 mínútur og setur svo dæluna í samband.
Randsley wrote:Prófaðu að sjúga úr slöngunni sem dælir út.
Ég geri þetta venjulega. Annar endinn af dælunni í vatninu, hinn endann sýg ég, bara rétt til að koma rennslinu af stað. Svo fyllist dælan í rólegheitunum og þá fyrst getur maður sett hana í samband.