Fiskabúr fyrir yngstu börnin á leikskóla

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Fiskabúr fyrir yngstu börnin á leikskóla

Post by Hrafnkell »

Börnin mín eru á leikskólanum Smárahvammi í Kópavogi. Á deild yngstu barnanna, Hvammkot, var fiskabúr hluta síðasta vetrar. Þetta búr var í eigu starfsmanns sem nú er hættur og tók búrið með sér.

Starfsfólkinu fannst hafa svo góð áhrif á börnin að hafa búrið að þau óskuðu nýverið eftir aðstoð foreldra við að koma upp nýju búri. Það væri alltaf hægt að fara með einhvern leiðann eða grátandi að skoða fisk :)

Sem fiskaáhugamanni og meðlimi í foreldrafélaginu rann mér auðvitað blóð til skyldunnar að útvega búr snarlega. Það var því sannarlega heppilegt að Vargur, einn umsjónarmaður fiskaspjall.is og eigandi vefverslunarinnar www.petshop.is er umhugað um framtíð þessa lands :) og ákvað því að gefa okkur góðan afslátt af Rena Aquarama 80 búri (sem var nú ódýrt fyrir).

Ég geri ráð fyrir að búrið fari upp strax eftir helgi. Ég kem auðvitað með myndir af því.

En á eftir að velja íbúa í búrið. Í búrinu sem var fyrir voru nokkrir gullfiskar og ancistra. Það er í sjálfu sér ágætt val fyrir fiskabúr á deild minnstu barnanna (1,5 - 2,5 ára). Gullfiskar eru litríkir og gjarnir á að koma þegar einhver kemur að búrinu.
Ýmislegt annað kemur líka til greina. Kannski er réttast að fara ekki of geyst í að bæta í búrið, byrja á einhverri lítilli torfu af tetrum, bæta svo einhverjum aðeins stærri fiskum með síðar sem gætu skorið sig svolítið úr og auðvelt er að skoða. Skallar?

Einhverjar ábendingar eða hugmyndir? EInhverjir sem hafa reynslu af því að reka búr í leikskóla?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

góður!

ég þjónustaði einu sinni nokkur leikskólabúr, í minnstu búrunum (60L) voru gullfiskar annars vegar og guppy hins vegar. Í aðeins stærri búri voru skalar og fleiri skrautfiskar í bland (man þetta ekki alveg :))
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Sæll Hrafnkell.
Ég gæti kanski látið eitthvað af hendi rakna ef það hentar í þetta búr.
Get gefið í þetta búr stóra gullfiska, og svo STÓRA gullfiska, einnig Skala, ungfiska eða stóra.

Þeir eru að þvælast í þessu búri:
Image
Image

Síminn hjá mér er 8600860.
B.kv. SibbiS.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Þetta er mjög vel boðið og ég þygg þetta með þökkum. Sé þér gengur vel að hafa skala og gullfiska saman. Hef samband í gsm.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Hrafnkell wrote:Þetta er mjög vel boðið og ég þygg þetta með þökkum. Sé þér gengur vel að hafa skala og gullfiska saman. Hef samband í gsm.

Ekkert mál.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Frábært hjá ÖLLUM!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Ég er að sjá um 3 búr á leikskólanum Hólmasól fyrir hann Hlyn (Varg)
og börnin þar virðast vera hrifnust af litríkum fiskum sem, eins og sagt var hér fyrir ofan,
sýna smá karakter og koma syndandi í átt að glerinu þegar einhver kemur nálægt. :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Jæja Hrafnkell, hvernig gengur svo með nýja búrið? og fiskana?

Fer ekki að vera óhætt að bæta skölunum við?
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Fiskarnir frá Sibba hressir! Í gær þegar ég kom með börninn í leikskólann voru komnir 2 fiskar til viðbótar. Eitt barnið mætti með þá og þeim skellt í. :)

Reyni að taka mynd á næstu dögum.
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Hrafnkell wrote:Fiskarnir frá Sibba hressir! Í gær þegar ég kom með börninn í leikskólann voru komnir 2 fiskar til viðbótar. Eitt barnið mætti með þá og þeim skellt í. :)

Reyni að taka mynd á næstu dögum.
Glæsilegt, og flott hjá krökkunum.
Ertu hættur við að fá skala hjá mér í búrið?

Það verður gaman að sjá myndir af þessu framtaki hjá þér.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég átti alltaf eftir að setja inn myndir af búrinu og fiskunum sem Sibbi gaf.

Image

Sibbi gaf leikskólakrökkunum þessa tvílitu, eitthvað foreldri birtist fljótlega með hina tvo.

Þessi mynd er tekin nokkrum dögum eftir uppsetningu búrsins. Síðan þá er bæði búið að færa það á betri hillu (og hærri) og foreldrar búnir að koma með meira skraut í búrið.

Búrið er nú búið að ganga í rúman mánuð og byrjað að bera á þörungi.
Á ekki einhver ancistrur til að gefa í leikskólabúrið? :)
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Post by Sibbi »

Fínasta búr hjá þér/ykkur/þeim :)
Verður gaman að sjá nýlegri mynd.

Ég á eitthvað af mánaðar gömlum ancictrum, kansku rúmlega 1cm. á stærð, þær náttúrulega stækka ágætlega hratt.
Láttu mig vita ef þú hefur áhuga, gefins að sjálfsögðu.

B.kv. SibbiS. 8600860
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
mannsa
Posts: 18
Joined: 29 Aug 2010, 11:16

Post by mannsa »

Hrafnkell wrote:Ég átti alltaf eftir að setja inn myndir af búrinu og fiskunum sem Sibbi gaf.

Image

Sibbi gaf leikskólakrökkunum þessa tvílitu, eitthvað foreldri birtist fljótlega með hina tvo.

Þessi mynd er tekin nokkrum dögum eftir uppsetningu búrsins. Síðan þá er bæði búið að færa það á betri hillu (og hærri) og foreldrar búnir að koma með meira skraut í búrið.

Búrið er nú búið að ganga í rúman mánuð og byrjað að bera á þörungi.
Á ekki einhver ancistrur til að gefa í leikskólabúrið? :)
Á því miður ekki ancistrur, vantar einmitt slíkar en ég get gefið blue gourami (three spotted) 2-3 cm stóra. Veit samt ekki hvort þeir passa með þessu. En þeir eru mjöf forvitnir og fylgjast vel með þegar komið er að búrinu.
diskokongen
Posts: 42
Joined: 11 Jun 2010, 22:00
Location: rvk

Post by diskokongen »

er með eplasnigla ef þú hefur áhuga
endilega láta vita 8653118
Post Reply