Mjög flott búr. Hvað varðar 54L þá myndi ég setja fínni möl í það (kribbar elska að róta í sandi) og búa til góðan helli ef þú ert ekki með þannig, þá eykurðu líkur á hrygningu
jon86 wrote:Mjög flott búr. Hvað varðar 54L þá myndi ég setja fínni möl í það (kribbar elska að róta í sandi) og búa til góðan helli ef þú ert ekki með þannig, þá eykurðu líkur á hrygningu
Takk, er bæði með 2x kókoshnetu, grjót og pott. Hvað varðar mölina var ég ekki með neinn fínni við hendina, skipti kannski í framtíðinni þegar ég finn fínni möl. Hef það í huga þegar ég fer næst út í fjöru að hreyfa hundanna.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Já, hef alltaf verið með frekar grófa möl og hef átt kribba sem hafa alveg hrygnt án vandræða þannig. Er með tvær kvk tímabundið reyndar þarna ofan í, þess vegna setti ég nóg af felustöðum. Setti annars lokið bara á búrið, mikið betra að hafa ljós á því.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Kom annars við í hobbýherberginu í dag og fékk fína 4 perlugúrama sem eiga að vera í 220 L búrinu þegar ég er komin með það á staðinn sem það á að vera á, er á leiðinni að færa það og þegar ég er búin að losna við malawi seiðin sem eru þar í. Á meðan hafa þeir það gott í 250 L búrinu með 6 skölum.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Uppstillingin í 400 L, planið er að bæta við meiri gróðri Er bara með valinsneru, venjulega, spiralis og eina risa ásamt svolítið af e-h anubias. Reyndar er risavalinsnera svona rauð, svo það er spurning hvernig henni reiðir af..
Skalaparið mitt sem er alltaf að hrygna
220 L, reyndar búin að taka hellirinn og grjótið sem stendur vegna þess að þau grafa svo mikið að þetta hrynur bara
Lítið breytt í malawi búrinu
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Það er seiði hjá kribbaparinu mínu, mikið svakalega er gaman að fygljast með þeim með hópinn sinn, þau elta alveg foreldrana og svona. Svakalega passa líka foreldranrir vel upp á seiðin, eru frekar grimm við hina fiskana í búrinu.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Setti hellinn aftur hjá JD parinu. Fékk gróðurinn frá Sven í dag, anubias plöntur, og er hann komin í bæði 450 L búrið og eitthvað í 54 L búrið. Risa-valinsneran er buin að stækka svolítið en mér finnst liturinn alltaf bögga mig smá, hún er ekki alveg græn heldur frekar gulleit, hvað er að henni þá? Hitastigið í búrinu er ca 25-26°. Hún vex samt alveg hratt, er alveg komin í yfirborðið og ég hef stytt hana.
Hvað heitir valinsnerutegundin sem er alltaf lítil?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Er reyndar með nokkrar kókoshnetu helminga sem ég gerði sjálf, það er svo sem hægt að kaupa þær í búðum, en finnst ódýrara að gera þetta sjálf. Nei, hún er ólökkuð hjá mér, eyðist ekkert upp og er búin að vera í fiskabúrum hjá mér í að ganga á 3ja árið. Kaupi bara kókoshnetu út í búð, geri gat þar sem holurnar eru, tæmi vökvan, saga þær í sundur og þríf innan úr þeim og sýð aftur, tók líka hárin eða þetta loðna dæmi af þeim með því að skrapa það í burt, annars eyðist það. Sauð síðan helmingana nokkrum sinnum til að koma í veg fyrir að þær liti frá sér. Geri svo sæmilegt gat í hliðina svo að fiskar komist inn og út.
Allt ólakkað og náttúrulegt hjá mér
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Hitarinn sló út rafmagninu út á stofunni á laugardagskvöldinu mjög seint, svo dælan var ekki í gangi aðfaranótt sunnudags og langt fram á sunnudag sjálfan, var eitthvað að drífa mig í vinnuna svo ég leit ekkert á búrið fyrr en um kvöldið þarna og þá var allt dautt, svo set ég rafmagn aftur á og þá hitar helvítis hitarinn allt eins og hann fái borgað fyrir það og springur, kemur örugglega eitthver úrgangs-bomba í búrið, nítrartoppur eða hvað það heitir vegna hreyfingarleysis á vatninu og það fúnar. Þetta þoldi ekki parið og náði aldrei að jafna sig og drapst núna áðan.
Svo ég ætla að finna mér eitthvað sniðugt í búrið, eitthverjar hugmyndir?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr