Page 1 of 1

Búr sem ég klambraði mér saman í flýti um daginn..

Posted: 08 Nov 2010, 22:55
by enok
Tvær myndir af búrinu mínu í því eru dýr. Sum eru stór en þau sem eru það ekki þau eru smá.



Image

Image

Posted: 08 Nov 2010, 22:59
by JG
Þetta er allveg mergjað búr. hvað er það stórt?

Posted: 09 Nov 2010, 00:32
by enok
hundrað og sextíu á milli tveggja enda og sextíu og fimm milli hinna

Posted: 09 Nov 2010, 00:36
by Squinchy
Vá flott búr, áttu myndir af byggingar ferlinu ?
Hvernig er hreinsibúnaðurinn ?

Posted: 11 Nov 2010, 21:36
by enok
Hreinsunarbúnaðurinn er undir og ég er með 250 lítra sump sem skiptist í 4 hólf æi svona klassískt eitt fyrir bóml, eitt fyrir bio balls, eitt með liverock og svo eitt sem hringrásardælan er í sem ég fylli á þegar gufar upp, dælan dælir 3000 lítrum á milli búra, sem ég tel vera hámarkið til flórann fái að njóta sín.

Svo er ég með ljós sem kostuðu heilar 25 þúsund krónur það 6 sinnum 80 watta t5 50/50 splitt milli lita eitt 2x50 og eitthvað watta og 2 fjólublá 36 watta það kveiknar og slökknar á þessu í þrepum, sem nætur ljós er ég með 12 bláar díóður, og í sumpinum er 250 watta vho grow ljós.

Skimmerinn minn heitir sjúbert eða sjúmaker eða eitthvað þess háttar bull.

40 mm borað á milli búra

og svo man ég ekki hvaða fleiri uppl ég get gefið..

æ jú kannski kostnaðurinn

gler í svona búr kostar um 50
spítunar kostuðu 35 þús málinginn um 4
skimmerinn 10 ballestar og það í efra búri kostuðu 25
og perunar ?? man ekki, ljósið í neðra búri kostaði 10 þúsund
dæluna á milli búra fékk ég á 5 þúsund kall notaða og svo er ég með
2 tunze dælur tengdar við svona tölvu sem ég fékk á slikk í dýragarðinum..

mánaðalegur rekstur kostar mig um 7 þúsund inní því er kalk-rafmagn og salt, en vatnið fæ ég ennþá frítt úr krananum :)