Ég á kvk. guppý sem er líklega að fara að hrygna, en er eitthvað veik:
Hún er með bogið bak, syndir lítið og heldur sig á botninum... Veit einhver hvað þetta er ? Hjálp ! Ég er mjög hræddur um að hún deyji innan nokkurra daga.
Ég átti eina sem varð með bogið bak eftir got og var svoleiðis í nokkra daga áður en hún rétti úr sér aftur.
Hún lifði þónokkuð lengi eftir það og gaut oftar
stebbi wrote:Ég átti eina sem varð með bogið bak eftir got og var svoleiðis í nokkra daga áður en hún rétti úr sér aftur.
Hún lifði þónokkuð lengi eftir það og gaut oftar
En hunsaði hún nokkuð matinn sinn og var alltaf á botninum ? (bara að spyrja)
Ég átti einu sinni fyrir e-h árum gúbbíkerlu sem var svo boginn og með hálfgerða kryppu sem var ekki gömul, heldur svona illa gerð (var gotin hjá okkur). En ég neitaði að bróðir minn myndi taka hana og drepa svo eignaðist hún svona seiði, og á endanum var maður eiginlega bara með bogna gúbbí í búrinu
Gæti samt verið e-h að þinni, varð hún svona í búrinu hjá þér?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Kerlingin er núna búin að gjóta 9 seiðum (7 lifðu og kannski át hún eitthvað?) en ég er ekki viss hvort hún sé í lagi. Jafnvægið er ekki gott hjá henni og hún er líka með lítið rautt sár á hausnum (gæti það verið sýking?) en ég gæti líka hafa gert það óvart. Ég er búin að hafa hana í gotbúri, meira og minna, í viku og hef einnig verið að færa hana á milli búra (á nefnilega 2 búr) sem gæti hafa verið ruglandi og stressandi. Síðasta sólarhringin er hún búin að vera í einangrun í ca 1 L. búri með engri dælu né loftdælu. Hvað á ég að gera? Farga henni eða sjá hvað setur og hafa hana í aðalbúrinu með hinum fiskunum?? Ég sleppti henni þangað áðan og hún virkar fín fyrir utan það sem ég nefndi fyrst.