Spurningar um að fjarlægja dælu, kolsýrupæling og malawi sp.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Spurningar um að fjarlægja dælu, kolsýrupæling og malawi sp.

Post by Agnes Helga »

Hæhæ.

Er að spá, hvernig er best að fjarlægja þessar orginal dælur úr búrum sem eru festar bara beint á glerið, svona svart plastbox kíttað á aðra hliðina? Þetta hreyfist ekki neitt sama hvað maður togar í þetta.

Svo er það rétt skilið hjá mér með kolsýrudæmið, að maður blanda uppskriftina í 2ja L flösku, setur bara slöngu í tappann og svo hinn endan í stiga t.d. (á stiga, langar að prufa í 220L eða 250L) og passa að slangan sé ekki ofan í grugginu, en svo fer gasið sem myndast í slönguna, gegnum stigan og út í vatnið? Hvenær veit maður þegar það þarf að skipta um blöndu í flöskunni, þegar allt er uppurið? Ef maður sé með 2x flöskur, er það þá bara slanda á milli flaskanna, og svo úr minni flöskunni yfir í stiga?

Og já, langaði líka til að vita hvað ég gæti haft margar malawii svona með góðu í rúmlega 400 L, svona hvað mælir fólk með mörgum? Er dugleg í vatnsskiptum og með góða tunnudælu við.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

getur prófað að skera dæluna lausa með dúkahníf, það ætti að virka.

ég hef prófað að nota 2ja lítra flösku, boraði lítið gat í tappan,
tróð slöngunni þar ofaní, og hinn endinn fór í stigann.
ekki samt fylla flöskuna af vatni, skildu eftir allavega 5-8cm..
skiptir um gums þegar loftbólurnar byrja að minnka.
1-2ja vikna fresti.
sumir skipta um gums áður en loftbólurnar minnka..

gætir haft örugglega um 30 fiska, kannski meira.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Virkaði það vel hjá þér? Svona einfalt kolsýrudæmi.

Takk fyrir að svara :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já, já mjög vel, en tappinn varð frekar óþéttur eftir einhvern tíma (þar sem slangan fór ofaní)
þannig að ég gafst upp og fékk mér alvöru kút.
bara að passa að bora ekki of vítt gat og líma jafnvel fyrir með kítti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Svona alvöru kútar, hvar fást þeir og kosta þeir mikið? Er þa blandað bara ofan í kútinn?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Gerði svona blöndu í 2ja L flösku til að byrja með. Á þetta að vera bara ein loftbóla frekar stór sem rennur í stiganum og svo bara upp? Hvernig brýt ég kolsýruna frekar í vatnið? Fer eitthvað af henni út í vatnið svona?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hvaða blöndu er fólk oftast að nota hérna? Er að leita og leita, sumir nota 400 gr sykur, 4 tsk þurrger, 1 tsk matarsóda í 2 L flösku.

Sá líka 100 gr sykur, 1 tsk þurrger, 1 tsk matarsódi og 1/2 L vatn.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er sama uppskriftin fyrir utan matarsódann.
Ég nota fyrri uppskriftina, i þeirri seinni er óþarflega mikill matarsódi sem dregur úr gerjununni.
Mundu að fylla ekki flöskuna upp í topp, ágætt að skilja ca 1/5 eftir.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, notaði þá fyrri, setti svo engan á slönguna í powerhead í stað þess að hafa stigann. Fannst loftbólurnar bara fara heilar upp úr vatninu. Las að fólki fannst það betra að þær puðruðust útum allt, er bara að bíða þetta fari í gagn allt og gerjunin byrji.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply