Hvar er búðin?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
napoli
Posts: 31
Joined: 24 Nov 2010, 02:06

Hvar er búðin?

Post by napoli »

Var að skoða verðin á skala fiskunum en ég er forvitin .. hvar er búðin sem spjallið snýst um?

þurfa skalar hitara og hversu stór búr? :D mega þau vera plast eða er það verra?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Það er talað um 100 L á hvern skalara (samkv. mínu googli og minni), þeir verða frekar stórir og ef þeir eru settir í of lítil búr getur það valdið því að bakugginn bognar og þeir verða ekki réttir í laginu. Já, mæli með því að það sé hitari, enda fiskur sem þarf um 25-28°.

Hér er allt um hobbíherbergið, sem ég býst við að þú sért að tala um þegar þú meinar með búðina sem spjallið snýst um. Annars er verið að spjalla mest megnis um fiska hér, en annars er vargur með frábæra verslun og góð ráð burt séð frá spjallinu. Verð á skölum er alveg 1000 kall tæpur og uppúr, misjafnt eftir búðum.

Þegar þú spyrð um plastbúr, ertu að tala um þá þessi litlu plast? Held þau passi ekki fyrir skala, enda frekir stórir fiskar og þurfa sitt pláss.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
napoli
Posts: 31
Joined: 24 Nov 2010, 02:06

Post by napoli »

sæl, takk fyrir skjót svör!
ég var að meina bara þessi venjulegu um 40l plastbúr sem hægt er að fá, finnst þau þæginlegri vegna þess hve létt þau eru (er slæm í bakinu)

en 100l á hvern fisk segiru .. var nú að hugsa um að láta þá hrygna.. það er ekki möguleiki í minna búri? þarf semsagt 200l búr fyrir tvo svoleiðis fiska :O
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Það er alveg möguleiki að vera með 2 í 100 L búri ef þú heldur vatninu góðu, þá eina helst eða með e-h litlu þegar þú ert komin með par, t.d. eins og með hjá mér er ég með 6 stk og er að bíða eftir að þeir parist í 250 L og þegar það gerist verða þeir einir þar með e-h svona litlum fiskum, en enginn af þeim er fullvaxinn enþá. Ef þú lest þér um þá á google sérðu að þeir verða ansi stórir svo 40 L er alltof lítið fyrir einn, endar líklega með brotin bakugga og ekki réttan í laginu.

Með það að vera slæm í bakinu, er sjálf með ónýtt bak en maður er ekkert að færa þessi búr eftir uppsetningu mikið sko. Ég hef bara fengið eitthverja til að færa þau, er með með 220 L, 250 L og 400 L og það er ekki séns að ég geti lyft þeim.

En að sjálfsögðu velur þú fiska eftir búrstærð, maður fer varla að troða fiskum í búr sem þeir passa ekki í.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Brocollid
Posts: 26
Joined: 24 Oct 2010, 23:03

Post by Brocollid »

Vóóóps ég er með 2 skalara í 54 lítra búri Uggin á öðrum er rosa fallegur en hinn er alltaf tættur niður af tígrisbörbum svo 54 lítrar virka ágætlega fyrir mig :D
Kv, Arnar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Brocollid wrote:Vóóóps ég er með 2 skalara í 54 lítra búri Uggin á öðrum er rosa fallegur en hinn er alltaf tættur niður af tígrisbörbum svo 54 lítrar virka ágætlega fyrir mig :D
Virkar kannski fínt fyrir þig en ekki fiskana. Skalar eiga ekkert erindi í 54 lítra búr nema til bráðabirgða og eiga enga samleið með tígrisbörbum í svona litlu búri.
Post Reply