
Það er miiiklu stærra en ég bjóst við haha .. ég er svo vön mínu 20L búri með gullfiskunum mínum


Ég setti mjög fínan ljósan sand í botninn en ég er að hugsa hvort ég hafi ekki skolað hann nógu vel því vatnið er enn frekar hvítlegt (gruggugt) eftir 7 tíma frá uppsetningu.
Ég prufaði að slökkva á hreinsidælunni til að sjá hvort það myndi jafna sig en ekkert breyttist svo ég kveikti aftur og ætla að sjá hvort þetta verði farið á morgunn, ef ekki hvað er best að gera?
Skipta bara um mest af vatninu? Ætti ég þá að setja Aqua Safe aftur ofan í vatnið? (má setja það ofan í á meðan skalarnir eru ofan í vatninu)?
NÝLIÐI í síkiliðum .. en vá hvað þeir eru fallegir

Ég fékk hjálp vinkvennana til að nefna þá
Litli hvíti heitir Techno
Zebra legi heitir Tiger Woods
Hvít, gul með svartar rendur heitir Gucci
Alveg svartur heitir Basílika

Set inn myndir við tækifæri þegar vatnsgæðin eru orðin betri!