Loftleysi ? Hjálp...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Loftleysi ? Hjálp...

Post by Monzi »

Það hefur verið að angra mig að litlu fiskanir í búrinu hjá mér hafa verið að hanga við vatnsyfirborðið og anda frekar ört. En ég er samt með dælu sem dælir litlum loftbólum í gegnum allt vatnið og það er hreyfing á yfirborðinu. Svo er ég líka með loftstein í búrinu miðju. Ég er nýbúinn að skipta um ca 25% vatn. Það eru ca 60 eins sentímetra convictar í búrinu ásamt einu 5-6cm pari. Búrið er 150l. Ef einhver veit hvað er i gangi endilega pósta.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Loftleysi ? Hjálp...

Post by Vargur »

Er parið eitthvað að djöflast í þeim litlu, getur verið að þeir fái bara að vera í friði við yfirborðið ?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Loftleysi ? Hjálp...

Post by Gudmundur »

Ertu nokkuð með mikin hita á vatninu ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Re: Loftleysi ? Hjálp...

Post by Svavar »

Ef loftun er í lagi og hitastigið líka þá gæti þetta verið kostía, eru fiskarnir að klemma uggana og klóra sér á milli þess sem þeir hanga við yfirborðið, ?
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Monzi
Posts: 61
Joined: 17 Sep 2010, 01:33

Re: Loftleysi ? Hjálp...

Post by Monzi »

Þeir hafa verið að klóra sér aðeins við botninn. Eg er búinn að skipta um dælu og kominn með aðeins stærri og skipti út smá vatni og þetta virðist hafa lagast. Foreldranir hafa ekki verið að angra ungana svo mikið. En samt finnst mér vatnið stundum vera loft lítið...
Post Reply