ég er með 300L búr sem er svo gruggugt að það sjást varla fiskarnir.
mér fynst þetta vera einskonar þari semsagt eins og fiskarnir séu að synda í mysublönduðu vatni.
það var skipt um vatn fyrir u.þ.b. 4 dögum.
það var sagt mér að nota NUTRAFIN BIO-CLEAR til að laga það en það átti að virka á svona 2 sólahringum en nú eru liðnir 4 og og búrið er aftur orðið eins og það var
hvað get ég gert
kv.Árni P
gruggugt búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: gruggugt búr
Muna að nota leitina á spjallinu, það eru til einhverjir þræðir um hvítt vatn.
t.d fann ég þetta
Ef vatnið er hvítt er vatnið fullt af bakteríu sem er að nærast á næringarefnum í vatninu (Ekki rotnuðu fóðri) þannig að vatnskipti munu ekki fjarlægja þessa bakteríu heldur mun það auka fæðu fyrir bakteríuna og hún mun þrífast lengur í búrinu
sem sagt ekki gera vatnsskipti, bakteríurnar nærast á nýju vatni.
Þegar næringarefnin eru uppurin, þá byrja bakteríurnar að drepast og vatnið verður tært á nokkrum dögum.
Þegar vatnið er orðið tært, þá er allt í lagi að gera 50% vatnsskipti.
t.d fann ég þetta
Ef vatnið er hvítt er vatnið fullt af bakteríu sem er að nærast á næringarefnum í vatninu (Ekki rotnuðu fóðri) þannig að vatnskipti munu ekki fjarlægja þessa bakteríu heldur mun það auka fæðu fyrir bakteríuna og hún mun þrífast lengur í búrinu
sem sagt ekki gera vatnsskipti, bakteríurnar nærast á nýju vatni.
Þegar næringarefnin eru uppurin, þá byrja bakteríurnar að drepast og vatnið verður tært á nokkrum dögum.
Þegar vatnið er orðið tært, þá er allt í lagi að gera 50% vatnsskipti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
- pjakkur007
- Posts: 311
- Joined: 02 Feb 2010, 21:53
- Location: Tálknafirði
- Contact:
Re: gruggugt búr
þegar þetta kom fyrir hjá mér setti ég þykkt teppi utanum búrið og hafði það svoleiðis í 4-5 daga. gaf fiskunum ekkert of kíkti ekkert á búrið svo þegar ég tók teppið frá var vatnið kristaltært svo ég gerði 40%vatnsskipti og önnur 3 dögum seinna 50-60% og ég hef aldrei orðið var við þetta síðan
Re: gruggugt búr
Óþarfi að hylja búrið þar sem þessi baktería er ekki háð ljósi
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is