"Líflaust" búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

"Líflaust" búr

Post by Elloff »

Ég er með 250 lítra búr, Eheim tunnudæla, íbúar;
5 kribbar, s.s. par + 3 ca. 10 mán afkvæmi.
4 Skalar, 1 par sem var síhrygnandi þangað til f. ári síðan + 2 yngri sem ég er ekki viss um kynið á.
9 rasbora
4 cardinálar
2 ancistrur
1 werneri kvk.

Málið er að hrygningar eru bara engar, Skalaparið hryngdi síðast í des 2009, síðan eru þau oft líkleg, eru að hreinsa blöð en svo fer allt i hund og kött á milli þeirra.
Kribbaparið hefur að ég held hryngt einu sinni eftir að þessi seiði komu sem eru undan þeim í búrinu. Sama með krippaparið eru oft í góðum gír og hrygningarlitum en svo verð ég ekki var við nein hrogn eða seiði.

Ég gef aðallega flögur en blóðorma og þess háttar af og til.

Gróðurinn virðist í ágætu standi nema valisnerian er alveg steinhætt að fjölga sér og þær plöntur sem eru til staðar vaxa hægt.
Annar gróður er m.a. stór sverðplanta sem dafnar fínt og svo m.a. hornwort sem mér finnst heldr ekki vaxa jafnhratt og hann gerði.

Er búinn að skipta nýlega um aðra peruna, setti gróðurperu, hef ekki orðið var við vaxtarkipp í gróðri síðan hún kom.

Ég hef engu breytt í hitastigi, fóðrun eða vatnsskiptum.... eina að ég breytti uppsetningu í búrinu og grisjaði gróðurinn heilan helling f. nokkrum mánuðum.

Er með snigla"vandamál" sem 3 assasin sniglar eru að vinna á hægt og rólega

Getur einhver bent mér á einhverja ástæðu fyrir þessu....... eru fiskarnir kannski bara orðnir geldir? Þetta eru ekki gamlir fiskar, held að hvorugt parið orðið 2ja ára.

Hvað er málið með sprettuna? Er sverðplantan að taka til sín alla næringu? Ég er ekki að nota neina gróðurnæringu í búrið og gerði varla hér áður fyrr, setti eina og eina pillu í mölina.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: "Líflaust" búr

Post by Vargur »

Hvað er hitastigið í búrinu ?
Hraustleg vatnskipti og hækkun á hitastigi um 2-4° í kjölfarið ætti að koma fiskunum í gang.
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Re: "Líflaust" búr

Post by Elloff »

Hitastigið er 26-27 ssz<2tig og ég set yfirleitt kaldara vatn í við vatnsskipti þ.a. ég held það sér varla málið, ertu að tala um að lækka hitann varanlega í kjölfar vatnaskiptanna?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: "Líflaust" búr

Post by Andri Pogo »

hækkun á hitastigi sagði hann
-Andri
695-4495

Image
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Re: "Líflaust" búr

Post by Elloff »

Las vitlaust..... erum við þá að tala um að hækka hitann til lengri tíma eða.....?
Post Reply