Já þetta er spurning og væri fróðlegt að gera tilraunir á þessu
Þá kemur önnur spurning upp hjá manni, er þá ekki sniðugt að nota bara íslenskt sjávarsalt ?
Ég trúi bara ekki að það sé svona mikill munur á saltinu, væri samt mjög gaman ef fróðari menn mundu útskýra þetta fyrir mér/okkur
ellixx wrote:notaði svona kötlu salt vegna blettaveiki sem kom upp hjá mér , ekkert vesen....
Þú ert í vitlausum þræði. Þetta er saltvatnsspjallið - ekki verið að tala um ferskvatnsfiska
Það gengur ekki að nota kötlusalt í staðinn fyrir salt sem er sérstaklega blandað fyrir sjávarbúr. Það eru endalaust mörg efni sem vantar í kötlusaltið sem eru í blandaða saltinu og eru nauðsynleg fyrir fiska, þörung, kóralla og í raun öll sjávardýr.
Strákur sem ég þekki prufaði þetta fyrir rúmum fjórum mánuðum í 120 lítra búri. Trúðabúr með einhverjum kóröllum og þetta er rosalega flott hjá honum og hann kaupir bara sjávarsalt í matvörubúðum frá Kötlu, en hann tók það fram við mig að þetta væri ekki rock salt, þá má ekki nota það.
Það eru svo mörg efni í blönduðu sjávar salti sem er ekki að finna í kötlu salti. Það gæti hugsanlega gengið fyrir auðvelda fiska, en ekki fyrir lindýr. Það eru til ótal margir þræðir um þetta á reefcentral.
Ég er sammála Kela, kötlusaltið er einfaldlega ekki framleitt fyrir sjávarfiska og eins ef að þú færir að éta sjáfarsaltið sem að við notum endarðu örugglega uppá spítala.
hinsvegar væri forvitnilegt að mæla kötlusaltið kalk, alk og magnesium og sjá hvað kemur út úr þessu
en varðandi notkun á því þá held ég að það sé betra að fjárfesta í 100l. tunnu og sækja sér bara sjó.
Kötlusalt er ekki unnið úr sjonum heldur er það fengið úr námum sem er lengt uppá landi, það er sturlað fosfat magn í því og fleiri aukaefni sem hafa alls ekki góð áhrif gæðinn í búrinu, hehe mér finnst þetta vera svona svipuð umræða eins og ætti að gefa hundinum manns kattarskít eða ekki því það er svo sem allt í lagi og bara til að spara.. Ef maður ætlar að gera þetta almennilega þá verður maður að kaupa sér allmennilegt salt, þú kaupir ekki sóluð dekk undir nýja bimmann þinn. Menn hafa stundum reynt þessa gloríu og alltaf rústað lífinu í búrinu sýnu, frekar að ná sér bara í sjó ef þú hefur ekki efni á smá salti. Eða bara hætta í þessu hobbý og fá sér gullfisk þar er hægt að nota kranavatn og maður þarf ekkert að vera að pína sjávardýrinn með einhverjum tilraunum
Eins og Enok sagði er kötlu saltið unnið úr námum en ekki úr sjónnum, CCP notaði einu sinni kötlusalt(að mig minnir) í vatnaskipti og búrið drapst.
Þér er samt guð velkomið að prófa nota það endilega láttu vita hvað gerist...