Page 1 of 1

vantar upplýsingar

Posted: 22 Jan 2011, 15:09
by dori82
er að velta fyrir mér að fara að starta nano saltbúri í kannski 60 eða 70 lítra búri hvað er það sem mig vantar í búrið tækjalega séð til að geta startað einu slíku þá er ég að tala um lágmarksbúnað og líka hvernig peru ? allar upplýsingar vel þegnar

Re: vantar upplýsingar

Posted: 22 Jan 2011, 15:14
by Squinchy
Hlutir sem þú verður að hafa:
-Salt eða sjó
-Seltumælir til að mæla saltmagnið í vatninu
-straumdæla
-Live rock

Ljósabúnaður fer alveg eftir því hvað verður í búrinu, venjulegur T8 ljósabúnaður fyrir fiska og sveppi, T5 fyrir kóralla sem þurfa meiri birtu

Re: vantar upplýsingar

Posted: 22 Jan 2011, 15:22
by dori82
og er einhver góð verslun sem er á netinu sem þið getið bent mér á sem á svona hluti

Re: vantar upplýsingar

Posted: 23 Jan 2011, 23:16
by kristjan
Ég myndi byrja með stærra búr, í minnsta lagi 200 l. Bæði vegna þess að þá er lengra í að þú þarft að stækka við þig ef til þess kemur og svo eru stærri búr mun auðveldari en minni búr.